Curry var frábær í liði Golden State en liðið virðist ekki getað unnið útileiki, sama þó einn besti leikmaður deildarinnar eigi stórleik. Hjá Clippers var Kawhi Leonard stigahæstur með 30 stig. Þar á eftir kom Paul George með 24 stig.
Steph dropped 50 PTS on Wednesday night as the Warriors fell in LA.
— NBA (@NBA) March 16, 2023
For more, download the NBA app:
https://t.co/EfGWQh0QrC pic.twitter.com/KK1ADkEbzW
Los Angeles Lakers var án Anthony Davis og LeBron James þegar liðið mætti til Houston. Liðið byrjaði vægast sagt ömurlega og lagði það grunninn að tapi liðsins í leik sem það mátti ekki við að tapa í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, lokatölur 114-110.
Kevin Porter Jr. var stigahæstur hjá Houston með 27 stig en alls skoruðu sjö leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Lakers var Austin Reaves stigahæstur með 24 stig.
Joel Embiid og James Harden voru frábærir í sigri Philadelphia 76ers á Cleveland Cavaliers, 118-109. Embiid skoraði 36 stig og tók 18 fráköst á meðan Harden skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar.
Hjá Cleveland skoraði Caris LeVert 24 stig.
Joel Embiid went OFF in the Sixers W on Wednesday night.
— NBA (@NBA) March 16, 2023
36 PTS
18 REB
3 AST
4 BLK
For more, download the NBA app:
https://t.co/EfGWQh0QrC pic.twitter.com/12FPuul7Ah
Jaylen Brown skoraði 35 stig og Jayson Tatum 22 stig þegar Boston Celtics marði Minnesota Timberwolves, 104-102. Þá vann Sacramento Kings nauman sigur á Chicago Bulls þökk sé sigurkörfu De'Aaron Fox, lokatölur 117-114.
Fox var stigahæstur hjá Kings með 32 stig á meðan Domantas Sabonis var með þrefalda tvennu. 17 fráköst, 14 stig og 10 stoðsendingar. Hjá Bulls var DeMar DeRozan stigahæstur með 33 stig.
DE'AARON FOX CALLED GAME
— NBA (@NBA) March 16, 2023
KINGS WIN IN CHICAGO pic.twitter.com/ZVNNIcaAS9
Önnur úrslit
San Antonio Spurs 128 - 137 Dallas Mavericks
Miami Heat 138 - 119 Memphis Grizzlies
Wednesday night standings
— NBA (@NBA) March 16, 2023
https://t.co/02ml5YIBRq pic.twitter.com/nzZetXzgox