Þungir dómar í ljósi þess að mennirnir voru ekki höfuðpaurar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. apríl 2023 22:37 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur ræddi þunga dóma sem féllu í stóra kókaínmálinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir/einar Þungir dómar féllu í stóra kókaínmálinu svokallaða í héraðsdómi í dag. Afbrotafræðingur segir dómana þunga í ljósi þess að hinir sakfelldu hafi ekki verið höfuðpaurar. Huga verði að eftirspurnarhliðinni þar sem ljóst sé að refsistefnan sé ekki að bera tilætlaðan árangur. Fjórir íslenskir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í sex til tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu svokallaða. Ákæruvaldið taldi ljóst að hlutverk sakfelldu hefði verið veigamikið en þeir væru þó ekki „efstir í keðjunni“. Unnsteinn Elvarsson, verjandi Páls Jónssonar, tæplega sjötugs timbursala, sagðist að lokinni dómsuppkvaðningu hafa vonast til að dómurinn yrði vægari. Páll hlaut þyngsta dóminn, 10 ára fangelsi, fyrir sinn þátt í málinu. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður, hlaut átta ára fangelsisdóm. Jóhannes Páll Durr 28 ára hlaut sex ára fangelsisdóm og Daði Björnsson, þrítugur karlmaður, hlaut sex og hálfs árs fangelsisdóm. Þungir dómar frá aldamótum Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir að í ljósi magns fíkniefna séu dómarnir ekki mjög þungir. „En ef við skoðum mál af svipuðu tagi á síðustu árum höfum við verið að sjá burðardýr fá mjög þunga dóma, sex til tíu ár í héraðsdómi. Þetta hófst í lok síðustu aldar með e-pillu dómunum. Það má segja að síðan þá höfum við verið að sjá mjög þunga dóma fyrir fíkniefnainnflutning. Í því ljósi eru þetta kannski ekki þungir dómar en það er samt ekki verið að fylla refsirammann.“ segir Helgi sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Refsiramminn fyrir stórfelld fíkniefnabrot er 12 ára fangelsi og var ramminn rýmkaður úr 10 árum í apríl 2001, í ráðherratíð Sólveigar Pétursdóttur. Alltaf einhver sem fyllir skarðið „Dómurinn telur að þarna séu ekki endilega höfuðpaurarnir en samt sem áður stórir leikarar á sviðinu. Þeir eru að fá mjög þunga dóma,“ bætir Helgi við. Hann telur að komið sé að endimörkum refsistefnu í málaflokknum. „Ég held varðandi markaðinn þá slái þetta á magn í umferð eða framboð efna í stuttan tíma, svo koma alltaf aðrir og fylla skarðið. Það virðist alltaf vera efni á markaðnum þrátt fyrir þessa þungu dóma, þannig að menn eru að sjá þarna einhverja ágóðavon. Ég held að fyrir okkur sem þjóð og samfélag þurfum við að huga að þessari eftirspurnarhlið. Hvað er það sem veldur því að það er svona mikil eftirspurn eftir þessum efnum,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Fjórir íslenskir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í sex til tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu svokallaða. Ákæruvaldið taldi ljóst að hlutverk sakfelldu hefði verið veigamikið en þeir væru þó ekki „efstir í keðjunni“. Unnsteinn Elvarsson, verjandi Páls Jónssonar, tæplega sjötugs timbursala, sagðist að lokinni dómsuppkvaðningu hafa vonast til að dómurinn yrði vægari. Páll hlaut þyngsta dóminn, 10 ára fangelsi, fyrir sinn þátt í málinu. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður, hlaut átta ára fangelsisdóm. Jóhannes Páll Durr 28 ára hlaut sex ára fangelsisdóm og Daði Björnsson, þrítugur karlmaður, hlaut sex og hálfs árs fangelsisdóm. Þungir dómar frá aldamótum Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir að í ljósi magns fíkniefna séu dómarnir ekki mjög þungir. „En ef við skoðum mál af svipuðu tagi á síðustu árum höfum við verið að sjá burðardýr fá mjög þunga dóma, sex til tíu ár í héraðsdómi. Þetta hófst í lok síðustu aldar með e-pillu dómunum. Það má segja að síðan þá höfum við verið að sjá mjög þunga dóma fyrir fíkniefnainnflutning. Í því ljósi eru þetta kannski ekki þungir dómar en það er samt ekki verið að fylla refsirammann.“ segir Helgi sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Refsiramminn fyrir stórfelld fíkniefnabrot er 12 ára fangelsi og var ramminn rýmkaður úr 10 árum í apríl 2001, í ráðherratíð Sólveigar Pétursdóttur. Alltaf einhver sem fyllir skarðið „Dómurinn telur að þarna séu ekki endilega höfuðpaurarnir en samt sem áður stórir leikarar á sviðinu. Þeir eru að fá mjög þunga dóma,“ bætir Helgi við. Hann telur að komið sé að endimörkum refsistefnu í málaflokknum. „Ég held varðandi markaðinn þá slái þetta á magn í umferð eða framboð efna í stuttan tíma, svo koma alltaf aðrir og fylla skarðið. Það virðist alltaf vera efni á markaðnum þrátt fyrir þessa þungu dóma, þannig að menn eru að sjá þarna einhverja ágóðavon. Ég held að fyrir okkur sem þjóð og samfélag þurfum við að huga að þessari eftirspurnarhlið. Hvað er það sem veldur því að það er svona mikil eftirspurn eftir þessum efnum,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00