Teitur segir Basile bestan í vetur: „Ég þarf ekkert að rökstyðja það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 23:31 Basile hefur verið hreint út sagt magnaður í liði Njarðvíkur á leiktíðinni. Vísir/Bára Dröfn „Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Að þessu sinni var spurt hvort Keyshawn Woods hentaði úrslitakeppninni, hvort tvíeykið menn vildu frekar, hvaða lið kemst ekki í úrslitakeppni Subway-deildar karla, hver sé besti leikmaður deildarinnar og hvað skiptir mestu máli þegar það eru bara tveir leikir eftir af hefðbundinni deildarkeppni. „Framlengingin“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson spyr sérfræðinga sína – Teit Örlygsson og Hermann Hauksson að þessu sinni – spurninga sem hægt verður að svara og rökræða í 60 sekúndur áður en farið verður yfir í næsta lið. Fyrsta spurning: Er Keyshawn Woods [Tindastóll] leikmaður sem hentar úrslitakeppni? „Já ég held það,“ sagði Teitur einfaldlega. Ástæðan er sú að „hann getur spilað á fullum hraða í 40 mínútur“ og svo „er mjög erfitt að dekka hann.“ Hermann tók í sama streng. Önnur spurning: Hilmar Smári og Giga [Haukar] eða Sigtryggur Arnar og Drungilas [Tindastóll]? Eftir að hugsa sig vel um svaraði Hermann loks: „Eins og staðan er í dag þá myndi ég taka Hilmar og Giga. Búnir að sýna meiri stöðugleika en hinir tveir. Finnst sú tvenna heilla mig á þessu augnabliki. Þetta er ofboðslega erfið spurning.“ „Ég myndi eiginlega taka Giga og Drungilas og fara á barinn með þá,“ sagði Teitur í léttu gríni. Þriðja spurning: Hvaða lið missir af úrslitakeppninni? „Höttur er í fallbaráttu þó liðið eigi enn séns,“ sagði Kjartan Atli áður en sérfræðingarnir fengu að segja sína skoðun. Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Staðan í deildinni.Körfuboltakvöld Fjórða spurning: Hver er BLT [Besti leikmaður tímabilsins]? „Ég segi Dedrick Basile. Ég þarf ekkert að rökstyðja það, hann er búinn að vera frá fyrsta leik besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Teitur. „Fyrir nokkrum leikjum hefði ég sagt Kári en ég er mjög mikið sammála með Basile. Er í liði sem er á toppnum og búinn að vera frábær. Búinn að vera vinna leikina fyrir Njarðvík,“ bætti Hermann við. Fimmta spurning: Hvað skiptir máli á þessu stigi keppninnar? Að lokum vildi Kjartan Atli vita hvort lið væru í alvöru að fórna sigrum á þessum tímapunkti til að reyna fá ákveðin lið í úrslitakeppninni eða hvort þau væru að gíra sig upp með sigrum til að koma á fleygiferð inn í úrslitakeppnina. Svör sérfræðinganna við síðustu spurningunni sem og öllum hinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Teitur segir Basile bestan í vetur: Ég þarf ekkert að rökstyðja það Körfubolti Körfuboltakvöld Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira
„Framlengingin“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson spyr sérfræðinga sína – Teit Örlygsson og Hermann Hauksson að þessu sinni – spurninga sem hægt verður að svara og rökræða í 60 sekúndur áður en farið verður yfir í næsta lið. Fyrsta spurning: Er Keyshawn Woods [Tindastóll] leikmaður sem hentar úrslitakeppni? „Já ég held það,“ sagði Teitur einfaldlega. Ástæðan er sú að „hann getur spilað á fullum hraða í 40 mínútur“ og svo „er mjög erfitt að dekka hann.“ Hermann tók í sama streng. Önnur spurning: Hilmar Smári og Giga [Haukar] eða Sigtryggur Arnar og Drungilas [Tindastóll]? Eftir að hugsa sig vel um svaraði Hermann loks: „Eins og staðan er í dag þá myndi ég taka Hilmar og Giga. Búnir að sýna meiri stöðugleika en hinir tveir. Finnst sú tvenna heilla mig á þessu augnabliki. Þetta er ofboðslega erfið spurning.“ „Ég myndi eiginlega taka Giga og Drungilas og fara á barinn með þá,“ sagði Teitur í léttu gríni. Þriðja spurning: Hvaða lið missir af úrslitakeppninni? „Höttur er í fallbaráttu þó liðið eigi enn séns,“ sagði Kjartan Atli áður en sérfræðingarnir fengu að segja sína skoðun. Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Staðan í deildinni.Körfuboltakvöld Fjórða spurning: Hver er BLT [Besti leikmaður tímabilsins]? „Ég segi Dedrick Basile. Ég þarf ekkert að rökstyðja það, hann er búinn að vera frá fyrsta leik besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Teitur. „Fyrir nokkrum leikjum hefði ég sagt Kári en ég er mjög mikið sammála með Basile. Er í liði sem er á toppnum og búinn að vera frábær. Búinn að vera vinna leikina fyrir Njarðvík,“ bætti Hermann við. Fimmta spurning: Hvað skiptir máli á þessu stigi keppninnar? Að lokum vildi Kjartan Atli vita hvort lið væru í alvöru að fórna sigrum á þessum tímapunkti til að reyna fá ákveðin lið í úrslitakeppninni eða hvort þau væru að gíra sig upp með sigrum til að koma á fleygiferð inn í úrslitakeppnina. Svör sérfræðinganna við síðustu spurningunni sem og öllum hinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Teitur segir Basile bestan í vetur: Ég þarf ekkert að rökstyðja það
Körfubolti Körfuboltakvöld Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira