Hver á að taka við landsliðinu? Ingvi Þór Sæmundsson og Sindri Sverrisson skrifa 30. mars 2023 17:00 KSÍ hefur nú hafið leit að arftaka Arnars Þórs Viðarssonar. Vísir Stjórn KSÍ stendur nú frammi fyrir því verkefni að ráða nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið í fótbolta eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í dag. En hvaða þjálfarar koma til greina? Erik Hamrén Svíinn var nýlega rekinn sem þjálfari Álaborgar í Danmörku. Stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2018-20 og var hársbreidd frá því að koma því á EM 2021. Var áður landsliðsþjálfari Svía og hefur orðið landsmeistari í Danmörku og Noregi. Freyr Alexandersson Var aðstoðarmaður Hamréns með landsliðið og í starfsliðinu þegar Heimir Hallgrímsson stýrði því. Þjálfaði kvennalandsliðið á árunum 2013-18 og er í miklum metum innan KSÍ. Er í dag þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni eftir að hafa stýrt liðinu upp úr 1. deild. Arnar Gunnlaugsson Hefur gert frábæra hluti með Víking eftir að hann sneri aftur í þjálfun fyrir nokkrum árum. Undir stjórn Arnars hafa Víkingar einu sinni orðið Íslandsmeistarar og þrisvar sinnum bikarmeistarar. Lék 32 landsleiki á sínum tíma. Óskar Hrafn Þorvaldsson Byrjaði bara í meistaraflokksþjálfun fyrir fimm árum. Kom Gróttu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum, tók svo við Breiðabliki og gerði liðið að Íslandsmeisturum með miklum yfirburðum í fyrra. Lars Lagerbäck Okkar allra besti Lars. Hóf endurreisn íslenska landsliðsins og kom því í átta liða úrslit á EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni. Hefur einnig þjálfað sænska og norska landsliðið en ekki komið að þjálfun landsliða eftir að Arnar sleit samstarfi við hann sumarið 2021. Åge Hareide Einn reyndasti þjálfari Norðurlandanna. Þjálfaði norska landsliðið á árunum 2003-08 og svo það danska 2016-20. Var síðast bráðabirgðaþjálfari Malmö. Helgi Kolviðsson Var aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar með íslenska landsliðið og fór með því á HM 2018. Var svo landsliðsþjálfari Liechtenstein 2018-20. Starfar í dag hjá Pfullendorf í Þýskalandi. Ole Gunnar Solskjær Kannski langsótt en Solskjær er þjálfari á lausu. Stýrði Manchester United á árunum 2018-21 og gerði þar áður góða hluti með Molde í Noregi. Lars Olsen Fyrirliði danska liðsins sem varð Evrópumeistari 1992. Stýrði færeyska landsliðinu um átta ára skeið. Hefur áður verið orðaður við íslenska landsliðið. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Erik Hamrén Svíinn var nýlega rekinn sem þjálfari Álaborgar í Danmörku. Stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2018-20 og var hársbreidd frá því að koma því á EM 2021. Var áður landsliðsþjálfari Svía og hefur orðið landsmeistari í Danmörku og Noregi. Freyr Alexandersson Var aðstoðarmaður Hamréns með landsliðið og í starfsliðinu þegar Heimir Hallgrímsson stýrði því. Þjálfaði kvennalandsliðið á árunum 2013-18 og er í miklum metum innan KSÍ. Er í dag þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni eftir að hafa stýrt liðinu upp úr 1. deild. Arnar Gunnlaugsson Hefur gert frábæra hluti með Víking eftir að hann sneri aftur í þjálfun fyrir nokkrum árum. Undir stjórn Arnars hafa Víkingar einu sinni orðið Íslandsmeistarar og þrisvar sinnum bikarmeistarar. Lék 32 landsleiki á sínum tíma. Óskar Hrafn Þorvaldsson Byrjaði bara í meistaraflokksþjálfun fyrir fimm árum. Kom Gróttu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum, tók svo við Breiðabliki og gerði liðið að Íslandsmeisturum með miklum yfirburðum í fyrra. Lars Lagerbäck Okkar allra besti Lars. Hóf endurreisn íslenska landsliðsins og kom því í átta liða úrslit á EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni. Hefur einnig þjálfað sænska og norska landsliðið en ekki komið að þjálfun landsliða eftir að Arnar sleit samstarfi við hann sumarið 2021. Åge Hareide Einn reyndasti þjálfari Norðurlandanna. Þjálfaði norska landsliðið á árunum 2003-08 og svo það danska 2016-20. Var síðast bráðabirgðaþjálfari Malmö. Helgi Kolviðsson Var aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar með íslenska landsliðið og fór með því á HM 2018. Var svo landsliðsþjálfari Liechtenstein 2018-20. Starfar í dag hjá Pfullendorf í Þýskalandi. Ole Gunnar Solskjær Kannski langsótt en Solskjær er þjálfari á lausu. Stýrði Manchester United á árunum 2018-21 og gerði þar áður góða hluti með Molde í Noregi. Lars Olsen Fyrirliði danska liðsins sem varð Evrópumeistari 1992. Stýrði færeyska landsliðinu um átta ára skeið. Hefur áður verið orðaður við íslenska landsliðið.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira