Viðar: Ætli ég verði ekki bara kallaður falldraugurinn en hann „Miracle man“ Árni Jóhannsson skrifar 23. mars 2023 20:22 Viðar Örn gat leyft sér að fagna glæstum sigri í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Höttur frá Egilsstöðum verða með í Subwaydeild karla á næstu leiktíð en sigur Hattar á Breiðablik fyrr í kvöld, 85-98, í 21. umferð deildarinnar staðfesti það. Höttur lék óaðfinnanlega nánast í seinni hálfleik til að sigla sigrinum heim og var þjálfarin liðsins ánægður með sigurinn og sögulegan áfanga fyrir liðið hans. „Tilfinnigin er góð. Markmiði sem búið er að vinna að í langan tíma því er náð og ég er bara hrikalega stoltur af seinni hálfleiknum hérna“, sagði sigurreifur þjálfari Hattar Viðar Örn Hafsteinsson þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri að hafa náð, loksins, að halda Hetti í úrvalsdeild karla í körfubolta. Hann var spurður að því næst hvernig hann náði að snúa við gengi sinna manna en Höttur var undir, 46-36, í hálfleik. „Við bara fórum að vinna eftir planinu varnarlega sem settum upp fyrir leikinn. Við vorum að gefa þeim of mörg sniðskot í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var hriplekur og það var það sem við löguðum. Svo vannst upp stemmning með góðum varnarleik og við náðum góðum sprett í fjórða leikhluta sem reif okkur frá Blikum. Þó við værum að gera gloríur í lokin þá er náttúrlega bara erfitt að gera eitthvað í fyrsta skipti og það er komið. Ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Spretturinn sem Viðar nefnir átti sér stað á tveggja mínútna kafla um miðjan fjórða leikhluta. Þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum þá var staðan 69-69 en þá fór Höttur á mikinn sprett. Skoruðu úr sex þriggja stiga skotum í röð og bættu við tvist að auki og áður en við var litið þá staðan orðin 74-89 fyrir Hetti og fimm mínútur eftir. Viðar var spurður að því hvort það væri hægt að útskýra svona sprengjur. „Þetta var bara varnarleikurinn. Við fórum að vinna saman. Töldum okkur vera búna að kortleggja þá vel og gerðum það líka í fyrri umferðinni. Fengum fleiri stig á okkur í kvöld en í kvöld small þetta.“ Falldraugurinn hefur verið kveðinn niður á Egilsstöðum og var Viðar spurður að því hvort hann væri draugabaninn. „Nei“, sagði Viðar og byrjaði að hlægja áður en hann hélt áfram. „Einar Árni! Þetta er í fyrsta skipti sem Höttur heldur sér í úrvalsdeild og ætli ég verði ekki bara kallaður falldraugurinn en hann „Miracle man“ sko.“ Næst er það að tryggja sér farseðilinn í úrslitakeppnina. „Við þurfum að vonast eftir öðrum úrslitum til þess. Það er ekki í okkar höndum en við eigum einn leik eftir sem við ætlum að vinna á okkar heimavelli. Við þurfum að sjá hvernig fer á morgun en það er draumur einhvers hérna hjá okkur að fá Njarðvík í úrslitakeppni. Vonandi gerist það en ef ekki núna þá bara einhvern tímann. Einhvern tímann er eitthvað fyrst.“ Höttur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Höttur 85-98 | Höttur heldur sæti sínu í deildinni Höttur frá Egilsstöðum mun leika í Subwaydeild karla í körfubolta á næsta tímabili. Það staðfestist í kvöld með sigri þeirra á Breiðlik í Smáranum í kvöld. Það var stigasprenging í fjórða leikhluta sem sigldi sigrinum heim fyrir Hött en leikar enduðu 85-98. 23. mars 2023 20:00 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
„Tilfinnigin er góð. Markmiði sem búið er að vinna að í langan tíma því er náð og ég er bara hrikalega stoltur af seinni hálfleiknum hérna“, sagði sigurreifur þjálfari Hattar Viðar Örn Hafsteinsson þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri að hafa náð, loksins, að halda Hetti í úrvalsdeild karla í körfubolta. Hann var spurður að því næst hvernig hann náði að snúa við gengi sinna manna en Höttur var undir, 46-36, í hálfleik. „Við bara fórum að vinna eftir planinu varnarlega sem settum upp fyrir leikinn. Við vorum að gefa þeim of mörg sniðskot í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var hriplekur og það var það sem við löguðum. Svo vannst upp stemmning með góðum varnarleik og við náðum góðum sprett í fjórða leikhluta sem reif okkur frá Blikum. Þó við værum að gera gloríur í lokin þá er náttúrlega bara erfitt að gera eitthvað í fyrsta skipti og það er komið. Ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Spretturinn sem Viðar nefnir átti sér stað á tveggja mínútna kafla um miðjan fjórða leikhluta. Þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum þá var staðan 69-69 en þá fór Höttur á mikinn sprett. Skoruðu úr sex þriggja stiga skotum í röð og bættu við tvist að auki og áður en við var litið þá staðan orðin 74-89 fyrir Hetti og fimm mínútur eftir. Viðar var spurður að því hvort það væri hægt að útskýra svona sprengjur. „Þetta var bara varnarleikurinn. Við fórum að vinna saman. Töldum okkur vera búna að kortleggja þá vel og gerðum það líka í fyrri umferðinni. Fengum fleiri stig á okkur í kvöld en í kvöld small þetta.“ Falldraugurinn hefur verið kveðinn niður á Egilsstöðum og var Viðar spurður að því hvort hann væri draugabaninn. „Nei“, sagði Viðar og byrjaði að hlægja áður en hann hélt áfram. „Einar Árni! Þetta er í fyrsta skipti sem Höttur heldur sér í úrvalsdeild og ætli ég verði ekki bara kallaður falldraugurinn en hann „Miracle man“ sko.“ Næst er það að tryggja sér farseðilinn í úrslitakeppnina. „Við þurfum að vonast eftir öðrum úrslitum til þess. Það er ekki í okkar höndum en við eigum einn leik eftir sem við ætlum að vinna á okkar heimavelli. Við þurfum að sjá hvernig fer á morgun en það er draumur einhvers hérna hjá okkur að fá Njarðvík í úrslitakeppni. Vonandi gerist það en ef ekki núna þá bara einhvern tímann. Einhvern tímann er eitthvað fyrst.“
Höttur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Höttur 85-98 | Höttur heldur sæti sínu í deildinni Höttur frá Egilsstöðum mun leika í Subwaydeild karla í körfubolta á næsta tímabili. Það staðfestist í kvöld með sigri þeirra á Breiðlik í Smáranum í kvöld. Það var stigasprenging í fjórða leikhluta sem sigldi sigrinum heim fyrir Hött en leikar enduðu 85-98. 23. mars 2023 20:00 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Höttur 85-98 | Höttur heldur sæti sínu í deildinni Höttur frá Egilsstöðum mun leika í Subwaydeild karla í körfubolta á næsta tímabili. Það staðfestist í kvöld með sigri þeirra á Breiðlik í Smáranum í kvöld. Það var stigasprenging í fjórða leikhluta sem sigldi sigrinum heim fyrir Hött en leikar enduðu 85-98. 23. mars 2023 20:00