Hvað ef pabbi getur ekki keypt íbúð? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 14. mars 2023 11:00 Það er erfitt – og erfiðara en áður - fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðislán eru dýr og vextir á húsnæðislánum eru mun hærri en í nágrannaríkjunum. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr líka við fáránlega erfiðar aðstæður. Íslenskur leigumarkaður er þannig að fari fólk einu sinni á hann eru miklar líkur á því festast þar og allar kannanir sýna að fólk sem er á íslenskum leigumarkaði vill ekki vera þar. Það vill sleppa þaðan. Það á auðvitað ekki að vera eitt af áföllum lífsins að lenda á leigumarkaði. Í fyrsta sinn síðan í september 2009 er verðbólga komin yfir 10 prósent. Það er miklu dýrara að versla í matinn og húsnæðiskostnaður flestra hefur rokið upp, hvort sem þau búa í eigin húsnæði eða eru á leigumarkaði. Hið mikla lágvaxtaskeið sem ríkisstjórnin lofaði fyrir síðustu kosningar var auðvitað tálsýn ein. Og á Íslandi þarf að hækka vexti margfalt til að taka á svipaðri verðbólgu og í nágrannaríkjunum. Síðustu mánuði hafa vextir verið hækkaðir 11 sinnum og nú búast flestir við því að stýrivextir fari í 7,5 prósent seinna í mánuðinum. Þetta er veruleiki ungs fólks í landi tækifæranna sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í síðustu kosningum. Hvar eru blaðamannafundirnir? Á næstu mánuðum munu enn fleiri lenda í vandræðum með að ná endum saman, ekki vegna þess að þau fóru glannalega heldur vegna þess að allar aðstæður hafa breyst til hins verra mjög hratt. Húsnæðislánin stökkbreytast, hvort sem þau eru óverðtryggð eða verðtryggð, og verð á mat og öðrum nauðsynjum hækkar og hækkar. Þetta þarf ekki að vera svona en þetta er stefna ríkisstjórnarinnar eða réttara sagt stefnuleysi . Samkomulag ríkisstjórnarflokkanna þriggja er um að gera ekkert annað en að halda völdum. Hvar eru annars allir blaðamannafundirnir um aðgerðir gegn verðbólgu sem ríkisstjórnin kallar stærsta óvin almennings? Fólkið í landinu sér skýrt að á blaðamannafundum um verðbólgu situr aðeins einn maður, seðlabankastjóri sem er einn í því hlutverki að glíma við verðbólguna. Hann hefur reyndar lýst því að ríkisstjórnin hafi gert honum erfiðara fyrir í baráttunni við verðbólguna með hallarekstri ríkissjóðs á miklum þenslutíma. Húsnæðisstefna fyrir venjulegt fólk Hvar er til dæmis húsnæðisstefna ríkisstjórnarinnar? Hún er einfaldlega ekki til. Átaksverkefni á borð við húsnæðissáttmála um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum leysa ekki þann bráðavanda sem blasir við ungu fólki sem vill eignast húsnæði. Staðan í dag er að það reynist flestum ómögulegt að kaupa íbúð ef pabbi og mamma geta ekki hjálpað til. Og hver eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar við afleiðingum vaxtahækkana á byggingamarkaðinn? Byggingabransinn er á leið í frost vegna þess að eftirspurnin er horfin. Það að láta afmarkaðan hluta samfélagsins, ungt fólk, taka á sig allar vaxtahækkanir af fullum þunga hefur þær augljósu afleiðingar að næstu árgangar munu ekki komast inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan eru aðrir hópar í samfélaginu lausir undan áhrifum vaxtahækkana, eins og stórfyrirtækin 300 sem gera upp í öðrum gjaldmiðlum. Húsnæðismarkaðurinn er viðvarandi verkefni Hvaða réttlæti er í því að ungt fólk búi við þennan veruleika? Ungt fólk á Íslandi á að geta eignast íbúð án þess að kaupa hana með foreldrum sínum. Til þess þarf kerfi af hálfu hins opinbera sem tekur á þeirri þörf sem kemur inn á húsnæðismarkaðinn á hverju ári. Það ófremdarástand sem ríkt hefur á húsnæðismarkaði síðustu ár hefur sýnt að almenni markaðurinn leysir vandamálið ekki. Húsnæðismarkaðurinn er og verður viðvarandi verkefni stjórnvalda. Verkefnið er að gera fólki kleift að eignast íbúð. Sama hver pabbi þinn er og sama hver mamma þín er. Skynsamleg hagstjórn með slíku kerfi myndi ala af sér velferð. Stóra myndin snýst um jöfn tækifæri - að Ísland verði land jafnra tækifæra til þess að eignast húsnæði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Húsnæðismál Alþingi Fjármál heimilisins Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt – og erfiðara en áður - fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðislán eru dýr og vextir á húsnæðislánum eru mun hærri en í nágrannaríkjunum. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr líka við fáránlega erfiðar aðstæður. Íslenskur leigumarkaður er þannig að fari fólk einu sinni á hann eru miklar líkur á því festast þar og allar kannanir sýna að fólk sem er á íslenskum leigumarkaði vill ekki vera þar. Það vill sleppa þaðan. Það á auðvitað ekki að vera eitt af áföllum lífsins að lenda á leigumarkaði. Í fyrsta sinn síðan í september 2009 er verðbólga komin yfir 10 prósent. Það er miklu dýrara að versla í matinn og húsnæðiskostnaður flestra hefur rokið upp, hvort sem þau búa í eigin húsnæði eða eru á leigumarkaði. Hið mikla lágvaxtaskeið sem ríkisstjórnin lofaði fyrir síðustu kosningar var auðvitað tálsýn ein. Og á Íslandi þarf að hækka vexti margfalt til að taka á svipaðri verðbólgu og í nágrannaríkjunum. Síðustu mánuði hafa vextir verið hækkaðir 11 sinnum og nú búast flestir við því að stýrivextir fari í 7,5 prósent seinna í mánuðinum. Þetta er veruleiki ungs fólks í landi tækifæranna sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í síðustu kosningum. Hvar eru blaðamannafundirnir? Á næstu mánuðum munu enn fleiri lenda í vandræðum með að ná endum saman, ekki vegna þess að þau fóru glannalega heldur vegna þess að allar aðstæður hafa breyst til hins verra mjög hratt. Húsnæðislánin stökkbreytast, hvort sem þau eru óverðtryggð eða verðtryggð, og verð á mat og öðrum nauðsynjum hækkar og hækkar. Þetta þarf ekki að vera svona en þetta er stefna ríkisstjórnarinnar eða réttara sagt stefnuleysi . Samkomulag ríkisstjórnarflokkanna þriggja er um að gera ekkert annað en að halda völdum. Hvar eru annars allir blaðamannafundirnir um aðgerðir gegn verðbólgu sem ríkisstjórnin kallar stærsta óvin almennings? Fólkið í landinu sér skýrt að á blaðamannafundum um verðbólgu situr aðeins einn maður, seðlabankastjóri sem er einn í því hlutverki að glíma við verðbólguna. Hann hefur reyndar lýst því að ríkisstjórnin hafi gert honum erfiðara fyrir í baráttunni við verðbólguna með hallarekstri ríkissjóðs á miklum þenslutíma. Húsnæðisstefna fyrir venjulegt fólk Hvar er til dæmis húsnæðisstefna ríkisstjórnarinnar? Hún er einfaldlega ekki til. Átaksverkefni á borð við húsnæðissáttmála um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum leysa ekki þann bráðavanda sem blasir við ungu fólki sem vill eignast húsnæði. Staðan í dag er að það reynist flestum ómögulegt að kaupa íbúð ef pabbi og mamma geta ekki hjálpað til. Og hver eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar við afleiðingum vaxtahækkana á byggingamarkaðinn? Byggingabransinn er á leið í frost vegna þess að eftirspurnin er horfin. Það að láta afmarkaðan hluta samfélagsins, ungt fólk, taka á sig allar vaxtahækkanir af fullum þunga hefur þær augljósu afleiðingar að næstu árgangar munu ekki komast inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan eru aðrir hópar í samfélaginu lausir undan áhrifum vaxtahækkana, eins og stórfyrirtækin 300 sem gera upp í öðrum gjaldmiðlum. Húsnæðismarkaðurinn er viðvarandi verkefni Hvaða réttlæti er í því að ungt fólk búi við þennan veruleika? Ungt fólk á Íslandi á að geta eignast íbúð án þess að kaupa hana með foreldrum sínum. Til þess þarf kerfi af hálfu hins opinbera sem tekur á þeirri þörf sem kemur inn á húsnæðismarkaðinn á hverju ári. Það ófremdarástand sem ríkt hefur á húsnæðismarkaði síðustu ár hefur sýnt að almenni markaðurinn leysir vandamálið ekki. Húsnæðismarkaðurinn er og verður viðvarandi verkefni stjórnvalda. Verkefnið er að gera fólki kleift að eignast íbúð. Sama hver pabbi þinn er og sama hver mamma þín er. Skynsamleg hagstjórn með slíku kerfi myndi ala af sér velferð. Stóra myndin snýst um jöfn tækifæri - að Ísland verði land jafnra tækifæra til þess að eignast húsnæði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun