„Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2023 13:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir segir að tilskipunin verði ekki innleidd eins og hún nú liggur fyrir. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að Evrópusambandið sé farið að átta sig á sérstöðu Íslands í flugsamgöngum. Hún segir ljóst að Ísland muni ekki taka tilskipun sambandsins um loftslagsskatta upp óbreytta. Lilja fundaði með fulltrúa Evrópusambands í Brussel í vikunni og ræddi fyrirhugaðar breytingar á núgildandi löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins um losunarheimildir fyrir flug. Áætlun sambandsins miðar að því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa. Alþingismenn hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. „Mitt markmið var að skýra út frekar sérstöðu Íslands og landfræðilega legu. Það er alveg ljóst að við erum fjær Evrópu en samgöngur innan Evrópu. Og það er þannig að þessi aukna skattheimta hún leggst þyngra á þá staði sem eru fjarri hjarta Evrópu. Ég tel að það sem sé að gerast í þessu máli sé að skilningur sé að aukast og við auðvitað fögnum því. Það er þannig að Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun eins og hún liggur fyrir nú.“ „Hreinlega ekki búið að taka tillit“ Hún telur að ábendingar og varnaðarorð íslenskra ráðamanna hafi strax komið sér til skila. „Hjá framkvæmdastjórninni er það þannig að það var bara hreinlega ekki búið að taka tillit til þessara þátta. Og þá er það auðvitað okkar hlutverk að koma og skýra og gera grein fyrir þjóðhagslegu mikilvægi flugsins á Íslandi. Við höfum verið með tengiflugið í áratugi og með þessu tengiflugi eru auðvitað flugsamgöngur mun betri á Íslandi og við auðvitað erum að koma vöru og þjónustu mun greiðar inn á okkar markaði,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður segir nýjar reglur Evrópusambandsins um að sporna gegn mengun vegna flugsamgangna rústa samkeppnisstöðu Íslands. Hann segir svör ESB einkennast af óvirðingu. Ríkisstjórnin verði að standa á sínu. 25. mars 2023 23:07 Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. 22. mars 2023 10:57 Jafnar byrðar – ekki undanþágur Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. 31. mars 2023 08:31 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Lilja fundaði með fulltrúa Evrópusambands í Brussel í vikunni og ræddi fyrirhugaðar breytingar á núgildandi löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins um losunarheimildir fyrir flug. Áætlun sambandsins miðar að því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa. Alþingismenn hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. „Mitt markmið var að skýra út frekar sérstöðu Íslands og landfræðilega legu. Það er alveg ljóst að við erum fjær Evrópu en samgöngur innan Evrópu. Og það er þannig að þessi aukna skattheimta hún leggst þyngra á þá staði sem eru fjarri hjarta Evrópu. Ég tel að það sem sé að gerast í þessu máli sé að skilningur sé að aukast og við auðvitað fögnum því. Það er þannig að Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun eins og hún liggur fyrir nú.“ „Hreinlega ekki búið að taka tillit“ Hún telur að ábendingar og varnaðarorð íslenskra ráðamanna hafi strax komið sér til skila. „Hjá framkvæmdastjórninni er það þannig að það var bara hreinlega ekki búið að taka tillit til þessara þátta. Og þá er það auðvitað okkar hlutverk að koma og skýra og gera grein fyrir þjóðhagslegu mikilvægi flugsins á Íslandi. Við höfum verið með tengiflugið í áratugi og með þessu tengiflugi eru auðvitað flugsamgöngur mun betri á Íslandi og við auðvitað erum að koma vöru og þjónustu mun greiðar inn á okkar markaði,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður segir nýjar reglur Evrópusambandsins um að sporna gegn mengun vegna flugsamgangna rústa samkeppnisstöðu Íslands. Hann segir svör ESB einkennast af óvirðingu. Ríkisstjórnin verði að standa á sínu. 25. mars 2023 23:07 Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. 22. mars 2023 10:57 Jafnar byrðar – ekki undanþágur Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. 31. mars 2023 08:31 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður segir nýjar reglur Evrópusambandsins um að sporna gegn mengun vegna flugsamgangna rústa samkeppnisstöðu Íslands. Hann segir svör ESB einkennast af óvirðingu. Ríkisstjórnin verði að standa á sínu. 25. mars 2023 23:07
Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. 22. mars 2023 10:57
Jafnar byrðar – ekki undanþágur Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. 31. mars 2023 08:31