Þingforseti fer í blóra við lög um þingsköp – Hvað er til ráða? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 6. apríl 2023 12:31 Baráttan um birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol hefur nú staðið í á fimmta ár. Jafnlengi hefur greinarhöfundur barist fyrir birtingu hennar á tvennum vígstöðvum þ.e. í forsætisnefnd með aðstoð hluta af fulltrúum stjórnarandstöðunnar og lengst af einn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Tveir þingforsetar hafa með undanbrögðum komið í veg fyrir birtingu greinargerðarinnar sem er lykilgagn um málefni Lindarhvols og starfsemi þess félags. Núverandi forseti hengir sig á mótmæli stjórnarmanns Lindarhvols gegn birtingu. Stjórnarmaðurinn hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og maður efast um að viðkomandi muni nokkuð um innihald greinargerðarinnar. Forseti hefur einnig stuðst við mótmæli núverandi ríkisendurskoðanda en hann og stjórnarmaðurinn eiga það sameiginlegt að stjórna ekki störfum Alþingis. Þau eiga það einnig sameiginlegt að vera aðilar máls og því ekki óvilhöll í afstöðu sinni. Á þeim tæpu fimm árum sem liðin eru frá því að greinargerð setts ríkisendskoðanda var send Alþingi hafa verið unnin fjögur óháð lögfræðiálit um afhendingu hennar og birtingu. Í stuttu máli er niðurstaða þriggja af fjórum þessara álita að birta eigi greinargerðina. Hið fyrsta sem var unnið af lögfræðingi Alþingis kvað á um að ekki væri fært að birta greinargerðina. Miðflokkurinn lét vinna annað lögfræðiálit sem innihélt öndverða afstöðu og sagði að birta megi greinargerðina. Þriðja lögfræðiálitið sem Alþingi lét vinna tók dýpra í árinni og sagði að ekki einungis megi birta greinargerðina heldur eigi að gera það. Í niðurstöðu fjórða lögfræðiálitsins kveður svo við nýjan tón. Þar segir einnig að forseta þingsins sé skylt að afhenda greinargerðin og birta. Að auki er það niðurstaða álitsins að með því að afhenda þingnefnd og þingmönnum ekki greinargerð setts ríkisendurskoðanda fari forseti Alþingis í blóra við lög um þingsköp. Það er sérlega alvarlegt vegna þess að það er frumskylda forseta að gæta hagsmuna Alþingis gegn framkvæmdavaldinu. Það er einnig alvarlegt vegna þess að ein af höfuðskyldum þingmanna er eftirlit með framkvæmdavaldinu. Sú skylda er stjórnarskrárvarin ásamt því að vera varin og staðfest í lögum um þingsköp. Að þessu áliti fengnu er illskiljanlegt að forseti skuli ekki bregðast við. Þrátt fyrir það sem á undan er sagt situr forseti þingsins við sinn keip og gengur á það sem eftir er af virðingu hans og drengskap. Ekki er gott að vita hverra hagsmuni hann ber fyrir brjósti. Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra hefur sagt opinberlega (Silfrið 5. Febrúar 2023) að í greinargerðinni sé ekkert sem ekki þolir dagsljós. Fjármálaráðherra greip sjálfur til þess ráðs að birta kaupendalista hlutar í Íslandsbanka en ekki var talið löglegt að gera það. Það vekur furðu að forseti sem er löglærður skuli hundsa hvert lögfræðiálitið af öðru sem mæla með og/eða skipa fyrir um birtingu greinargerðarinnar. Ekki má heldur gleyma þvi að forsætisnefnd þingsins samþykkti einróma í fyrrasumar tillögu forseta sjálfs um að afhenda skuli greinargerðina. Sitjandi ríkisendurskoðandi og áðurnefndur minnislaus stjórnarmaður Lindarhvols virðast hafa skipt um skoðun fyrir forsetann. Það er miður að forseti þingsins skuli ekki hafa döngun í sér til að gera það rétta í málinu og hann skuli kjósa að hafa að engu niðurstöður þriggja lögfræðiálita. Nú þegar fyrir liggur í lögfræðiáliti að forseti þingsins hafi farið á svig við þingskaparlög er rétt að gaumgæfa hvað sé til ráða. Fljótt á litið virðist aðeins vantrausttillaga koma til greina. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Starfsemi Lindarhvols Alþingi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Baráttan um birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol hefur nú staðið í á fimmta ár. Jafnlengi hefur greinarhöfundur barist fyrir birtingu hennar á tvennum vígstöðvum þ.e. í forsætisnefnd með aðstoð hluta af fulltrúum stjórnarandstöðunnar og lengst af einn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Tveir þingforsetar hafa með undanbrögðum komið í veg fyrir birtingu greinargerðarinnar sem er lykilgagn um málefni Lindarhvols og starfsemi þess félags. Núverandi forseti hengir sig á mótmæli stjórnarmanns Lindarhvols gegn birtingu. Stjórnarmaðurinn hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og maður efast um að viðkomandi muni nokkuð um innihald greinargerðarinnar. Forseti hefur einnig stuðst við mótmæli núverandi ríkisendurskoðanda en hann og stjórnarmaðurinn eiga það sameiginlegt að stjórna ekki störfum Alþingis. Þau eiga það einnig sameiginlegt að vera aðilar máls og því ekki óvilhöll í afstöðu sinni. Á þeim tæpu fimm árum sem liðin eru frá því að greinargerð setts ríkisendskoðanda var send Alþingi hafa verið unnin fjögur óháð lögfræðiálit um afhendingu hennar og birtingu. Í stuttu máli er niðurstaða þriggja af fjórum þessara álita að birta eigi greinargerðina. Hið fyrsta sem var unnið af lögfræðingi Alþingis kvað á um að ekki væri fært að birta greinargerðina. Miðflokkurinn lét vinna annað lögfræðiálit sem innihélt öndverða afstöðu og sagði að birta megi greinargerðina. Þriðja lögfræðiálitið sem Alþingi lét vinna tók dýpra í árinni og sagði að ekki einungis megi birta greinargerðina heldur eigi að gera það. Í niðurstöðu fjórða lögfræðiálitsins kveður svo við nýjan tón. Þar segir einnig að forseta þingsins sé skylt að afhenda greinargerðin og birta. Að auki er það niðurstaða álitsins að með því að afhenda þingnefnd og þingmönnum ekki greinargerð setts ríkisendurskoðanda fari forseti Alþingis í blóra við lög um þingsköp. Það er sérlega alvarlegt vegna þess að það er frumskylda forseta að gæta hagsmuna Alþingis gegn framkvæmdavaldinu. Það er einnig alvarlegt vegna þess að ein af höfuðskyldum þingmanna er eftirlit með framkvæmdavaldinu. Sú skylda er stjórnarskrárvarin ásamt því að vera varin og staðfest í lögum um þingsköp. Að þessu áliti fengnu er illskiljanlegt að forseti skuli ekki bregðast við. Þrátt fyrir það sem á undan er sagt situr forseti þingsins við sinn keip og gengur á það sem eftir er af virðingu hans og drengskap. Ekki er gott að vita hverra hagsmuni hann ber fyrir brjósti. Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra hefur sagt opinberlega (Silfrið 5. Febrúar 2023) að í greinargerðinni sé ekkert sem ekki þolir dagsljós. Fjármálaráðherra greip sjálfur til þess ráðs að birta kaupendalista hlutar í Íslandsbanka en ekki var talið löglegt að gera það. Það vekur furðu að forseti sem er löglærður skuli hundsa hvert lögfræðiálitið af öðru sem mæla með og/eða skipa fyrir um birtingu greinargerðarinnar. Ekki má heldur gleyma þvi að forsætisnefnd þingsins samþykkti einróma í fyrrasumar tillögu forseta sjálfs um að afhenda skuli greinargerðina. Sitjandi ríkisendurskoðandi og áðurnefndur minnislaus stjórnarmaður Lindarhvols virðast hafa skipt um skoðun fyrir forsetann. Það er miður að forseti þingsins skuli ekki hafa döngun í sér til að gera það rétta í málinu og hann skuli kjósa að hafa að engu niðurstöður þriggja lögfræðiálita. Nú þegar fyrir liggur í lögfræðiáliti að forseti þingsins hafi farið á svig við þingskaparlög er rétt að gaumgæfa hvað sé til ráða. Fljótt á litið virðist aðeins vantrausttillaga koma til greina. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar