„Myndu mæta og styðja okkur þó við værum að spila í Kína“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. mars 2023 22:12 Taiwo Badmus átti frábæran leik fyrir Stólana í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Taiwo Hassan Badmus átti frábæran leik þegar Tindastóll vann stórsigur á deildarmeisturum Vals í Subway-deild karla í kvöld. Leikurinn skipti engu máli upp á töfluna að gera en þetta var gríðarlega flottur sigur hjá Stólunum samt sem áður. „Ég er klárlega ánægður með þetta. Við komum inn í leikinn og ætlum að vera agresívir, gera okkur tilbúna fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Badmus eftir leik og bætti við: „Það gerðum við í kvöld.“ „Við ætluðum að nota þennan leik til að vinna í okkur sjálfum. Við ætlum að mæta sterkir inn í úrslitakeppnina og til þess þurfum við að halda dampi sem við gerðum í þessum leik. Við viljum mæta í alla leiki af krafti og við munum gefa sömu orku hvort sem við erum að mæta botnliðinu eða toppliðinu.“ Það munaði aðeins tveimur stigum í hálfleik en Tindastóll var með öll völd á vellinum í seinni hálfleik og keyrði yfir Valsmenn. „Við reyndum að taka stjórn á leiknum og við náðum stjórninni um miðbik þriðja leikhluta,“ sagði Badmus en hann átti einhverja bestu troðslu tímabilsins í fjórða leikhlutanum. „Ég tók bara á loft og tróð boltanum.“ Stuðningsmenn Tindastóls voru frábærir í leiknum og var mikill fjöldi þeirra mættur á Hlíðarenda í kvöld. „Ég elska stuðningsmennina okkar. Þeir styðja okkur og það skiptir engu máli hvar við erum að spila. Þeir myndu mæta og styðja okkur þó við værum að spila í Kína. Okkur þykir vænt um þeirra stuðning,“ sagði Badmus en hann er spenntur fyrir úrslitakeppninni. Tindastóll mætir Keflavík í fyrstu umferð. „Ég upplifði úrslitakeppnina á síðasta tímabili og þá myndaðist frábært andrúmsloft hjá okkur. Vonandi verður það líka núna. Ég vil byggja á þessari frammistöðu fyrir úrslitakeppnina. Mér leið vel og liðinu líka.“ Tindastóll Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 71-98 | Stólarnir skemmdu bikarfögnuð mistaranna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 27 stiga sigur er liðið heimsótti deildarmeistara Vals heim í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 71-98 og Valsmenn taka því við bikarnum eftir erfiðan leik. 30. mars 2023 22:07 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
„Ég er klárlega ánægður með þetta. Við komum inn í leikinn og ætlum að vera agresívir, gera okkur tilbúna fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Badmus eftir leik og bætti við: „Það gerðum við í kvöld.“ „Við ætluðum að nota þennan leik til að vinna í okkur sjálfum. Við ætlum að mæta sterkir inn í úrslitakeppnina og til þess þurfum við að halda dampi sem við gerðum í þessum leik. Við viljum mæta í alla leiki af krafti og við munum gefa sömu orku hvort sem við erum að mæta botnliðinu eða toppliðinu.“ Það munaði aðeins tveimur stigum í hálfleik en Tindastóll var með öll völd á vellinum í seinni hálfleik og keyrði yfir Valsmenn. „Við reyndum að taka stjórn á leiknum og við náðum stjórninni um miðbik þriðja leikhluta,“ sagði Badmus en hann átti einhverja bestu troðslu tímabilsins í fjórða leikhlutanum. „Ég tók bara á loft og tróð boltanum.“ Stuðningsmenn Tindastóls voru frábærir í leiknum og var mikill fjöldi þeirra mættur á Hlíðarenda í kvöld. „Ég elska stuðningsmennina okkar. Þeir styðja okkur og það skiptir engu máli hvar við erum að spila. Þeir myndu mæta og styðja okkur þó við værum að spila í Kína. Okkur þykir vænt um þeirra stuðning,“ sagði Badmus en hann er spenntur fyrir úrslitakeppninni. Tindastóll mætir Keflavík í fyrstu umferð. „Ég upplifði úrslitakeppnina á síðasta tímabili og þá myndaðist frábært andrúmsloft hjá okkur. Vonandi verður það líka núna. Ég vil byggja á þessari frammistöðu fyrir úrslitakeppnina. Mér leið vel og liðinu líka.“
Tindastóll Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 71-98 | Stólarnir skemmdu bikarfögnuð mistaranna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 27 stiga sigur er liðið heimsótti deildarmeistara Vals heim í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 71-98 og Valsmenn taka því við bikarnum eftir erfiðan leik. 30. mars 2023 22:07 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 71-98 | Stólarnir skemmdu bikarfögnuð mistaranna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 27 stiga sigur er liðið heimsótti deildarmeistara Vals heim í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 71-98 og Valsmenn taka því við bikarnum eftir erfiðan leik. 30. mars 2023 22:07
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum