Að hjálpa þegar þú þarft á hjálp að halda Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 16. mars 2023 12:01 Þegar við þurfum á því að halda að hlúa að okkur sjálfum á erfiðum tímum, byggja okkur upp andlega og líkamlega er oft mikilvægt að leita sér hjálpar. Fá stuðning og aðstoð bæði frá fólki sínu og sérfræðingum í kringum sig. Það eru algjör forréttindi að geta nálgast bæði líkamlegan og andlegan stuðning og sem betur fer miðar okkur fram á við í samfélaginu í að bjóða upp á slíkan stuðning. Það er hins vegar annað mikilvægt sjónarhorn sem er vert að skoða og beina sjónum okkar að. Sjónarhorn sem snýr að mikilvægi þess að gefa af sér og hjálpa. Þ.e. ávinningnum sem fylgir hjálpsemi, fórnfýsni og framlags. Það kann að hljóma þversagnarkennt að tala um hjálpsemi og fórnfýsni fyrir fólk sem þarfnast aðstoðar. En staðreyndin er sú að með því að tileinka okkur hjálpsemi og fórnfýsni erum við að hjálpa okkur sjálfum í leiðinni. Þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á, að það að gefa af sér og hjálpa öðrum hefur líkamlegan, andlegan og hugrænan ávinning umfram það að þiggja stuðning og hjálp. Rannsóknir hafa kannað áhrif þess að þiggja og gefa aðstoð hjá einstaklingum með líkamlega sjúkdóma. Í rannsókn á hópi af einstaklingum með MS-sjúkdóm var hópnum skipt í tvennt, þar sem annar helmingurinn fékk símtal frá aðila sem sýndi þeim ást, umhyggju og stuðning. Hinn helmingurinn hringdi í einstakling einu sinni í viku þar sem þeir áttu að sýna ást, umhyggju og stuðning til manneskjunnar. Í lok rannsóknarinnar, tveimur árum seinna voru hóparnir skoðaðir og bornir saman á fimm þáttum: vellíðan, sjálfstrausti, líkamlegri virkni, von og þunglyndi. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að þeir sem gáfu af sér í formi símtala voru 8 sinnum heilbrigðari en hinn hópurinn sem fékk símtölin á öllum fimm þáttunum (2). Í rannsókn á einstaklingum með lungnasjúkdóm voru þeir mældir á tveimur þátttum: 1) Hversu mikið þeir fengu ást, stuðning og umhyggju frá öðrum og 2) Hversu mikið þeir gáfu það frá sér til annarra. Það kom í ljós að seinni þátturinn spáði mun betur fyrir um líkamlegan bata og vellíðan heldur en fyrri þátturinn og því meira sem einstaklingurinn gaf af sér því betri var heilsan hans. Þetta átti jafnvel við um einstaklinga sem gátu ekki hreyft sig og voru fastir við skilunarvél (3). Rannsóknir hafa einnig kannað áhrif þess að gefa og þiggja stuðning fyrir fólk með andleg veikindi. Sem dæmi var kannað áhrif þessa að veita stuðning fyrir einstaklinga sem höfðu nýlega misst maka sinn í samanburði við það að fá stuðning. Þeir sem veittu stuðning upplifðu ekkert þunglyndi 6 mánuðum síðar á meðan þeir sem fengu stuðning upplifðu ennþá viðvarandi þunglyndi (4). Að lokum hefur fórnfýsni og framlag verið kannað í hópi af háskólanýnemum. Þar sem það kom í ljós að þeir sem höfðu það að markmiði að gefa af sér í formi einhvers framlags voru betur félagslega staddir, höfðu betri líkamlega heilsu og hugræna frammistöðu í samanburði við þá sem höfðu markmið sem fólst í því að ná árangri (5). Það má halda áfram að telja upp rannsóknir sem sýna fram á ávinninginn sem fylgir því að gefa af sér umfram það að einungis þiggja frá öðrum. Tekið saman hafa rannsóknir sýnt að ávinningurinn sem fylgir gjafmildi, fórnfýsi og framlagi er m.a. betri félagsleg, hugræn og líkamleg frammistaða, meiri persónuleg vellíðan, líkamleg virkni, sjálfstraust, von og minni depurð, lægri blóðþrýstingur, minni dánarhætta, kemur í veg fyrir depurð eftir mikinn missi, aukin skuldbunding og þátttaka starfsmanna á vinnustaðnum og aukning í jákvæðri hegðun, hjálpsemi og hegðun sem stuðlar að félagsfærni og vináttu (1). Það er því mikilvægt að huga sérstaklega að fórnfýsni og hjálpsemi fyrir þann hóp sem þarfnast aðstoðar, því með því að gefa þeim tækifæri til þess að erum við að hjálpa þeim í leiðinni. Höfundur er sálfræðingur, doktorsnemi við sálfræðideild í Háskólanum í Reykjavík og meðeigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Proency. Heimildir: 1) Cameron, K. (2021). Positively energizing leadership: Virtuous actions and relationships that create high performance. Berrett-Koehler Publishers. 2) Schwartz, C., & Sender, R. (1991). Helping others helps oneself: Response shift effects to peer support. Social Science and Medicine, 48 , 1563–1575. 3) Brown, S. L., & Brown, R. M. (2006). Selective investment theory: Recasting the functional significance of close relationships. Psychological Inquiry, 17 , 1–29. Brown, S. L., Nesse, R., Vinokur, A. D., & Smith, D. M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14 , 320–327. 4) Brown, S.L., Nesse, R., Vinokur, A.D., & Smith, D.M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14, 320-327. 5) Crocker, J., & Canevello, A. (2016). Egosystem and ecosystem: Motivational orientation of the self in relation to others. In Brown, K. W., & Leary, M.R. (Eds.), Oxford library of psychology: The Oxford handbook of hypoegoic phenomena (pp. 271- 283). New York, NY: Oxford University Press. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við þurfum á því að halda að hlúa að okkur sjálfum á erfiðum tímum, byggja okkur upp andlega og líkamlega er oft mikilvægt að leita sér hjálpar. Fá stuðning og aðstoð bæði frá fólki sínu og sérfræðingum í kringum sig. Það eru algjör forréttindi að geta nálgast bæði líkamlegan og andlegan stuðning og sem betur fer miðar okkur fram á við í samfélaginu í að bjóða upp á slíkan stuðning. Það er hins vegar annað mikilvægt sjónarhorn sem er vert að skoða og beina sjónum okkar að. Sjónarhorn sem snýr að mikilvægi þess að gefa af sér og hjálpa. Þ.e. ávinningnum sem fylgir hjálpsemi, fórnfýsni og framlags. Það kann að hljóma þversagnarkennt að tala um hjálpsemi og fórnfýsni fyrir fólk sem þarfnast aðstoðar. En staðreyndin er sú að með því að tileinka okkur hjálpsemi og fórnfýsni erum við að hjálpa okkur sjálfum í leiðinni. Þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á, að það að gefa af sér og hjálpa öðrum hefur líkamlegan, andlegan og hugrænan ávinning umfram það að þiggja stuðning og hjálp. Rannsóknir hafa kannað áhrif þess að þiggja og gefa aðstoð hjá einstaklingum með líkamlega sjúkdóma. Í rannsókn á hópi af einstaklingum með MS-sjúkdóm var hópnum skipt í tvennt, þar sem annar helmingurinn fékk símtal frá aðila sem sýndi þeim ást, umhyggju og stuðning. Hinn helmingurinn hringdi í einstakling einu sinni í viku þar sem þeir áttu að sýna ást, umhyggju og stuðning til manneskjunnar. Í lok rannsóknarinnar, tveimur árum seinna voru hóparnir skoðaðir og bornir saman á fimm þáttum: vellíðan, sjálfstrausti, líkamlegri virkni, von og þunglyndi. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að þeir sem gáfu af sér í formi símtala voru 8 sinnum heilbrigðari en hinn hópurinn sem fékk símtölin á öllum fimm þáttunum (2). Í rannsókn á einstaklingum með lungnasjúkdóm voru þeir mældir á tveimur þátttum: 1) Hversu mikið þeir fengu ást, stuðning og umhyggju frá öðrum og 2) Hversu mikið þeir gáfu það frá sér til annarra. Það kom í ljós að seinni þátturinn spáði mun betur fyrir um líkamlegan bata og vellíðan heldur en fyrri þátturinn og því meira sem einstaklingurinn gaf af sér því betri var heilsan hans. Þetta átti jafnvel við um einstaklinga sem gátu ekki hreyft sig og voru fastir við skilunarvél (3). Rannsóknir hafa einnig kannað áhrif þess að gefa og þiggja stuðning fyrir fólk með andleg veikindi. Sem dæmi var kannað áhrif þessa að veita stuðning fyrir einstaklinga sem höfðu nýlega misst maka sinn í samanburði við það að fá stuðning. Þeir sem veittu stuðning upplifðu ekkert þunglyndi 6 mánuðum síðar á meðan þeir sem fengu stuðning upplifðu ennþá viðvarandi þunglyndi (4). Að lokum hefur fórnfýsni og framlag verið kannað í hópi af háskólanýnemum. Þar sem það kom í ljós að þeir sem höfðu það að markmiði að gefa af sér í formi einhvers framlags voru betur félagslega staddir, höfðu betri líkamlega heilsu og hugræna frammistöðu í samanburði við þá sem höfðu markmið sem fólst í því að ná árangri (5). Það má halda áfram að telja upp rannsóknir sem sýna fram á ávinninginn sem fylgir því að gefa af sér umfram það að einungis þiggja frá öðrum. Tekið saman hafa rannsóknir sýnt að ávinningurinn sem fylgir gjafmildi, fórnfýsi og framlagi er m.a. betri félagsleg, hugræn og líkamleg frammistaða, meiri persónuleg vellíðan, líkamleg virkni, sjálfstraust, von og minni depurð, lægri blóðþrýstingur, minni dánarhætta, kemur í veg fyrir depurð eftir mikinn missi, aukin skuldbunding og þátttaka starfsmanna á vinnustaðnum og aukning í jákvæðri hegðun, hjálpsemi og hegðun sem stuðlar að félagsfærni og vináttu (1). Það er því mikilvægt að huga sérstaklega að fórnfýsni og hjálpsemi fyrir þann hóp sem þarfnast aðstoðar, því með því að gefa þeim tækifæri til þess að erum við að hjálpa þeim í leiðinni. Höfundur er sálfræðingur, doktorsnemi við sálfræðideild í Háskólanum í Reykjavík og meðeigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Proency. Heimildir: 1) Cameron, K. (2021). Positively energizing leadership: Virtuous actions and relationships that create high performance. Berrett-Koehler Publishers. 2) Schwartz, C., & Sender, R. (1991). Helping others helps oneself: Response shift effects to peer support. Social Science and Medicine, 48 , 1563–1575. 3) Brown, S. L., & Brown, R. M. (2006). Selective investment theory: Recasting the functional significance of close relationships. Psychological Inquiry, 17 , 1–29. Brown, S. L., Nesse, R., Vinokur, A. D., & Smith, D. M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14 , 320–327. 4) Brown, S.L., Nesse, R., Vinokur, A.D., & Smith, D.M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14, 320-327. 5) Crocker, J., & Canevello, A. (2016). Egosystem and ecosystem: Motivational orientation of the self in relation to others. In Brown, K. W., & Leary, M.R. (Eds.), Oxford library of psychology: The Oxford handbook of hypoegoic phenomena (pp. 271- 283). New York, NY: Oxford University Press.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar