„Aðal bikarinn er eftir og við stefnum á að halda honum heima“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. mars 2023 22:45 Kristófer Acox var frábær í sigri Vals gegn Njarðvík Vísir/Hulda Margrét Valur valtaði yfir Njarðvík í Ljónagryfjunni 76-101. Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn og Kristófer Acox, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn. „Við vissum af því að með sigri myndum við tryggja okkur deildarmeistaratitilinn en við vorum ekkert að missa okkur yfir því. Við komum inn í þennan leik og ætluðum að spila eins og við hefðum engu að tapa,“ sagði Kristófer Acox og hélt áfram. „Auðvitað er þetta mikill heiður og alltaf gaman að vinna en aðal bikarinn er eftir og við stefnum á að halda honum heima. Við fáum heimavöllinn út úrslitakeppnina og við vitum að það er mikilvægt.“ Kristófer var ánægður með þá staðreynd að hafa landað eina titlinum sem hann átti eftir að vinna sem leikmaður Vals. „Við erum í þessu til að vinna og við viljum vinna allt sem er í boði. Núna erum við komnir með alla bikarana í hús en auðvitað er nýtt og annað mót sem er eftir. Það er mikill körfubolti sem er eftir að spila og við vitum að það verður ekki auðvelt. Við munum hugsa um okkur og reyna vera betri og mér fannst við taka stórt skref í kvöld.“ Kristófer Acox og Maciek Baginski áttu í orðaskiptum í seinni hálfleik. Skömmu síðar tróð Kristófer yfir hann. Kristófer var léttur í svörum og sagðist hafa skotið á hann vegna auglýsingu sem Maciek lék í. „Ég og Maciek Baginski erum góðir félagar og erum búnir að þekkjast lengi og ég var aðeins að skjóta á hann með Sjóvá auglýsingarnar. Það hefur verið stríð milli mín og hans á auglýsingaskiltum út í bæ. Maður sá hann allt í einu á skjánum að taka minn tíma og ég lét hann aðeins heyra það,“ sagði Kristófer Acox í góðu glensi. Valur Subway-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
„Við vissum af því að með sigri myndum við tryggja okkur deildarmeistaratitilinn en við vorum ekkert að missa okkur yfir því. Við komum inn í þennan leik og ætluðum að spila eins og við hefðum engu að tapa,“ sagði Kristófer Acox og hélt áfram. „Auðvitað er þetta mikill heiður og alltaf gaman að vinna en aðal bikarinn er eftir og við stefnum á að halda honum heima. Við fáum heimavöllinn út úrslitakeppnina og við vitum að það er mikilvægt.“ Kristófer var ánægður með þá staðreynd að hafa landað eina titlinum sem hann átti eftir að vinna sem leikmaður Vals. „Við erum í þessu til að vinna og við viljum vinna allt sem er í boði. Núna erum við komnir með alla bikarana í hús en auðvitað er nýtt og annað mót sem er eftir. Það er mikill körfubolti sem er eftir að spila og við vitum að það verður ekki auðvelt. Við munum hugsa um okkur og reyna vera betri og mér fannst við taka stórt skref í kvöld.“ Kristófer Acox og Maciek Baginski áttu í orðaskiptum í seinni hálfleik. Skömmu síðar tróð Kristófer yfir hann. Kristófer var léttur í svörum og sagðist hafa skotið á hann vegna auglýsingu sem Maciek lék í. „Ég og Maciek Baginski erum góðir félagar og erum búnir að þekkjast lengi og ég var aðeins að skjóta á hann með Sjóvá auglýsingarnar. Það hefur verið stríð milli mín og hans á auglýsingaskiltum út í bæ. Maður sá hann allt í einu á skjánum að taka minn tíma og ég lét hann aðeins heyra það,“ sagði Kristófer Acox í góðu glensi.
Valur Subway-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira