Tony Knapp er látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2023 13:01 Tony Knapp hleypur hér inn á Villa Park fyrir leik með Southampton á móti Manchester United í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Getty/ V. Fowler Knattspyrnuþjálfarinn Tony Knapp er látinn en hann varð 86 ára gamall. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta komst á kortið undir hans stjórn á áttunda áratugnum og vann sína fyrstu sigra í undankeppnum stórmóta. Knapp er fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en hann þjálfaði liðið á tveimur mismunandi tímum. Knapp tók fyrst við íslenska liðinu árið 1974 og þjálfaði það til 1977. Hann þjálfaði íslenska landsliðið einnig frá 1984 til 1985. Viking-legenden Tony Knapp er død https://t.co/CVExAinm1q— VG Sporten (@vgsporten) March 22, 2023 Undir stjórn Knapp náði íslenska landsliðið einum merkasta sigri í sögu þessa þegar liðið vann 2-1 sigur á Austur-Þýskalandi á Laugardalsvellinum 5. júní 1975. Leikurinn var í undankeppni EM 1976 en íslenska liðið hafði náð jafntefli í útileiknum í október árið áður. Þessi sigur í Laugardalnum fyrir tæpum 48 árum var fyrsti sigur íslenska karlalandsliðsins í undankeppni EM eða HM. Knapp skrifaði líka sögu íslenska landsliðsins í HM því undir hans stjórn vann Ísland sinn fyrsta sigur í undankeppni HM þegar liðið vann 1-0 sigur á Norður-Írlandi 11. júní 1977. Ísland hafði tapað fyrstu tíu leikjum sínum í undankeppni HM þegar Knapp tók við. Þegar Knapp tók aftur við landsliðinu árið 1984 þá vann liðið 1-0 sigur á Wales á Laugardalsvellinum í hans fyrsta leik með liðið. Íslenska landsliðið lék alls 33 leiki undir stjórn Knapp og vann níu þeirra. Knapp var sjálfur leikmaður með liðum eins og Leicester, Southampton og Coventry áður en hann varð þjálfari. Knapp var miðvörður og lengst spilaði hann hjá Southampton eða alls 233 leiki frá 1961 til 1967. Eftir að hann þjálfaði íslenska landsliðið í fyrra skiptið þá fór hann til Noregs og undir hans stjórn vann Viking liðið tvennuna árið 1979. Hann snéri aftur til Noregs eftir að hann hætti með íslenska landsliðið í seinna skiptið og þjálfaði síðast lið Lillesand IL frá 2007 til 2008. Landslið karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Knapp er fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en hann þjálfaði liðið á tveimur mismunandi tímum. Knapp tók fyrst við íslenska liðinu árið 1974 og þjálfaði það til 1977. Hann þjálfaði íslenska landsliðið einnig frá 1984 til 1985. Viking-legenden Tony Knapp er død https://t.co/CVExAinm1q— VG Sporten (@vgsporten) March 22, 2023 Undir stjórn Knapp náði íslenska landsliðið einum merkasta sigri í sögu þessa þegar liðið vann 2-1 sigur á Austur-Þýskalandi á Laugardalsvellinum 5. júní 1975. Leikurinn var í undankeppni EM 1976 en íslenska liðið hafði náð jafntefli í útileiknum í október árið áður. Þessi sigur í Laugardalnum fyrir tæpum 48 árum var fyrsti sigur íslenska karlalandsliðsins í undankeppni EM eða HM. Knapp skrifaði líka sögu íslenska landsliðsins í HM því undir hans stjórn vann Ísland sinn fyrsta sigur í undankeppni HM þegar liðið vann 1-0 sigur á Norður-Írlandi 11. júní 1977. Ísland hafði tapað fyrstu tíu leikjum sínum í undankeppni HM þegar Knapp tók við. Þegar Knapp tók aftur við landsliðinu árið 1984 þá vann liðið 1-0 sigur á Wales á Laugardalsvellinum í hans fyrsta leik með liðið. Íslenska landsliðið lék alls 33 leiki undir stjórn Knapp og vann níu þeirra. Knapp var sjálfur leikmaður með liðum eins og Leicester, Southampton og Coventry áður en hann varð þjálfari. Knapp var miðvörður og lengst spilaði hann hjá Southampton eða alls 233 leiki frá 1961 til 1967. Eftir að hann þjálfaði íslenska landsliðið í fyrra skiptið þá fór hann til Noregs og undir hans stjórn vann Viking liðið tvennuna árið 1979. Hann snéri aftur til Noregs eftir að hann hætti með íslenska landsliðið í seinna skiptið og þjálfaði síðast lið Lillesand IL frá 2007 til 2008.
Landslið karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira