Farandrostungurinn Þór farinn frá Þórshöfn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. apríl 2023 10:21 Þór sést hér hvíla sig á flotbryggjunni. Hilma Steinarsdóttir Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum. Þór, sem hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði, flatmagaði á flotbryggju í bænum í gærmorgun. Samkvæmt sjónarvottum virtist hann nokkuð þreyttur og lúinn, enda sennilegt að hann hafi átt langt ferðalag að baki. Nú er hann hins vegar farinn aftur, en Hilma Steinarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, segir afar ánægjulegt að hafa fengið Þór í heimsókn. „Það var mjög líflegt hérna í gær. Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og mikið af fólki sem býr í þorpunum í kring sem kom. Ég veit að þetta var alveg tvöfaldur dagur í N1 skálanum. Það voru margir ferðamenn og aðkomufólk sem kom og kíkti á hann,“ segir Hilma. Svona var um að litast á bryggjunni í morgun. Enginn Þór. En hvert ætli hann hafi farið?Hilma Steinarsdóttir Áður en það fékkst staðfest að um Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar, væri að ræða höfðu einhverjir bæjarbúar látið sér detta í hug að þetta væri sannarlega hann. „Það var nú kannski bara ágiskun fyrst hann var búinn að vera á Austfjörðum. Þetta er svo sem ekki algengt, að þeir séu hér við Íslandsstrendur.“ Hilma segir sérstaklega gaman að Þór hafi lagt leið sína til Þórshafnar, sökum nafns hans. „Það er svolítið skemmtilegt. Þórshöfn er auðvitað heiðurshöfn varðskipsins Þórs og við bjóðum alla velkomna, sérstaklega alla Þóra,“ segir Hilma. Þá hafi verið ákveðið lærdómsgildi í heimsókninni fyrir yngri kynslóðina. „Þetta er góð kveikja fyrir grunnskólann að vinna með í framhaldinu, að læra meira um rostunga. Það verður rostungaþema hjá okkur í næstu viku,“ segir Hilma að lokum. Langanesbyggð Dýr Tengdar fréttir Rostungurinn er hinn víðfrægi Þór Rostungurinn sem spókaði sig á bryggjunni á Þórshöfn í morgun er hinn víðfrægi Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar. Rostungurinn er hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði. 8. apríl 2023 19:15 Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. 8. apríl 2023 12:27 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Þór, sem hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði, flatmagaði á flotbryggju í bænum í gærmorgun. Samkvæmt sjónarvottum virtist hann nokkuð þreyttur og lúinn, enda sennilegt að hann hafi átt langt ferðalag að baki. Nú er hann hins vegar farinn aftur, en Hilma Steinarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, segir afar ánægjulegt að hafa fengið Þór í heimsókn. „Það var mjög líflegt hérna í gær. Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og mikið af fólki sem býr í þorpunum í kring sem kom. Ég veit að þetta var alveg tvöfaldur dagur í N1 skálanum. Það voru margir ferðamenn og aðkomufólk sem kom og kíkti á hann,“ segir Hilma. Svona var um að litast á bryggjunni í morgun. Enginn Þór. En hvert ætli hann hafi farið?Hilma Steinarsdóttir Áður en það fékkst staðfest að um Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar, væri að ræða höfðu einhverjir bæjarbúar látið sér detta í hug að þetta væri sannarlega hann. „Það var nú kannski bara ágiskun fyrst hann var búinn að vera á Austfjörðum. Þetta er svo sem ekki algengt, að þeir séu hér við Íslandsstrendur.“ Hilma segir sérstaklega gaman að Þór hafi lagt leið sína til Þórshafnar, sökum nafns hans. „Það er svolítið skemmtilegt. Þórshöfn er auðvitað heiðurshöfn varðskipsins Þórs og við bjóðum alla velkomna, sérstaklega alla Þóra,“ segir Hilma. Þá hafi verið ákveðið lærdómsgildi í heimsókninni fyrir yngri kynslóðina. „Þetta er góð kveikja fyrir grunnskólann að vinna með í framhaldinu, að læra meira um rostunga. Það verður rostungaþema hjá okkur í næstu viku,“ segir Hilma að lokum.
Langanesbyggð Dýr Tengdar fréttir Rostungurinn er hinn víðfrægi Þór Rostungurinn sem spókaði sig á bryggjunni á Þórshöfn í morgun er hinn víðfrægi Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar. Rostungurinn er hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði. 8. apríl 2023 19:15 Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. 8. apríl 2023 12:27 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Rostungurinn er hinn víðfrægi Þór Rostungurinn sem spókaði sig á bryggjunni á Þórshöfn í morgun er hinn víðfrægi Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar. Rostungurinn er hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði. 8. apríl 2023 19:15
Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. 8. apríl 2023 12:27