Staðan í makrílviðræðunum Svandís Svavarsdóttir skrifar 22. mars 2023 14:00 Í næstu viku fer fram fundur strandríkja þar sem reynt verður til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu makríls. Stíft hefur verið fundað undanfarið ár undir forystu Breta en þrátt fyrir það hefur lítið miðað áfram. Ísland hefur lagt sig fram um að sýna sveigjanleika og ríkan samningsvilja því að markmið stjórnvalda er að stunda sjálfbærar veiðar úr öllum nytjastofnum. Mikilvægt er að samkomulag um stjórn makrílveiða innihaldi öll strandríki því einungis þannig má stöðva þá ofveiði sem viðgengist hefur úr stofninum allt of lengi. Hlutasamkomulagið sem gert var milli Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja árið 2014 var því í raun marklaust þar sem það innihélt ekki öll strandríkin og hafði því ekki tilætlaðan árangur að koma í veg fyrir ofveiði. Hafi staðan þótt flókin á þeim tíma, þá er hún síst einfaldari nú þar sem tvö strandríki hafa bæst í hópinn, Grænland og Bretland. Marklaust hlutasamkomulag Yfirlýst markmið allra aðila er hið sama, þ.e. að ná samkomulagi sem inniheldur öll strandríkin og ná þar með settu aflamarki niður í 100% af ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Við erum langt frá því að ná því markmiði en einhliða setja ríkin sér nú aflamark sem nemur ríflega 130% af vísindalegri ráðgjöf. Bitur raunveruleikinn er því sá að markmiðið um sjálfbæra nýtingu næst eingöngu ef allir hlutaðeigendur eru tilbúnir til að slá af núverandi kröfugerð. Hlutdeildarkrafa Íslands í makrílstofninum er vel rökstudd; byggð á viðurkenndum vísindalegum gögnum og sett saman í samræmi við ákvæði Úthafsveiðisamnings og Hafréttarsáttmála SÞ. Tilkallið er mikilvægt en það er ábyrg samvinna þjóðanna í fiskveiðum á NA-Atlantshafi einnig. Nýverið kynnti Ísland tillögu að ábyrgri skiptingu þar sem krafa Íslands var lækkuð til þess að reyna að ná samkomulagi. Með því steig Ísland stórt skref til að sýna bæði í orði og á borði hversu mikilvæg sjálfbær nýting er okkur. Því miður hafa önnur strandríki ekki treyst sér til þess að stíga sambærileg skref og því ber mikið á milli. Vegna þessa er ekki ástæða til mikillar bjartsýni um að samkomulag náist í London í næstu viku. Ísland mun ekki axla eitt ábyrgð Þrátt fyrir það þá mun Ísland áfram mæta til leiks með það að markmiði að reyna til hins ítrasta að ná samningum. Þessi langdregna deila má ekki varpa skugga á þá staðreynd að ríkin sem hér mætast við samningaborðið eru í grundvallaratriðum sammála um ábyrga fiskveiðistjórnun og umgengni við náttúruauðlindir. Ísland mun hinsvegar ekki eitt axla ábyrgð. Þó að Ísland hafi tekið marktækt skref í að lækka sína kröfu þá dugar það skammt vegna þess að þrátt fyrir allt er Ísland lítið ríki í makríl. Stærri ríkin hafa aukið mjög kröfur sínar á undanförnum árum og því hlýtur að vera eðlilegt að búast við að þau fylgi fordæmi Íslands og slái af sínum ítrustu kröfum. Í ljósi þess að ástand makrílsstofnsins fer nú versnandi samkvæmt mati vísindamanna er brýnt að sanngjarnt samkomulag náist milli allra strandríkjanna sem allra fyrst því einungis þannig er hægt að tryggja viðgang stofnsins og sjálfbærra veiða til framtíðar. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í næstu viku fer fram fundur strandríkja þar sem reynt verður til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu makríls. Stíft hefur verið fundað undanfarið ár undir forystu Breta en þrátt fyrir það hefur lítið miðað áfram. Ísland hefur lagt sig fram um að sýna sveigjanleika og ríkan samningsvilja því að markmið stjórnvalda er að stunda sjálfbærar veiðar úr öllum nytjastofnum. Mikilvægt er að samkomulag um stjórn makrílveiða innihaldi öll strandríki því einungis þannig má stöðva þá ofveiði sem viðgengist hefur úr stofninum allt of lengi. Hlutasamkomulagið sem gert var milli Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja árið 2014 var því í raun marklaust þar sem það innihélt ekki öll strandríkin og hafði því ekki tilætlaðan árangur að koma í veg fyrir ofveiði. Hafi staðan þótt flókin á þeim tíma, þá er hún síst einfaldari nú þar sem tvö strandríki hafa bæst í hópinn, Grænland og Bretland. Marklaust hlutasamkomulag Yfirlýst markmið allra aðila er hið sama, þ.e. að ná samkomulagi sem inniheldur öll strandríkin og ná þar með settu aflamarki niður í 100% af ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Við erum langt frá því að ná því markmiði en einhliða setja ríkin sér nú aflamark sem nemur ríflega 130% af vísindalegri ráðgjöf. Bitur raunveruleikinn er því sá að markmiðið um sjálfbæra nýtingu næst eingöngu ef allir hlutaðeigendur eru tilbúnir til að slá af núverandi kröfugerð. Hlutdeildarkrafa Íslands í makrílstofninum er vel rökstudd; byggð á viðurkenndum vísindalegum gögnum og sett saman í samræmi við ákvæði Úthafsveiðisamnings og Hafréttarsáttmála SÞ. Tilkallið er mikilvægt en það er ábyrg samvinna þjóðanna í fiskveiðum á NA-Atlantshafi einnig. Nýverið kynnti Ísland tillögu að ábyrgri skiptingu þar sem krafa Íslands var lækkuð til þess að reyna að ná samkomulagi. Með því steig Ísland stórt skref til að sýna bæði í orði og á borði hversu mikilvæg sjálfbær nýting er okkur. Því miður hafa önnur strandríki ekki treyst sér til þess að stíga sambærileg skref og því ber mikið á milli. Vegna þessa er ekki ástæða til mikillar bjartsýni um að samkomulag náist í London í næstu viku. Ísland mun ekki axla eitt ábyrgð Þrátt fyrir það þá mun Ísland áfram mæta til leiks með það að markmiði að reyna til hins ítrasta að ná samningum. Þessi langdregna deila má ekki varpa skugga á þá staðreynd að ríkin sem hér mætast við samningaborðið eru í grundvallaratriðum sammála um ábyrga fiskveiðistjórnun og umgengni við náttúruauðlindir. Ísland mun hinsvegar ekki eitt axla ábyrgð. Þó að Ísland hafi tekið marktækt skref í að lækka sína kröfu þá dugar það skammt vegna þess að þrátt fyrir allt er Ísland lítið ríki í makríl. Stærri ríkin hafa aukið mjög kröfur sínar á undanförnum árum og því hlýtur að vera eðlilegt að búast við að þau fylgi fordæmi Íslands og slái af sínum ítrustu kröfum. Í ljósi þess að ástand makrílsstofnsins fer nú versnandi samkvæmt mati vísindamanna er brýnt að sanngjarnt samkomulag náist milli allra strandríkjanna sem allra fyrst því einungis þannig er hægt að tryggja viðgang stofnsins og sjálfbærra veiða til framtíðar. Höfundur er matvælaráðherra.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun