Körfubolti

„Flottasta breiddin í deildinni“

Sindri Sverrisson skrifar
Jayson Tatum er vanur því að vera stigahæstur í liði Boston Celtics.
Jayson Tatum er vanur því að vera stigahæstur í liði Boston Celtics. Getty/Patrick McDermott

Í þætti kvöldsins af Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport velta sérfræðingarnir meðal annars vöngum yfir liði Boston Celtics nú þegar styttist í að úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefjist.

„Mun Joe Mazzulla finna réttu blönduna til að spila í lok leikja?“ spurði Hörður Unnsteinsson og Sigurður Orri Kristjánsson tók undir að það væri lykilatriði fyrir þjálfarann til að Boston stæði enn betur að vígi.

„Það eru níu gaurar þarna í Boston sem eiga allir í raun og veru heima inni á vellinum í lok leikja. Flottasta breiddin í deildinni, „by a mile“, af svona smart gaurum,“ sagði Sigurður.

Boston er svo gott sem búið að tryggja sér 2. sæti austurdeildarinnar en Milwaukee Bucks endar að öllum líkindum efst, nú þegar fjórar umferðir eru eftir.

„Síðasti leikur sem ég sá með Boston var leikurinn við Knicks þar sem Quickley setur fimmtíu stig og það var bara vandræðalegt að horfa á þá í framlengingunni. Grant Williams spilaði bara allar fimm mínúturnar í framlengingunni og það var skorað á hann í hverri einustu sókn. Það var í rauninni bara pirrandi að horfa á þá. Ég hugsaði með mér að ef ég héldi með Boston væri ég öskrandi á tölvuskjáinn,“ sagði Hörður en brot af umræðunni má sjá hér að neðan.

Þátturinn er sýndur á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20 í kvöld.

Klippa: Lögmál leiksins: Boston þarf réttu blönduna í lok leikja
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×