Hitam(ál) – Hvað er málið með álið? Elísa Arna Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2023 14:01 Framkvæmdastjóri Landverndar, Auður Önnu Magnúsdóttir, birti nýverið greinina Íslenska leiðin – nær heimsmet í lélegri frammistöðu. Í greininni varpar Auður meðal annars fram þeirri fullyrðingu að langstærsti hluti framleiddrar raforku hér á landi, eða um 64%, fari til álveranna. Í kjölfarið bendir hún á að vel sé hægt að skapa mikil verðmæti í öðrum geirum sem útheimta ekki jafnmikla raforku, til að mynda í hugverkaiðnaðinum. Þessi orðræða kann að hljóma eins og kunnuglegt stef, enda í samræmi við sýn Landverndar á hvernig ná megi markmiðum stjórnvalda í umhverfis- og loftslagsmálum en sú sýn byggist á þeirri forsendu að orkunotkun til stóriðju dragist saman um 50%. Til hvers allt þetta ál? Margar greinargóðar ástæður liggja að baki. Sú augljósasta grundvallast ef til vill á hinu einfalda lögmáli um framboð og eftirspurn. Vegna aukinnar eftirspurnar eftir áli hefur framleiðsla þess meira en tvöfaldast á síðustu 30 árum. Þá liggur auk þess fyrir að álframleiðsla í heiminum öllum er ekki á undanhaldi en áætlað er að eftirspurnin muni aukast um 40% á árunum 2020 til 2030. Spurningin er því ekki hvort álframleiðsla muni aukast, heldur hvar aukin framleiðsla mun eiga sér stað. Áætlað er að bróðurpartur aukinnar álframleiðslu muni fara fram í Asíu, eða um 63%, og þá einna helst í Kína sem talið er að muni standa undir 37% framleiðslunnar.[1] Þessar spár ættu ekki að koma spánskt fyrir sjónir en hlutdeild Kína í álframleiðslu heimsins er nú næstum 60% og hefur aukist um nær 50 prósentustig frá aldamótunum. Á sama tíma hefur álframleiðsla sem hlutfall af landsframleiðslu dregist saman í flestum heimsálfum, nema Asíu. Þessi þróun kann þó ekki góðri lukku að stýra enda álframleiðsla í Kína nær alfarið knúin með raforku sem framleidd er úr kolum. Íslenskt ál er aftur á móti framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum. Af þeim sökum er um áttfaldur munur á losun gróðurhúsalofttegunda við hefðbundna álframleiðslu hér á landi samanborið við Kína. Þróun síðustu ára hefur þannig orðið til þess að álframleiðsla knúin áfram með raforku úr kolum hefur tvöfaldast á síðustu 40 árum með tilheyrandi neikvæðum áhrifum. Til að setja hlutina í samhengi þá myndi losun koltvísýrings dragast saman sem nemur losun vegna álframleiðslu hér á landi í rúma öld, eða 122 ár, ef allt ál í heiminum væri framleitt með sama hætti og hér. Það er engum blöðum um það að fletta að loftslagsmál eru ekki staðbundin. Hnattræn markmið um kolefnishlutleysi eru grundvöllur baráttunnar við loftslagsbreytingar og því brýnt að staðsetja orkufrekan iðnað þar sem aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum er gott. Afleiðingar þess að draga úr álframleiðslu hér á landi yrðu neikvæðar fyrir loftslagsmarkmið á heimsvísu. Bjargráð en ekki bjarnargreiði Í umræðunni um álframleiðslu hefur lítið farið fyrir þeirri staðreynd að rúmlega 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið er enn í notkun. Ál er meðal þeirra málma sem eru mest endurunnir og er t.a.m. endurvinnsluhlutfall drykkjardósa hér á landi um 94%. Af þessum sökum er jafnan talað um álið sem grænan málm. Auk þess er mikill fjárhagslegur og umhverfislegur hvati til endurvinnslu áls þar sem endurvinnslan útheimtir einungis um 5% af orkunni sem fór í framleiðsluferlið. Álið gerir okkur jafnframt kleift að draga úr orkunotkun, gróðurhúsalofttegundum og sóun. Til að mynda er unnt að einangra byggingar með áli og minnka þannig orkunotkun sem og lengja endingartíma matvæla með álumbúðum. Með álinu er auk þess mögulegt að létta flugvélar og bíla ásamt því að styrkja og lengja líftíma farartækja sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda, en forsendur sviðsmyndar Landverndar gera einmitt ráð fyrir að orkunýtni flugvéla batni um 50% á 20 árum. Ólíklegt er að þær forsendur raungerist ef áli er ekki til að skipta. Forsenda Landverndar um samdrátt í orkunotkun til stóriðju kemur því líklega í veg fyrir áherslu sömu samtaka um aukna orkunýtni flugvéla. Álframleiðsla hér á landi er því sannarlega hluti af lausninni þegar kemur að því að ná farsælu jafnvægi milli umhverfis- og samfélagslegra þátta á heimsvísu. Efnahagslegur ávinningur álframleiðslunnar hér á landi er þó ekki síður mikilvægur. Frá því að framleiðsla áls hófst hér á landi árið 1969 hefur hlutur áls í vöruútflutningi margfaldast en álið stóð undir um 40% af verðmæti alls vöruútflutnings í fyrra. Áliðnaðurinn gegnir þar af leiðandi lykilhlutverki í íslensku atvinnulífi og gerir útflutninginn fjölbreyttari á sama tíma og hann stuðlar að stöðugra gengi. Þá er óupptalin sú staðreynd að álverin skapa um 1.500 störf en auk þess má gera ráð fyrir að um 4.600 manns hafi framfæri sitt af álframleiðslu með beinum hætti samkvæmt Hagfræðistofnun. Það gefur auga leið að íslenskur áliðnaður hefur ekki aðeins reynst þjóðinni gríðarleg búbót, en auk þess hefur iðnaðurinn skapað sér mikilvægan sess í landamæralausri baráttu við umhverfis- og loftslagsvána. Samdráttur íslenskrar álframleiðslu er til þess fallinn að hægja á framvindu sameiginlegs markmiðs jarðarbúa um algert kolefnishlutleysi. Þannig eru hugmyndir um takmörkun á stóriðju hér á landi annars vegar og samdrátt í losun á heimsvísu hins vegar einfaldlega ósamrýmanlegar. Hagfræðingur Viðskiptaráðs [1] International Aluminium Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áliðnaður Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landverndar, Auður Önnu Magnúsdóttir, birti nýverið greinina Íslenska leiðin – nær heimsmet í lélegri frammistöðu. Í greininni varpar Auður meðal annars fram þeirri fullyrðingu að langstærsti hluti framleiddrar raforku hér á landi, eða um 64%, fari til álveranna. Í kjölfarið bendir hún á að vel sé hægt að skapa mikil verðmæti í öðrum geirum sem útheimta ekki jafnmikla raforku, til að mynda í hugverkaiðnaðinum. Þessi orðræða kann að hljóma eins og kunnuglegt stef, enda í samræmi við sýn Landverndar á hvernig ná megi markmiðum stjórnvalda í umhverfis- og loftslagsmálum en sú sýn byggist á þeirri forsendu að orkunotkun til stóriðju dragist saman um 50%. Til hvers allt þetta ál? Margar greinargóðar ástæður liggja að baki. Sú augljósasta grundvallast ef til vill á hinu einfalda lögmáli um framboð og eftirspurn. Vegna aukinnar eftirspurnar eftir áli hefur framleiðsla þess meira en tvöfaldast á síðustu 30 árum. Þá liggur auk þess fyrir að álframleiðsla í heiminum öllum er ekki á undanhaldi en áætlað er að eftirspurnin muni aukast um 40% á árunum 2020 til 2030. Spurningin er því ekki hvort álframleiðsla muni aukast, heldur hvar aukin framleiðsla mun eiga sér stað. Áætlað er að bróðurpartur aukinnar álframleiðslu muni fara fram í Asíu, eða um 63%, og þá einna helst í Kína sem talið er að muni standa undir 37% framleiðslunnar.[1] Þessar spár ættu ekki að koma spánskt fyrir sjónir en hlutdeild Kína í álframleiðslu heimsins er nú næstum 60% og hefur aukist um nær 50 prósentustig frá aldamótunum. Á sama tíma hefur álframleiðsla sem hlutfall af landsframleiðslu dregist saman í flestum heimsálfum, nema Asíu. Þessi þróun kann þó ekki góðri lukku að stýra enda álframleiðsla í Kína nær alfarið knúin með raforku sem framleidd er úr kolum. Íslenskt ál er aftur á móti framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum. Af þeim sökum er um áttfaldur munur á losun gróðurhúsalofttegunda við hefðbundna álframleiðslu hér á landi samanborið við Kína. Þróun síðustu ára hefur þannig orðið til þess að álframleiðsla knúin áfram með raforku úr kolum hefur tvöfaldast á síðustu 40 árum með tilheyrandi neikvæðum áhrifum. Til að setja hlutina í samhengi þá myndi losun koltvísýrings dragast saman sem nemur losun vegna álframleiðslu hér á landi í rúma öld, eða 122 ár, ef allt ál í heiminum væri framleitt með sama hætti og hér. Það er engum blöðum um það að fletta að loftslagsmál eru ekki staðbundin. Hnattræn markmið um kolefnishlutleysi eru grundvöllur baráttunnar við loftslagsbreytingar og því brýnt að staðsetja orkufrekan iðnað þar sem aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum er gott. Afleiðingar þess að draga úr álframleiðslu hér á landi yrðu neikvæðar fyrir loftslagsmarkmið á heimsvísu. Bjargráð en ekki bjarnargreiði Í umræðunni um álframleiðslu hefur lítið farið fyrir þeirri staðreynd að rúmlega 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið er enn í notkun. Ál er meðal þeirra málma sem eru mest endurunnir og er t.a.m. endurvinnsluhlutfall drykkjardósa hér á landi um 94%. Af þessum sökum er jafnan talað um álið sem grænan málm. Auk þess er mikill fjárhagslegur og umhverfislegur hvati til endurvinnslu áls þar sem endurvinnslan útheimtir einungis um 5% af orkunni sem fór í framleiðsluferlið. Álið gerir okkur jafnframt kleift að draga úr orkunotkun, gróðurhúsalofttegundum og sóun. Til að mynda er unnt að einangra byggingar með áli og minnka þannig orkunotkun sem og lengja endingartíma matvæla með álumbúðum. Með álinu er auk þess mögulegt að létta flugvélar og bíla ásamt því að styrkja og lengja líftíma farartækja sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda, en forsendur sviðsmyndar Landverndar gera einmitt ráð fyrir að orkunýtni flugvéla batni um 50% á 20 árum. Ólíklegt er að þær forsendur raungerist ef áli er ekki til að skipta. Forsenda Landverndar um samdrátt í orkunotkun til stóriðju kemur því líklega í veg fyrir áherslu sömu samtaka um aukna orkunýtni flugvéla. Álframleiðsla hér á landi er því sannarlega hluti af lausninni þegar kemur að því að ná farsælu jafnvægi milli umhverfis- og samfélagslegra þátta á heimsvísu. Efnahagslegur ávinningur álframleiðslunnar hér á landi er þó ekki síður mikilvægur. Frá því að framleiðsla áls hófst hér á landi árið 1969 hefur hlutur áls í vöruútflutningi margfaldast en álið stóð undir um 40% af verðmæti alls vöruútflutnings í fyrra. Áliðnaðurinn gegnir þar af leiðandi lykilhlutverki í íslensku atvinnulífi og gerir útflutninginn fjölbreyttari á sama tíma og hann stuðlar að stöðugra gengi. Þá er óupptalin sú staðreynd að álverin skapa um 1.500 störf en auk þess má gera ráð fyrir að um 4.600 manns hafi framfæri sitt af álframleiðslu með beinum hætti samkvæmt Hagfræðistofnun. Það gefur auga leið að íslenskur áliðnaður hefur ekki aðeins reynst þjóðinni gríðarleg búbót, en auk þess hefur iðnaðurinn skapað sér mikilvægan sess í landamæralausri baráttu við umhverfis- og loftslagsvána. Samdráttur íslenskrar álframleiðslu er til þess fallinn að hægja á framvindu sameiginlegs markmiðs jarðarbúa um algert kolefnishlutleysi. Þannig eru hugmyndir um takmörkun á stóriðju hér á landi annars vegar og samdrátt í losun á heimsvísu hins vegar einfaldlega ósamrýmanlegar. Hagfræðingur Viðskiptaráðs [1] International Aluminium
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun