Hefur áhyggjur af því að fangelsi landsins séu að fyllast af „barnungum afbrotamönnum“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. mars 2023 17:03 „Ég myndi vilja sjá önnur úrræði en fangelsi og kalla eftir því að fangelsismálayfirvöld og stjórnvöld auki við úrræði og stuðning handa þeim einstaklingum sem fara út af brautinni í sínu lífi,“ sagði Lilja Margrét Olsen, verjandi Gabríels Douane Verjandi Gabríels Douane hefur áhyggjur af þeirri þróun að fangelsi landsins séu að fyllast af barnungum afbrotamönnum og kallar eftir auknum stuðningi og úrræðum stjórnvalda. Þá er hún ósátt við að rúmlega þrítugur karlmaður hafi verið sýknaður í dag af þátttöku sinni í Borgarholtsskólamálinu. Gabríel Douane á að baki langan sakaferil þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur verið sakfelldur fyrir ítrekuð ofbeldisbrot og var í dag dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir þátttöku sína í vopnuðum slagsmálum í Borgarholtsskóla auk tveggja annarra líkamsárása í fangelsinu á Hólmsheiði. Kallar eftir auknum stuðningi og úrræðum stjórnvalda Lilja Margrét Olsen, verjandi Gabríels Douane hefur áhyggjur af þeirri þróun að fangelsi landsins séu að fyllast af barnungum afbrotamönnum. „Ég myndi vilja sjá önnur úrræði en fangelsi og kalla eftir því að fangelsismálayfirvöld og stjórnvöld auki við úrræði og stuðning handa þeim einstaklingum sem fara út af brautinni í sínu lífi,“ sagði Lilja Margrét í samtali við fréttamann í héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem dómur yfir Gabríel Douane var kveðinn upp fyrir stundu. Sá elsti sá eini sem var sýknaður Fjórir karlmenn til viðbótar voru ákærðir í Borgarholtsskólamálinu. Þrír þeirra voru sakfelldir og fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm, en einn var sýknaður. Sá sem var sýknaður er elstur mannanna, rúmlega þrítugur. Hann er bróðir eins mannanna og var ákærður fyrir að hafa ítrekað kýlt sextán ára dreng í höfuð og búk. Lilja Margrét er ósátt við að maðurinn hafi verið sýknaður. „Það kemur verulega á óvart að fullorðir menn sem ekki sækja nám, en koma inn í framhaldsskóla og taka þar þátt í átökum séu sýknaðir af verknaðinum.“ Sagðist hafa verið að aðstoða litla bróður sinn Umræddur eldri bróðir var í nóvember í fyrra sakfelldur fyrir líkamsárás gegn föður sínum. Sú árás átti sér stað í Hafnarfirði þann 29. ágúst árið 2020, en maðurinn réðst inn á heimili foreldra sinna og sló föður sinn ítrekað með hnúajárni. Gabríel Douane var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í dag. Vísir Við aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins sagði maðurinn atburðarrásina hafa verið á þá leið að hann hafi fengið símtal frá yngri bróður sínum sem sagðist hafa orðið fyrir hótunum. Hann hefði beðið stóra bróður um aðstoð. Eldri bróðirinn sagðist því hafa mætt upp í Borgarholtsskóla til að skakka leikinn og ræða við drengina. Að hans sögn datt honum ekki til hugar að til átaka gæti komið, hans ætlun hafi aðeins verið að útkljá málin með samtali. Aðspurður sagði hann því ekki hafa hvarflað að sér að hafa samband við lögreglu. Fljótlega brutust út mikil áflog innan veggja skólans sem bárust einnig út fyrir bygginguna. Vopnum var beitt, svo sem hnífum, kylfum og hnúajárni. Telur ákæruna ekki ná yfir atburðarrásina Lilja vildi ekki tjá sig um hvort að dómurinn yfir Gabríel hefði komið á óvart eða verið í samræmi við það sem hún bjóst við. Hún sagði þó að hún telji ákæruna ekki ná yfir þá atburðarrás sem átti sér stað þennan dag, og bendir á að í Bankastrætismálinu séu mun fleiri ákærðir heldur en í Borgarholtsskólamálinu. „Það voru mun fleiri sem komu að, þó að um verkskipta aðild hafi verið að ræða. Sumir stóðu vörð og annað,“ segir Lilja. Aðspurð um hvernig Gabríel hefði það, sagði Lilja einfaldlega: Það hefur það enginn gott sem er frelsissviptur. Dómsmál Fangelsismál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Gabríel Douane á að baki langan sakaferil þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur verið sakfelldur fyrir ítrekuð ofbeldisbrot og var í dag dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir þátttöku sína í vopnuðum slagsmálum í Borgarholtsskóla auk tveggja annarra líkamsárása í fangelsinu á Hólmsheiði. Kallar eftir auknum stuðningi og úrræðum stjórnvalda Lilja Margrét Olsen, verjandi Gabríels Douane hefur áhyggjur af þeirri þróun að fangelsi landsins séu að fyllast af barnungum afbrotamönnum. „Ég myndi vilja sjá önnur úrræði en fangelsi og kalla eftir því að fangelsismálayfirvöld og stjórnvöld auki við úrræði og stuðning handa þeim einstaklingum sem fara út af brautinni í sínu lífi,“ sagði Lilja Margrét í samtali við fréttamann í héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem dómur yfir Gabríel Douane var kveðinn upp fyrir stundu. Sá elsti sá eini sem var sýknaður Fjórir karlmenn til viðbótar voru ákærðir í Borgarholtsskólamálinu. Þrír þeirra voru sakfelldir og fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm, en einn var sýknaður. Sá sem var sýknaður er elstur mannanna, rúmlega þrítugur. Hann er bróðir eins mannanna og var ákærður fyrir að hafa ítrekað kýlt sextán ára dreng í höfuð og búk. Lilja Margrét er ósátt við að maðurinn hafi verið sýknaður. „Það kemur verulega á óvart að fullorðir menn sem ekki sækja nám, en koma inn í framhaldsskóla og taka þar þátt í átökum séu sýknaðir af verknaðinum.“ Sagðist hafa verið að aðstoða litla bróður sinn Umræddur eldri bróðir var í nóvember í fyrra sakfelldur fyrir líkamsárás gegn föður sínum. Sú árás átti sér stað í Hafnarfirði þann 29. ágúst árið 2020, en maðurinn réðst inn á heimili foreldra sinna og sló föður sinn ítrekað með hnúajárni. Gabríel Douane var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í dag. Vísir Við aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins sagði maðurinn atburðarrásina hafa verið á þá leið að hann hafi fengið símtal frá yngri bróður sínum sem sagðist hafa orðið fyrir hótunum. Hann hefði beðið stóra bróður um aðstoð. Eldri bróðirinn sagðist því hafa mætt upp í Borgarholtsskóla til að skakka leikinn og ræða við drengina. Að hans sögn datt honum ekki til hugar að til átaka gæti komið, hans ætlun hafi aðeins verið að útkljá málin með samtali. Aðspurður sagði hann því ekki hafa hvarflað að sér að hafa samband við lögreglu. Fljótlega brutust út mikil áflog innan veggja skólans sem bárust einnig út fyrir bygginguna. Vopnum var beitt, svo sem hnífum, kylfum og hnúajárni. Telur ákæruna ekki ná yfir atburðarrásina Lilja vildi ekki tjá sig um hvort að dómurinn yfir Gabríel hefði komið á óvart eða verið í samræmi við það sem hún bjóst við. Hún sagði þó að hún telji ákæruna ekki ná yfir þá atburðarrás sem átti sér stað þennan dag, og bendir á að í Bankastrætismálinu séu mun fleiri ákærðir heldur en í Borgarholtsskólamálinu. „Það voru mun fleiri sem komu að, þó að um verkskipta aðild hafi verið að ræða. Sumir stóðu vörð og annað,“ segir Lilja. Aðspurð um hvernig Gabríel hefði það, sagði Lilja einfaldlega: Það hefur það enginn gott sem er frelsissviptur.
Dómsmál Fangelsismál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira