„Að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2023 07:30 Kári segist vera bjartsýnn og spenntur fyrir undankeppni EM sem hefst 23.mars. Vísir/Sigurjón Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í gær íslenska landsliðshópinn fyrir leikina tvo í undankeppni EM sem fram fara í næstu. Leikjahæsti landsliðsmaður frá upphafi er ekki í hópnum. Íslenska liðið í leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu ytra fimmtudaginn 23.mars og síðan gegn Liechtenstein sunnudaginn 26.mars. Ísland er að auki í riðli með Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppninni í Þýskalandi á næsta ári. Kári Árnason hefur farið á tvö stórmót með íslenska landsliðinu og þekkir það vel hversu mikilvægt það er að byrja vel í riðlakeppninni. „Það er mjög mikilvægt að byrja þetta vel en það hjálpar okkur ekki að þurfa alltaf að byrja á útivelli og enda á útivelli. Þetta Bosníulið mun veita okkur hörðustu samkeppnina um þetta annað sæti og það væri frábært að byrja á sigra á móti þeim,“ segir Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Gott að hafa menn úr gamla bandinu Hann segir það sé frábært að hafa menn eins og Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson og Sverri Ingason í hópnum fyrir leikina. „Þetta eru menn sem kunna þetta og gríðarlega mikilvægt að fá þá inn í liðið og það er svo sannarlega jákvætt.“ Mikið hefur verið fjallað um fjarveru Alberts Guðmundssonar í landsliðinu en Arnar Þór ræddi við Albert símleiðis fyrir ákvörðun sína og segir hann í yfirlýsingu í dag að hann hafi ekki getað valið Albert í hópinn þar sem leikmaðurinn hafi ekki verið tilbúinn að koma inn í hópinn á forsendum liðsins. „Það er ekkert sem við getum verið að einbeita okkur að og ég veit ekkert hvað hefur farið þeirra á milli. Albert er svo sannarlega, og það vita það allir, gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður en hann hefur ekki beint verið neinn driffjöður fyrir íslenska landsliðið og að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt.“ „Hann er kannski leikmaður sem hentar betur fyrir félagsliðafótbolta. Þessi bolti sem íslenska landsliðið spilar er svolítið öðruvísi. Hann er náttúrlega framherji en hann er ekki þessi týpíska nía sem við erum vanir í Kolla eða Jóni Daða. Þá er tíu hlutverkið eftir eins og staðan er í dag á Hákon það algjörlega. Ég held að fókusinn verði á Hákoni ef við spilum þannig en hins vegar ef við spilum með tvo framherja þá er Albert klárlega í myndinni.“ Kári segist vera bjartsýnn fyrir þessari undankeppni. „Við skulum kalla þetta eins og þetta er, þetta er mjög léttur riðill þannig. Eða annað sætið er algjörlega eitthvað sem við getum tekið þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessari keppni og það verður gaman að sjá hvernig þetta spilast með blöndu þessara gömlu leikmanna innan gæsalappa.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kára. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Íslenska liðið í leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu ytra fimmtudaginn 23.mars og síðan gegn Liechtenstein sunnudaginn 26.mars. Ísland er að auki í riðli með Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppninni í Þýskalandi á næsta ári. Kári Árnason hefur farið á tvö stórmót með íslenska landsliðinu og þekkir það vel hversu mikilvægt það er að byrja vel í riðlakeppninni. „Það er mjög mikilvægt að byrja þetta vel en það hjálpar okkur ekki að þurfa alltaf að byrja á útivelli og enda á útivelli. Þetta Bosníulið mun veita okkur hörðustu samkeppnina um þetta annað sæti og það væri frábært að byrja á sigra á móti þeim,“ segir Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Gott að hafa menn úr gamla bandinu Hann segir það sé frábært að hafa menn eins og Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson og Sverri Ingason í hópnum fyrir leikina. „Þetta eru menn sem kunna þetta og gríðarlega mikilvægt að fá þá inn í liðið og það er svo sannarlega jákvætt.“ Mikið hefur verið fjallað um fjarveru Alberts Guðmundssonar í landsliðinu en Arnar Þór ræddi við Albert símleiðis fyrir ákvörðun sína og segir hann í yfirlýsingu í dag að hann hafi ekki getað valið Albert í hópinn þar sem leikmaðurinn hafi ekki verið tilbúinn að koma inn í hópinn á forsendum liðsins. „Það er ekkert sem við getum verið að einbeita okkur að og ég veit ekkert hvað hefur farið þeirra á milli. Albert er svo sannarlega, og það vita það allir, gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður en hann hefur ekki beint verið neinn driffjöður fyrir íslenska landsliðið og að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt.“ „Hann er kannski leikmaður sem hentar betur fyrir félagsliðafótbolta. Þessi bolti sem íslenska landsliðið spilar er svolítið öðruvísi. Hann er náttúrlega framherji en hann er ekki þessi týpíska nía sem við erum vanir í Kolla eða Jóni Daða. Þá er tíu hlutverkið eftir eins og staðan er í dag á Hákon það algjörlega. Ég held að fókusinn verði á Hákoni ef við spilum þannig en hins vegar ef við spilum með tvo framherja þá er Albert klárlega í myndinni.“ Kári segist vera bjartsýnn fyrir þessari undankeppni. „Við skulum kalla þetta eins og þetta er, þetta er mjög léttur riðill þannig. Eða annað sætið er algjörlega eitthvað sem við getum tekið þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessari keppni og það verður gaman að sjá hvernig þetta spilast með blöndu þessara gömlu leikmanna innan gæsalappa.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kára.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira