Atvinnufrelsi og takmarkandi ákvæði ráðningarsamninga Guðmundur Hólmar Helgason skrifar 28. mars 2023 14:30 Atvinnufrelsi, þ.e. frelsi til að vinna þau störf sem áhugi, menntun og reynsla standa til, er mikilsvert frelsi sem hefur á síðari tímum talist til grundvallarmannréttinda. Frelsi einstaklinga til að nýta starfsgetu sína til öflunar efnislegra verðmæta er undirstaða lífsafkomu flestra og forsenda fjárhagslegs sjálfstæðis. Atvinnufrelsið er verndað af 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Atvinnuréttindi eru nátengd atvinnufrelsinu og hefur stundum verið lýst sem afmörkuðum þætti þess. Í stuttu máli fela atvinnuréttindi í sér heimildir manna til að stunda þau störf sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur og störf sem þeir hafa fengið stjórnvaldsleyfi eða löggildingu til að stunda, og að þeir séu ekki sviptir heimildum til að vinna þau störf sem þeir hafa tekið upp. Með nýtingu atvinnufrelsis geta menn þannig öðlast ákveðin atvinnuréttindi sem metin verða til fjárhagslegra gæða og hafa iðulega verið talin njóta verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar. Takmarkanir atvinnufrelsis geta átt sér stað á mismunandi vegu en hér verður sjónum einkum beint að einkaréttarlegum takmörkunum í ráðningarsamningum. Í gegnum tíðina hafa slík ákvæði verið einu nafni nefnd samkeppnisákvæði. Hugtakið takmarkandi ákvæði (e. restrictive covenants) er að mati höfundar hins vegar betur til þess fallið að lýsa slíkum ákvæðum, enda geta þau falið í sér fjölbreyttar og misíþyngjandi kvaðir. Helstu tegundir takmarkandi ákvæða hér á landi eru annars vegar samkeppnisákvæði og hins vegar viðskiptamannaákvæði. Samkeppnisákvæði takmarka heimildir starfsmanns til að vinna, eftir að ráðningarsambandi lýkur, störf í samkeppni við vinnuveitanda. Viðskiptamannaákvæði leggja hins vegar bann við því að starfsmaður stofni til viðskipta við viðskiptavini vinnuveitanda, að ráðningartíma loknum. Hér á landi hafa takmarkandi ákvæði almennt verið talin heimil og bindandi fyrir aðila. Dómafordæmi sýna að þótt atvinnufrelsið sé varið í 75. gr. stjórnarskrárinnar er aðilum, á grundvelli samningsfrelsis, heimilt að skerða þau réttindi með einkaréttarlegum samningum. Stjórnvöldum ber eftir sem áður, á grundvelli 75. gr. stjórnarskrárinnar, að haga löggjöf þannig að atvinnufrelsi einstaklinga njóti lagaverndar fyrir þungbærum takmörkunum á einkaréttarlegum grundvelli. Með 37. gr. samningalaga nr. 7/1936 hefur löggjafinn leitast við að uppfylla þá skyldu sína. Í ákvæðinu felast tvö sjálfstæð skilyrði, í fyrsta lagi að samkeppnisverndin, sem áskilin er með takmarkandi samningsákvæði, sé innan eðlilegra marka og í annan stað að hún skerði ekki um of atvinnufrelsi þess er tókst skuldbindingin á hendur. Ákvæði 37. gr. samningalaga nær hins vegar ekki til allra tegunda takmarkandi ákvæða, meðal annars áðurnefndra viðskiptamannaákvæða, og því þarf við mat slíkra ákvæða að horfa til hinnar almennu ógildingarreglu 36. gr. samningalaga. Jafnframt er rétt að hafa í huga að bæði þessi ákvæði eru ógildingarreglur, sem fela í sér undantekningu frá meginreglunni um skuldbindingargildi samninga. Við mat á takmarkandi samningsákvæðum er þannig fyrir að fara ákveðinni togstreitu á milli annars vegar meginreglna samningaréttar um skuldbindingargildi samninga og samningsfrelsi og hins vegar hinu stjórnarskrárvarða atvinnufrelsi. Núverandi lagaumhverfi veitir dómstólum því víðtækt mat á gildi takmarkandi ákvæða í ráðningarsamningum, þar sem í lögum er hvergi að finna skýr og afmörkuð viðmið um gildi þeirra. Jafnvel þótt draga megi ákveðnar ályktanir af dómaframkvæmd um lögmæti takmarkandi ákvæða, meðal annars um lengd þeirra og gildissvið, er slíkt engan veginn á allra færi. Afleiðing þess er ógagnsæi sem getur leitt til bágrar stöðu starfsmanna og aukið líkur á ósanngjarnri skerðingu atvinnufrelsis þeirra. Rök með notkun takmarkandi ákvæða eru að þaugera fyrirtækjum kleift að vernda eina mikilvægustu „eign“ sína, mannauð sinn, og að slík ákvæði geti nýst sem hvatning fyrir fyrirtæki til að fjárfesta tíma og fjármunum í starfsmannaþjálfun. Jafnframt hefur því verið haldið fram að slík ákvæði geti stuðlað að aukinni nýsköpun og meiri fjárfestingu, þar sem þau girði fyrir að starfsmenn hverfi til annarra fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Rök gegn notkun takmarkandi ákvæða eru aftur á móti að þau stríði gegn hagsmunum starfsmanna, m.a. með því að takmarka tækifæri þeirra til að nýta þekkingu sína og hæfni. Gagnrýnendur þeirra hafa bent á að á þeim sviðum atvinnulífsins þar sem notkun takmarkandi ákvæða tíðkist megi merkja ákveðin skaðleg áhrif, svo sem samdrátt í launaskriði og nýskráningu fyrirtækja. Þá hefur sömuleiðis verið talið að þau geti haft slæm áhrif á þekkingardreifingu og hreyfanleika starfsfólks, sem geti heft vöxt fyrirtækja og leitt til takmörkunar á framleiðni þeirra. Rök gegn notkun takmarkandi samningsákvæðahafa farið hátt undanfarin ár, bæði vestan- og austanmegin Atlantshafsins. Hvað þetta varðar er áhugavert að líta til nágrannaþjóða okkar Danmerkur og Noregs, í ljósi nálægðar og tengsla þeirra við íslenskt réttarkerfi. Í Noregi voru gerðar heildstæðar breytingar á norskri vinnulöggjöf (n. arbeidsmiljøloven) árið 2015. Þannig voru lögfestar nýjar reglur sem útlista bæði form- og efnisskilyrði takmarkandi samningsákvæða í ráðningarsamningum. Með lagabreytingunum var, auk mun ítarlegri reglna um samkeppnisákvæði, í fyrsta skipti í Noregi kveðið á um viðskiptamanna- og ráðningarákvæði í lögum. Árið 2016 komu til álíka breytingar í Danmörku þegar ný dönsk heildarlöggjöf um takmarkandi ákvæði (d. lov om ansættelsesklausuler) tók gildi, en fyrir innleiðingu laganna höfðu slíkar reglur verið á víð og dreif í dönskum lögum. Líkt og norsku reglurnar, kveða dönsku lögin á um skýr form- og efnisskilyrði takmarkandi ákvæða. Í athugasemdum við frumvörp laganna segir að tilgangur breytinganna sé að skapa hagstæð skilyrði fyrir samfélagslegan vöxt, hreyfanleika launafólks og miðlunar þekkingar, í þágu framleiðni á vinnumarkaði Með framangreindum breytingunum var lagarammi nágrannaþjóða okkar skýrður til muna með það að leiðarljósi að stemma stigu við íþyngjandi notkun takmarkandi ákvæða og auka gagnsæi regluverksins. Nú segir til að mynda í lögum beggja ríkja að hámarkslengd samkeppnisákvæðis sé eitt ár eftir ráðningarslit og að starfsmaður eigi rétt til greiðslu bóta, sem ákvarðast af gildistímabili ákvæðisins og launum starfsmanns við ráðningarslit. Til samanburðar er þriggja ára gildistími samkeppnisákvæðis talinn lögmætur hér á landi samkvæmt nýlegu dómafordæmi Landsréttar í máli nr. 520/2021. Fyrir breytingar í Noregi og Danmörku var lagaumhverfið þar sambærilegt því sem nú er hér á landi. Eru íslensku samningalögin enda að norrænni fyrirmynd og er 37. gr. þar engin undantekning, en ákvæðið hefur staðið nánast óbreytt í samningalögum frá setningu þeirra árið 1936. Fullt tilefni er til að fara að fordæmi nágrannaþjóða okkar og huga að endurskoðun núgildandi laga, með það að markmiði að draga úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um notkun íþyngjandi takmarkandi ákvæða í ráðningarsamningum, þar sem dómstólum hefur verið eftirlátið víðtækt mat á grundvelli breytilegra mælikvarða. Með skýrari lagaramma gæti löggjafinn dregið úr því mótunarvaldi sem dómstólar hafa á þessu sviði og stuðlað að auknum fyrirsjáanleika. Höfundur er lögfræðingur á LEX lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Atvinnufrelsi, þ.e. frelsi til að vinna þau störf sem áhugi, menntun og reynsla standa til, er mikilsvert frelsi sem hefur á síðari tímum talist til grundvallarmannréttinda. Frelsi einstaklinga til að nýta starfsgetu sína til öflunar efnislegra verðmæta er undirstaða lífsafkomu flestra og forsenda fjárhagslegs sjálfstæðis. Atvinnufrelsið er verndað af 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Atvinnuréttindi eru nátengd atvinnufrelsinu og hefur stundum verið lýst sem afmörkuðum þætti þess. Í stuttu máli fela atvinnuréttindi í sér heimildir manna til að stunda þau störf sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur og störf sem þeir hafa fengið stjórnvaldsleyfi eða löggildingu til að stunda, og að þeir séu ekki sviptir heimildum til að vinna þau störf sem þeir hafa tekið upp. Með nýtingu atvinnufrelsis geta menn þannig öðlast ákveðin atvinnuréttindi sem metin verða til fjárhagslegra gæða og hafa iðulega verið talin njóta verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar. Takmarkanir atvinnufrelsis geta átt sér stað á mismunandi vegu en hér verður sjónum einkum beint að einkaréttarlegum takmörkunum í ráðningarsamningum. Í gegnum tíðina hafa slík ákvæði verið einu nafni nefnd samkeppnisákvæði. Hugtakið takmarkandi ákvæði (e. restrictive covenants) er að mati höfundar hins vegar betur til þess fallið að lýsa slíkum ákvæðum, enda geta þau falið í sér fjölbreyttar og misíþyngjandi kvaðir. Helstu tegundir takmarkandi ákvæða hér á landi eru annars vegar samkeppnisákvæði og hins vegar viðskiptamannaákvæði. Samkeppnisákvæði takmarka heimildir starfsmanns til að vinna, eftir að ráðningarsambandi lýkur, störf í samkeppni við vinnuveitanda. Viðskiptamannaákvæði leggja hins vegar bann við því að starfsmaður stofni til viðskipta við viðskiptavini vinnuveitanda, að ráðningartíma loknum. Hér á landi hafa takmarkandi ákvæði almennt verið talin heimil og bindandi fyrir aðila. Dómafordæmi sýna að þótt atvinnufrelsið sé varið í 75. gr. stjórnarskrárinnar er aðilum, á grundvelli samningsfrelsis, heimilt að skerða þau réttindi með einkaréttarlegum samningum. Stjórnvöldum ber eftir sem áður, á grundvelli 75. gr. stjórnarskrárinnar, að haga löggjöf þannig að atvinnufrelsi einstaklinga njóti lagaverndar fyrir þungbærum takmörkunum á einkaréttarlegum grundvelli. Með 37. gr. samningalaga nr. 7/1936 hefur löggjafinn leitast við að uppfylla þá skyldu sína. Í ákvæðinu felast tvö sjálfstæð skilyrði, í fyrsta lagi að samkeppnisverndin, sem áskilin er með takmarkandi samningsákvæði, sé innan eðlilegra marka og í annan stað að hún skerði ekki um of atvinnufrelsi þess er tókst skuldbindingin á hendur. Ákvæði 37. gr. samningalaga nær hins vegar ekki til allra tegunda takmarkandi ákvæða, meðal annars áðurnefndra viðskiptamannaákvæða, og því þarf við mat slíkra ákvæða að horfa til hinnar almennu ógildingarreglu 36. gr. samningalaga. Jafnframt er rétt að hafa í huga að bæði þessi ákvæði eru ógildingarreglur, sem fela í sér undantekningu frá meginreglunni um skuldbindingargildi samninga. Við mat á takmarkandi samningsákvæðum er þannig fyrir að fara ákveðinni togstreitu á milli annars vegar meginreglna samningaréttar um skuldbindingargildi samninga og samningsfrelsi og hins vegar hinu stjórnarskrárvarða atvinnufrelsi. Núverandi lagaumhverfi veitir dómstólum því víðtækt mat á gildi takmarkandi ákvæða í ráðningarsamningum, þar sem í lögum er hvergi að finna skýr og afmörkuð viðmið um gildi þeirra. Jafnvel þótt draga megi ákveðnar ályktanir af dómaframkvæmd um lögmæti takmarkandi ákvæða, meðal annars um lengd þeirra og gildissvið, er slíkt engan veginn á allra færi. Afleiðing þess er ógagnsæi sem getur leitt til bágrar stöðu starfsmanna og aukið líkur á ósanngjarnri skerðingu atvinnufrelsis þeirra. Rök með notkun takmarkandi ákvæða eru að þaugera fyrirtækjum kleift að vernda eina mikilvægustu „eign“ sína, mannauð sinn, og að slík ákvæði geti nýst sem hvatning fyrir fyrirtæki til að fjárfesta tíma og fjármunum í starfsmannaþjálfun. Jafnframt hefur því verið haldið fram að slík ákvæði geti stuðlað að aukinni nýsköpun og meiri fjárfestingu, þar sem þau girði fyrir að starfsmenn hverfi til annarra fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Rök gegn notkun takmarkandi ákvæða eru aftur á móti að þau stríði gegn hagsmunum starfsmanna, m.a. með því að takmarka tækifæri þeirra til að nýta þekkingu sína og hæfni. Gagnrýnendur þeirra hafa bent á að á þeim sviðum atvinnulífsins þar sem notkun takmarkandi ákvæða tíðkist megi merkja ákveðin skaðleg áhrif, svo sem samdrátt í launaskriði og nýskráningu fyrirtækja. Þá hefur sömuleiðis verið talið að þau geti haft slæm áhrif á þekkingardreifingu og hreyfanleika starfsfólks, sem geti heft vöxt fyrirtækja og leitt til takmörkunar á framleiðni þeirra. Rök gegn notkun takmarkandi samningsákvæðahafa farið hátt undanfarin ár, bæði vestan- og austanmegin Atlantshafsins. Hvað þetta varðar er áhugavert að líta til nágrannaþjóða okkar Danmerkur og Noregs, í ljósi nálægðar og tengsla þeirra við íslenskt réttarkerfi. Í Noregi voru gerðar heildstæðar breytingar á norskri vinnulöggjöf (n. arbeidsmiljøloven) árið 2015. Þannig voru lögfestar nýjar reglur sem útlista bæði form- og efnisskilyrði takmarkandi samningsákvæða í ráðningarsamningum. Með lagabreytingunum var, auk mun ítarlegri reglna um samkeppnisákvæði, í fyrsta skipti í Noregi kveðið á um viðskiptamanna- og ráðningarákvæði í lögum. Árið 2016 komu til álíka breytingar í Danmörku þegar ný dönsk heildarlöggjöf um takmarkandi ákvæði (d. lov om ansættelsesklausuler) tók gildi, en fyrir innleiðingu laganna höfðu slíkar reglur verið á víð og dreif í dönskum lögum. Líkt og norsku reglurnar, kveða dönsku lögin á um skýr form- og efnisskilyrði takmarkandi ákvæða. Í athugasemdum við frumvörp laganna segir að tilgangur breytinganna sé að skapa hagstæð skilyrði fyrir samfélagslegan vöxt, hreyfanleika launafólks og miðlunar þekkingar, í þágu framleiðni á vinnumarkaði Með framangreindum breytingunum var lagarammi nágrannaþjóða okkar skýrður til muna með það að leiðarljósi að stemma stigu við íþyngjandi notkun takmarkandi ákvæða og auka gagnsæi regluverksins. Nú segir til að mynda í lögum beggja ríkja að hámarkslengd samkeppnisákvæðis sé eitt ár eftir ráðningarslit og að starfsmaður eigi rétt til greiðslu bóta, sem ákvarðast af gildistímabili ákvæðisins og launum starfsmanns við ráðningarslit. Til samanburðar er þriggja ára gildistími samkeppnisákvæðis talinn lögmætur hér á landi samkvæmt nýlegu dómafordæmi Landsréttar í máli nr. 520/2021. Fyrir breytingar í Noregi og Danmörku var lagaumhverfið þar sambærilegt því sem nú er hér á landi. Eru íslensku samningalögin enda að norrænni fyrirmynd og er 37. gr. þar engin undantekning, en ákvæðið hefur staðið nánast óbreytt í samningalögum frá setningu þeirra árið 1936. Fullt tilefni er til að fara að fordæmi nágrannaþjóða okkar og huga að endurskoðun núgildandi laga, með það að markmiði að draga úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um notkun íþyngjandi takmarkandi ákvæða í ráðningarsamningum, þar sem dómstólum hefur verið eftirlátið víðtækt mat á grundvelli breytilegra mælikvarða. Með skýrari lagaramma gæti löggjafinn dregið úr því mótunarvaldi sem dómstólar hafa á þessu sviði og stuðlað að auknum fyrirsjáanleika. Höfundur er lögfræðingur á LEX lögmannsstofu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar