Vegagerðin leggst alfarið gegn frumvarpi um lækkun hámarkshraða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2023 10:32 Vegagerðin segir mikilvægt að ákvörðunarvaldið um hámarkshraða liggi hjá stofnuninni. Vísir/Egill Vegagerðin setur sig alfarið upp á móti þeim breytingum sem finna má í frumvarpi þingmanna Pírata og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um lækkun hámarkshraða. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að hámarkshraði í vistgötum og afmörkuðum bifreiðastæðum verði 10 km/klst í stað 15 km/klst og að almennur hámarkshraði innan þéttbýlis verði 30 km/klst í stað 50 km/klst. Þá er einnig lagt til að ákvæði umferðarlaga sem kveður á um heimild til að hækka hámarkshraða upp í allt að 110 km/klst við ákveðnar aðstæður verði fellt úr lögum og að sveitarstjórnum verði falið að ákveða hámarkshraða á þjóðvegum innan þéttbýlis að fengnu samþykki lögreglu og Vegagerðarinnar. Í umsögn Vegagerðarinnar segir meðal annars að útfrá öryggissjónarmiðum sé ekki tilefni til að lækka hámarkshraða í vistgötum og á afmörkuðum bifreiðastæðum í 10 km/klst. Þá segir um lækkun almenns hámarkshraða innan þéttbýlis í 30 km/klst að þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu séu meginstofnæðar sem þurfi að geta afkastað miklu umferðarmagni á sem skemmstum tíma. Lækkun á umferðarhraða gæti haft í för með sér truflun á samgöngum með tilheyrandi kostnaði og tímatapi. Mikilvægt sé að ákvörðun um leyfilegan hámarkshraða miðist við hlutverk viðkomandi vegar. Í þessu samhengi er einnig komið inn á þátt ökumanna: „Mikilvægt er að vegfarendur fylgi settum hraðamörkum og til þess að svo verði er grundvallaratriði að þau séu í samræmi við gerð vegar og umhverfi hans þannig að vegfarendum finnist leyfilegur hámarkshraði trúverðugur og sanngjarn og telji því eðlilegt að virða hraðamörkin. Þekkt er að þolinmæði og hegðun ökumanna og vilji til að aka á lægri hraða langar vegalengdir er takmarkaður. Því getur verið nauðsynlegt að hafa valkosti fyrir ökumenn að aka leiðir sem eru með hærri ökuhraða við öruggar aðstæður fyrir aðra vegfarendahópa. Verstu aðstæður eru ef hámarkshraði er lækkaður þar sem ólíkum vegfarendahópum er blandað saman en raunverulegur hraði ökutækja lækkar ekki til samræmis við leyfilegan hámarkshraða. Það getur valdið meiri slysahættu en áður.“ Um heimild til að hækka hámarkshraða í 110 km/klst segir að engir vegir á Íslandi uppfylli skilyrði til að geta kallast hraðbrautir og því hafi ekki komið til greina hingað til að nýta heimildina. Þetta gæti hins vegar breyst og því sé ekki ástæða til að fella heimildina úr gildi. Um ákvörðunarvald um hámarkshraða segir Vegagerðin ákvörðun um hámarkshraða nátengda veghaldi. Tillaga frumvarpsins gangi gegn núverandi stefnu um að vegahaldari beri ábyrgð á öryggi umferðar, ástandi og merkingu vega. „Vegagerðin ber sem veghaldari ábyrgð á öryggi umferðar á þjóðvegum á milli þéttbýlisstaða og sveitarfélaga og þannig á samgöngum á landsvísu. Þannig ber Vegagerðin ábyrgð á virkni vega í stærra samhengi en sveitarfélög innan síns sveitarfélags. Mikilvægt er því að Vegagerðin hafi ábyrgð á og fari með ákvörðunarvald um hámarkshraða á þeim vegum sem hún ber ábyrgð á,“ segir í umsögninni. Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að hámarkshraði í vistgötum og afmörkuðum bifreiðastæðum verði 10 km/klst í stað 15 km/klst og að almennur hámarkshraði innan þéttbýlis verði 30 km/klst í stað 50 km/klst. Þá er einnig lagt til að ákvæði umferðarlaga sem kveður á um heimild til að hækka hámarkshraða upp í allt að 110 km/klst við ákveðnar aðstæður verði fellt úr lögum og að sveitarstjórnum verði falið að ákveða hámarkshraða á þjóðvegum innan þéttbýlis að fengnu samþykki lögreglu og Vegagerðarinnar. Í umsögn Vegagerðarinnar segir meðal annars að útfrá öryggissjónarmiðum sé ekki tilefni til að lækka hámarkshraða í vistgötum og á afmörkuðum bifreiðastæðum í 10 km/klst. Þá segir um lækkun almenns hámarkshraða innan þéttbýlis í 30 km/klst að þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu séu meginstofnæðar sem þurfi að geta afkastað miklu umferðarmagni á sem skemmstum tíma. Lækkun á umferðarhraða gæti haft í för með sér truflun á samgöngum með tilheyrandi kostnaði og tímatapi. Mikilvægt sé að ákvörðun um leyfilegan hámarkshraða miðist við hlutverk viðkomandi vegar. Í þessu samhengi er einnig komið inn á þátt ökumanna: „Mikilvægt er að vegfarendur fylgi settum hraðamörkum og til þess að svo verði er grundvallaratriði að þau séu í samræmi við gerð vegar og umhverfi hans þannig að vegfarendum finnist leyfilegur hámarkshraði trúverðugur og sanngjarn og telji því eðlilegt að virða hraðamörkin. Þekkt er að þolinmæði og hegðun ökumanna og vilji til að aka á lægri hraða langar vegalengdir er takmarkaður. Því getur verið nauðsynlegt að hafa valkosti fyrir ökumenn að aka leiðir sem eru með hærri ökuhraða við öruggar aðstæður fyrir aðra vegfarendahópa. Verstu aðstæður eru ef hámarkshraði er lækkaður þar sem ólíkum vegfarendahópum er blandað saman en raunverulegur hraði ökutækja lækkar ekki til samræmis við leyfilegan hámarkshraða. Það getur valdið meiri slysahættu en áður.“ Um heimild til að hækka hámarkshraða í 110 km/klst segir að engir vegir á Íslandi uppfylli skilyrði til að geta kallast hraðbrautir og því hafi ekki komið til greina hingað til að nýta heimildina. Þetta gæti hins vegar breyst og því sé ekki ástæða til að fella heimildina úr gildi. Um ákvörðunarvald um hámarkshraða segir Vegagerðin ákvörðun um hámarkshraða nátengda veghaldi. Tillaga frumvarpsins gangi gegn núverandi stefnu um að vegahaldari beri ábyrgð á öryggi umferðar, ástandi og merkingu vega. „Vegagerðin ber sem veghaldari ábyrgð á öryggi umferðar á þjóðvegum á milli þéttbýlisstaða og sveitarfélaga og þannig á samgöngum á landsvísu. Þannig ber Vegagerðin ábyrgð á virkni vega í stærra samhengi en sveitarfélög innan síns sveitarfélags. Mikilvægt er því að Vegagerðin hafi ábyrgð á og fari með ákvörðunarvald um hámarkshraða á þeim vegum sem hún ber ábyrgð á,“ segir í umsögninni.
Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira