Verðbólgan þokast niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2023 09:04 Matvöruverð hefur farið hækkandi undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59 prósent milli mánaða og fer verðbólgan á ársgrundvelli úr 10,2 prósent niður í 9,8 prósent. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2023, er sem stendur í 580,7 stigum, en í maí árið 1988 voru stigin hundrað talsins, og hækkar um 0,59% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 481,9 stig og hækkar um 0,52 prósent frá febrúar 2023. Líkt og sjá má í töflunni hér fyrir neðan hefur vísitala neysluverðs, það sem í daglegu tali er kallað verðbólga, farið hækkandi síðasta árið. Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 0,7 prósent (áhrif á vísitöluna 0,11 prósent), verð á fötum og skóm hækkaði um 4,3 prósent (0,14 prósent) og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,8 prósent (0,15 prósent). Verð á húsgögnum, heimilisbúnaði o.fl. lækkaði um 1,7 prósent (-0,11 prósent). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,8 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 8,6 prósent. Hin þráláta verðbólga hefur meðal annars gert það að verkum að Seðlabankinn hefur keyrt stýrivexti upp nokkuð skarpt undanfarin misseri. Fyrr í mánuðinum var tilkynnt um tólftu stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. Eru þeir nú 7,5 prósent. Lækkunin nú er nokkuð í takt við spár sérfræðinga, sem spáðu því að verðbólgan myndi fara lítillega niður á milli mánaða. Verðlag Fjármál heimilisins Húsnæðismál Íslenskir bankar Efnahagsmál Seðlabankinn Fasteignamarkaður Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2023, er sem stendur í 580,7 stigum, en í maí árið 1988 voru stigin hundrað talsins, og hækkar um 0,59% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 481,9 stig og hækkar um 0,52 prósent frá febrúar 2023. Líkt og sjá má í töflunni hér fyrir neðan hefur vísitala neysluverðs, það sem í daglegu tali er kallað verðbólga, farið hækkandi síðasta árið. Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 0,7 prósent (áhrif á vísitöluna 0,11 prósent), verð á fötum og skóm hækkaði um 4,3 prósent (0,14 prósent) og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,8 prósent (0,15 prósent). Verð á húsgögnum, heimilisbúnaði o.fl. lækkaði um 1,7 prósent (-0,11 prósent). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,8 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 8,6 prósent. Hin þráláta verðbólga hefur meðal annars gert það að verkum að Seðlabankinn hefur keyrt stýrivexti upp nokkuð skarpt undanfarin misseri. Fyrr í mánuðinum var tilkynnt um tólftu stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. Eru þeir nú 7,5 prósent. Lækkunin nú er nokkuð í takt við spár sérfræðinga, sem spáðu því að verðbólgan myndi fara lítillega niður á milli mánaða.
Verðlag Fjármál heimilisins Húsnæðismál Íslenskir bankar Efnahagsmál Seðlabankinn Fasteignamarkaður Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira