Edda hætt á Heimildinni Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 08:37 Edda Falak greindi ritstjórn Heimildarinnar nýlega frá því að hún hafi ekki lýst með réttum hætti stöðu sinni gagnvart tilteknum fyrirtækjum á sviði fjármála þegar hún bjó í Danmörku í viðtölum fyrir tveimur árum. Vísir/Vilhelm Edda Falak lét af störfum á fjölmiðlinum Heimildinni í síðustu viku. Nýlega tilkynnti hún stjórnendum miðilsins að hún hefði ekki sagt rétt frá starfsferli sínum erlendis. Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóra Heimildarinnar, staðfestir við Vísi að Edda hafi látið af störfum í síðustu viku. Stjórnendur miðilsins ætli ekki að tjá sig frekar um brotthvarf hennar. DV taldi sig hafa heimildir fyrir því að Edda væri hætt fjölmiðlinum í gær. Heimildin greindi frá því í tilkynningu föstudaginn 24. mars að Edda hefði upplýst ritstjórnina um að hún hefði ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt í viðtölum fyrir tveimur árum. Þá sagði miðillinn að starfsferill hennar hefði ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. Edda vakti fyrst athygli fyrir hlaðvarpið Eigin konur þar sem hún ræddi við konur sem lýsti upplifun sinni af kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Hún átti að hefja nýjan þátt hjá Heimildinni í síðasta mánuði. Yfirlýsing Heimildarinnar um starfsferil Eddu kom í kjölfar þess að Frosti Logason, fjölmiðlamaður, sakaði hana um að hafa logið um starfsferil sinn í Danmörku. Fyrrverandi kærasta Frosta hafði komið fram í þætti Eddu. Þar lýsti hún meðal annars að hann hefði tekið nektarmyndir af henni og hótað að birta þær. Fyrst eftir viðtalið sagðist Frosti axla ábyrgð en nýlega tók hann fram að hann hefði aldrei gengist við öllum ásökunum konunnar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Eddu til að greiða móður konu sem hún ræddi við í þættinum Eigin konum 400.000 krónur í miskabætur og 900.000 krónur í málskostnað fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs móðurinnar í síðustu viku. Edda spilaði hljóðupptökur sem viðmælandinn tók upp af samtölum við móður sína í þættinum. Konan sakaði móður sína um andlegt ofbeldi. Eva Hauksdóttir, lögmaður Frosta, skrifaði grein á Vísi í morgun þar sem hún sakaði Eddu um ritstuld í meistararitgerð sinni. Kallaði hún Eddu jafnframt „ofbeldisblaðamann“. Sakaði hún fyrrverandi kærustu Froseta um að „koma fram hefndum“ gegn honum í þætti Eddu vegna „tíu ára gamalla misgjörða“ hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar MeToo Vistaskipti Tengdar fréttir Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann. 25. mars 2023 13:03 Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóra Heimildarinnar, staðfestir við Vísi að Edda hafi látið af störfum í síðustu viku. Stjórnendur miðilsins ætli ekki að tjá sig frekar um brotthvarf hennar. DV taldi sig hafa heimildir fyrir því að Edda væri hætt fjölmiðlinum í gær. Heimildin greindi frá því í tilkynningu föstudaginn 24. mars að Edda hefði upplýst ritstjórnina um að hún hefði ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt í viðtölum fyrir tveimur árum. Þá sagði miðillinn að starfsferill hennar hefði ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. Edda vakti fyrst athygli fyrir hlaðvarpið Eigin konur þar sem hún ræddi við konur sem lýsti upplifun sinni af kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Hún átti að hefja nýjan þátt hjá Heimildinni í síðasta mánuði. Yfirlýsing Heimildarinnar um starfsferil Eddu kom í kjölfar þess að Frosti Logason, fjölmiðlamaður, sakaði hana um að hafa logið um starfsferil sinn í Danmörku. Fyrrverandi kærasta Frosta hafði komið fram í þætti Eddu. Þar lýsti hún meðal annars að hann hefði tekið nektarmyndir af henni og hótað að birta þær. Fyrst eftir viðtalið sagðist Frosti axla ábyrgð en nýlega tók hann fram að hann hefði aldrei gengist við öllum ásökunum konunnar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Eddu til að greiða móður konu sem hún ræddi við í þættinum Eigin konum 400.000 krónur í miskabætur og 900.000 krónur í málskostnað fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs móðurinnar í síðustu viku. Edda spilaði hljóðupptökur sem viðmælandinn tók upp af samtölum við móður sína í þættinum. Konan sakaði móður sína um andlegt ofbeldi. Eva Hauksdóttir, lögmaður Frosta, skrifaði grein á Vísi í morgun þar sem hún sakaði Eddu um ritstuld í meistararitgerð sinni. Kallaði hún Eddu jafnframt „ofbeldisblaðamann“. Sakaði hún fyrrverandi kærustu Froseta um að „koma fram hefndum“ gegn honum í þætti Eddu vegna „tíu ára gamalla misgjörða“ hans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar MeToo Vistaskipti Tengdar fréttir Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann. 25. mars 2023 13:03 Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann. 25. mars 2023 13:03
Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41