Körfubolti

„Eru rjóminn af Íslendingunum“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Valsmönnum gengur vel í körfunni þessa dagana.
Valsmönnum gengur vel í körfunni þessa dagana. Vísir/Hulda Margrét

Frábær samvinna Kára Jónssonar og Kristófers Acox var til umræðu í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld.

Hörður Unnsteinsson stýrði Körfuboltakvöldi í þetta skiptið en gestir hans voru Brynjar Þór Björnsson og Örvar Þór Kristjánsson.

Þeir tóku meðal annars fyrir samvinnu tveggja af, að þeirra mati, bestu íslensku leikmannanna í deildinni; þá Kára Jónsson og Kristófer Acox í Val.

„Þeir eru rjóminn af Íslendingunum í deildinni. Þeirra samband er einstakt, maður sér það á samfélagsmiðlum og maður sér það inn á vellinum. Þeir lifa svolítið af hvor öðrum,“ segir Brynjar Þór.

Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Kára og Kristófer Acox

Tengdar fréttir

Subway Körfuboltakvöld: Þrenna Óla Óla

Ólafur Ólafsson náði þrefaldri tvennu í sigri Grindavíkur gegn Haukum í Subway-deildinni á fimmtudag. Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fóru yfir frammistöðu Ólafs í þætti vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×