„Nýsköpun er kraftur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2023 21:53 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra hélt um borð í Tý á Síldarminjarsafninu á Siglufirði í dag. Vísir/Tryggvi Fjárfestahátíðin Norðanátt var haldin í annað sinn á Siglufirði í dag. Nýsköpunarfyrirtæki framtíðarinnar fengu tækifæri til að heilla fjárfesta og óvænt uppákoma tengd áfanga fyrirtækis sem kynnti á hátíðinni á síðasta ári vakti mikla lukku. Hátíðin snýst um að skapa vettvang fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði matar, vatns og orku til að kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum. „Nýsköpun er kraftur og þessi tegund af nýsköpun, auðlindadrifin nýsköpun, þarf enn meiri umræðu og kraft og fjármagn og þess vegna er þessi hátíð sett á laggirnar. Af því að þetta er kannski fjármögnun sem skalast ekki eins auðveldlega upp eins og leikir, hugbúnaður, öpp og annað slíkt og þess vegna þarf að horfa til þessarar nýsköpunar enn betur og við þurfum fjármagn til að láta hlutina gerast,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims sem kemur að skipulagningu Norðanáttar. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, á Siglufirði í dag.Vísir/Tryggvi Hátíðin var haldin í fyrsta sinn á síðasta ári og hafa fyrirtæki sem kynntu sig þar strax náð árangri, eins og kynnt var með óvæntum hætti á hátíðinni í dag. Þannig var bakið á fréttastjóranum Guðmundi Gunnarssyni notað til að undirrita tugmilljóna fjárfestingu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Kea í uppbyggingu á örþörungaframleiðslu Mýsköpunar í Mývatnssveit. „Þannig að við erum komin með þennan fyrsta áfanga, þökk sé í rauninni hátíðinni og öllum þeim stuðningi sem við höfum fengið hér og umfjöllun,“ segir Dagbjört Inga Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Samningurinn skiptir sköpum fyrir framtíð Mýsköpunar, sem vinnur að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi, líkt og fjallað var um á Vísi árið 2021. Fyrirtækið getur nú stigið næsta skref. „Við hefðum ekki getað gert það án þess að hafa þennan pening og það þarf einhvern sem er tilbúinn til að stökkva svolítið út í djúpu laugina. Hafa trú á verkefninu með okkur því að þetta er nýsköpunarverkefn,“ segir Dagbjört Inga. Júlía Katrín Björke og Dagbjört Inga Hafliðadóttit eru potturinn og pannan í rekstri Mýsköpunar.Vísir/Tryggvi Aðalnúmerið var svo þegar frumkvöðlarnir fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sín fyrir fjárfestum í dag. Kynningin fór fram í Síldarminjasafninu á Siglufirði. Þar mætti fortíðin framtíðinni enda fóru kynningarnar á mögulegum stórfyrirtækjum framtíðarinnar fram í gömlum síldarbát, sem voru undirstaða stórfyrirtækja fortíðarinnar, að minnsta kosti í síldarævintýrum Siglufjarðar. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsmálaráðherra, fylgdist grannt með hátíðinni og leist vel á. „Það að vera með allt þetta hugvit á einum stað, þar sem fólk er að tengjast og deila hugmyndum. Bæði því sem hefur gengið vel og illa. Það er svo sannarlega mikilvægur þáttur í því að ná þeim árangri sem við þurfum í loftslagsmálum. Svo er nú ekki verra að vera á Siglufirði,“ sagði Guðlaugur Þór. Nýsköpun Fjallabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00 Fljótandi þörungabrugg í Mývatnssveit lofar góðu Lítið nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit vinnur nú að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi. Það næringaríkasta sem hægt er að rækta, segir framkvæmdastjórinn. 19. nóvember 2021 10:02 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira
Hátíðin snýst um að skapa vettvang fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði matar, vatns og orku til að kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum. „Nýsköpun er kraftur og þessi tegund af nýsköpun, auðlindadrifin nýsköpun, þarf enn meiri umræðu og kraft og fjármagn og þess vegna er þessi hátíð sett á laggirnar. Af því að þetta er kannski fjármögnun sem skalast ekki eins auðveldlega upp eins og leikir, hugbúnaður, öpp og annað slíkt og þess vegna þarf að horfa til þessarar nýsköpunar enn betur og við þurfum fjármagn til að láta hlutina gerast,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims sem kemur að skipulagningu Norðanáttar. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, á Siglufirði í dag.Vísir/Tryggvi Hátíðin var haldin í fyrsta sinn á síðasta ári og hafa fyrirtæki sem kynntu sig þar strax náð árangri, eins og kynnt var með óvæntum hætti á hátíðinni í dag. Þannig var bakið á fréttastjóranum Guðmundi Gunnarssyni notað til að undirrita tugmilljóna fjárfestingu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Kea í uppbyggingu á örþörungaframleiðslu Mýsköpunar í Mývatnssveit. „Þannig að við erum komin með þennan fyrsta áfanga, þökk sé í rauninni hátíðinni og öllum þeim stuðningi sem við höfum fengið hér og umfjöllun,“ segir Dagbjört Inga Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Samningurinn skiptir sköpum fyrir framtíð Mýsköpunar, sem vinnur að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi, líkt og fjallað var um á Vísi árið 2021. Fyrirtækið getur nú stigið næsta skref. „Við hefðum ekki getað gert það án þess að hafa þennan pening og það þarf einhvern sem er tilbúinn til að stökkva svolítið út í djúpu laugina. Hafa trú á verkefninu með okkur því að þetta er nýsköpunarverkefn,“ segir Dagbjört Inga. Júlía Katrín Björke og Dagbjört Inga Hafliðadóttit eru potturinn og pannan í rekstri Mýsköpunar.Vísir/Tryggvi Aðalnúmerið var svo þegar frumkvöðlarnir fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sín fyrir fjárfestum í dag. Kynningin fór fram í Síldarminjasafninu á Siglufirði. Þar mætti fortíðin framtíðinni enda fóru kynningarnar á mögulegum stórfyrirtækjum framtíðarinnar fram í gömlum síldarbát, sem voru undirstaða stórfyrirtækja fortíðarinnar, að minnsta kosti í síldarævintýrum Siglufjarðar. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsmálaráðherra, fylgdist grannt með hátíðinni og leist vel á. „Það að vera með allt þetta hugvit á einum stað, þar sem fólk er að tengjast og deila hugmyndum. Bæði því sem hefur gengið vel og illa. Það er svo sannarlega mikilvægur þáttur í því að ná þeim árangri sem við þurfum í loftslagsmálum. Svo er nú ekki verra að vera á Siglufirði,“ sagði Guðlaugur Þór.
Nýsköpun Fjallabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00 Fljótandi þörungabrugg í Mývatnssveit lofar góðu Lítið nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit vinnur nú að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi. Það næringaríkasta sem hægt er að rækta, segir framkvæmdastjórinn. 19. nóvember 2021 10:02 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira
Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00
Fljótandi þörungabrugg í Mývatnssveit lofar góðu Lítið nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit vinnur nú að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi. Það næringaríkasta sem hægt er að rækta, segir framkvæmdastjórinn. 19. nóvember 2021 10:02