Ísland er án miðvarðarins Sverris Inga Ingasonar og miðju-/varnarmannsins Arons Einars Gunnarssonar. Vegna þess var því velt upp hvort Guðlaugur Victor myndi leysa miðvörðinn eða vera djúpur á miðjunni.
Hann spilar hins vegar hvoruga stöðuna þar sem hann byrjar í hægri bakverði í kvöld og þá er Arnór Ingvi Traustason djúpur á miðjunni, en hann hefur leikið sem kantmaður stærstan hluta síns ferils.
Rúnar Alex Rúnarsson er í markinu, Daníel Leó Grétarsson og Hörður Björgvin Magnússon manna miðvarðarstöðurnar og Davíð Kristján Ólafsson er í vinstri bakverðinum.
Hákon Arnar Haraldsson og Jóhann Berg Guðmundsson mynda léttleikandi miðju ásamt Arnóri Ingva og þá eru þeir Arnór Sigurðsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Alfreð Finnbogason í fremstu línu.
Markvörður:
1. Rúnar Alex Rúnarsson
Vörn:
3. Davíð Kristján Ólafsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
14. Daníel Leó Grétarsson
23. Hörður Björgvin Magnússon
Miðja:
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Hákon Arnar Haraldsson
21. Arnór Ingvi Traustason
Sókn:
9. Jón Dagur Þorsteinsson
10. Arnór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason
Byrjunarlið Íslands gegn Bosníu og Hersegóvínu!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2023
Bein útsending á Viaplay.
This is how we start our match against Bosnia and Herzegovina in the @EURO2024 qualifiers.#AfturáEM pic.twitter.com/ce8gAMHl1b