Aukið samstarf í átt að kolefnishlutleysi Þór Sigfússon skrifar 15. mars 2023 12:01 Ísland hefur sett sér það markmið að við verðum kolefnishlutlaus ekki síðar en árið 2040. Tíminn líður hratt og verkefnin sem færa okkur nær þessu markmiði eru mörg – en það eru tækifærin líka. Nú er tíminn til að skoða nýjar lausnir og nýta þessi tækifæri. Eitt af því sem getur stutt við þá vegferð sem við erum öll á er aukið samstarf grænna iðngarða og klasasamfélaga, enda deila þau fjölmörgum eiginleikum. Iðngarðar og klasar leggja áherslu á aukna samvinnu þvert á greinar, sem styrkir fyrirtæki og veitir þeim samkeppnisforskot. Fyrirtæki sem starfa innan grænna iðngarða eru í nánu samstarfi við hvort annað og skapast þá ákveðin samstaða þeirra á milli. Stjórnendur iðngarðanna gegna hinsvegar því hlutverki að samnýta auðlindir og ýta undir hringrás efna eins og vatns, orku og úrgangs milli fyrirtækjanna. Einnig er það í þeirra höndum að byggja upp traust milli fyrirtækjanna og aðstoða við samstarf. Klasasamfélög eru hinsvegar með breiðari sýn á þær auðlindir sem eru í boði innan hringrásarinnar. Í klösunum er lögð áhersla á sprotafyrirtæki, frumkvöðla, fjárfesta, háskólasamfélagið og rannsókna- og þróunarstofnanir. Þeirra markmið er að starfa sem tengiliður, skapa og ýta undir hugmyndir. Þetta eru auðvitað gríðarlega mikilvæg hlutverk innan hringrásarhagkerfisins enda vitum við að það eru fjölmargar hugmyndir þarna úti sem vantar sterka tengingu, fjármögnun, viðskiptaáætlun og önnur úrræði til að vaxa og dafna. Grænir iðngarðar og klasasamfélög eru í frábærri stöðu til þess að vinna betur saman; til þess að sækja tækifæri í sameiningu. Með samstarfi veitum við sprotafyrirtækjum og frumkvöðlum enn víðtækari aðstoð til að stíga sín fyrstu skref og koma hugmyndum sínum út úr bílskúrnum. Ég er viss um að aukið samstarf eða sameining klasa og grænna iðngarða, sem myndi stækka tengslanet frumkvöðla og skapa fleiri samtöl og staði til þess að skiptast á hugmyndum, geti flýtt fyrir þróun hringrásarhagkerfis. Einnig skapar það traust – sem skiptir sköpum þegar kemur að því að miðla þekkingu og skuldbinda sig til sameiginlegra verkefna og fjárfestinga. Við þurfum öll að horfast í augu við það að á ferðalagi Íslands í átt að kolefnishlutleysi þurfum við allar hugmyndir að borðinu og að styrkja staðina þaðan sem hugmyndirnar koma. Sterkari tengsl milli iðngarða og klasasamfélaga geta hjálpað okkur að komast þangað. Tækifærin í kolefnishlutlausum heimi er meðal umfjöllunarefna á ársfundi Grænvangs á þriðjudaginn. Fundurinn fer fram í Grósku kl. 13 – 15 og eru öll velkomin. Skráning fer fram hér . Höfundur er stofnandi Sjávarklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Þór Sigfússon Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur sett sér það markmið að við verðum kolefnishlutlaus ekki síðar en árið 2040. Tíminn líður hratt og verkefnin sem færa okkur nær þessu markmiði eru mörg – en það eru tækifærin líka. Nú er tíminn til að skoða nýjar lausnir og nýta þessi tækifæri. Eitt af því sem getur stutt við þá vegferð sem við erum öll á er aukið samstarf grænna iðngarða og klasasamfélaga, enda deila þau fjölmörgum eiginleikum. Iðngarðar og klasar leggja áherslu á aukna samvinnu þvert á greinar, sem styrkir fyrirtæki og veitir þeim samkeppnisforskot. Fyrirtæki sem starfa innan grænna iðngarða eru í nánu samstarfi við hvort annað og skapast þá ákveðin samstaða þeirra á milli. Stjórnendur iðngarðanna gegna hinsvegar því hlutverki að samnýta auðlindir og ýta undir hringrás efna eins og vatns, orku og úrgangs milli fyrirtækjanna. Einnig er það í þeirra höndum að byggja upp traust milli fyrirtækjanna og aðstoða við samstarf. Klasasamfélög eru hinsvegar með breiðari sýn á þær auðlindir sem eru í boði innan hringrásarinnar. Í klösunum er lögð áhersla á sprotafyrirtæki, frumkvöðla, fjárfesta, háskólasamfélagið og rannsókna- og þróunarstofnanir. Þeirra markmið er að starfa sem tengiliður, skapa og ýta undir hugmyndir. Þetta eru auðvitað gríðarlega mikilvæg hlutverk innan hringrásarhagkerfisins enda vitum við að það eru fjölmargar hugmyndir þarna úti sem vantar sterka tengingu, fjármögnun, viðskiptaáætlun og önnur úrræði til að vaxa og dafna. Grænir iðngarðar og klasasamfélög eru í frábærri stöðu til þess að vinna betur saman; til þess að sækja tækifæri í sameiningu. Með samstarfi veitum við sprotafyrirtækjum og frumkvöðlum enn víðtækari aðstoð til að stíga sín fyrstu skref og koma hugmyndum sínum út úr bílskúrnum. Ég er viss um að aukið samstarf eða sameining klasa og grænna iðngarða, sem myndi stækka tengslanet frumkvöðla og skapa fleiri samtöl og staði til þess að skiptast á hugmyndum, geti flýtt fyrir þróun hringrásarhagkerfis. Einnig skapar það traust – sem skiptir sköpum þegar kemur að því að miðla þekkingu og skuldbinda sig til sameiginlegra verkefna og fjárfestinga. Við þurfum öll að horfast í augu við það að á ferðalagi Íslands í átt að kolefnishlutleysi þurfum við allar hugmyndir að borðinu og að styrkja staðina þaðan sem hugmyndirnar koma. Sterkari tengsl milli iðngarða og klasasamfélaga geta hjálpað okkur að komast þangað. Tækifærin í kolefnishlutlausum heimi er meðal umfjöllunarefna á ársfundi Grænvangs á þriðjudaginn. Fundurinn fer fram í Grósku kl. 13 – 15 og eru öll velkomin. Skráning fer fram hér . Höfundur er stofnandi Sjávarklasans.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar