Hver verður krossfestur næst? Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar 11. apríl 2023 10:30 I. Í einstöku blíðviðri í febrúar hélt ég spenntur á fyrirlestur í Lögbergi. Það er ekki á hverjum degi sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur miðlar af þekkingu sinni og reynslu inn í þjóðarháskólann. Þegar á staðinn var komið fór hins vegar að renna upp fyrir mér að eitthvað hlyti ég að hafa misskilið viðburðinn. Þarna voru aðallega bara saksóknarar og nokkrar löggur í þokkabót. Fræðimenn voru lítt sýnilegir í salnum, ef einhver mætti yfir höfuð. Sem óbreyttum nema leið mér því eins og hálfgerðri boðflennu, en huggaði mig við að þetta hefði verið auglýst á vef háskólans. Fyrirlesturinn átti líka augljóslega erindi við mig, og raunar langt út fyrir þessa samkomu. Í honum lagði Gísli út af fimmtíu ára sögu Guðmundar-, Geirfinns- og Klúbbmálsins og talaði um hana tæpitungulaust. Með hugrekki þess sem hefur engu að tapa staðhæfði Gísli m.a. að ekkert réttarkerfi væri honum kunnugt sem hefði reynst tregara til að gangast við eigin augljósu mistökum en hið íslenska. Það hefði málið afhjúpað. Jafnframt hefði honum sjálfum hvergi mætt viðlíka hroki og frá kerfinu hér heima. Stóryrðin skrifast hvorki á stuttan feril né takmarkaðan. Gísli hefur jú starfað heimshornanna á milli, tekið að sér að vera sérfræðingur í tæplega fimmhundruð sakamálum. Síðan ég sótti fyrirlesturinn hefur mér varla verið rótt. Sá óróleiki hefur nú að endingu leitt til þess að ég kem hér frá mér nokkrum hugleiðingum. Þetta mat Gísla ætti nefnilega að sæta tíðindum. Það er grafalvarlegt. Sjálfur hef ég fyllst depurð við að hugsa til þess að hroki - sá tragíski eiginleiki - geti verið samtímis einhvers konar orsök og viðbragð við vandamálinu sem svo margir aðrir en Gísli hafa komið auga og orði á, þ.e. að ómögulegt sé að fá alvarlegt ríkisofbeldi viðurkennt og leiðrétt hér á landi. Einhvern veginn er auðveldara að sætta sig við að ástæðan sé skortur á lagalegum úrræðum eða þekkingu inni í réttarvörslukerfinu. Þægilegra er að hugsa með sér að það þurfi bara að stofna rannsóknarnefnd, afhjúpa enn meiri hrylling en nú þegar liggur fyrir. En við hljótum að taka til greina það sem Gísli lagði á borðið í Lögbergi. Hroki er þetta alveg ábyggilega, og hroki skal það því heita. Gísli Guðjónsson er sérfræðingur sem hefur unnið stórvirki á erlendri grundu (sem og hér heima) í þágu sannleiks og réttlætis. Í ljósi orðspors Gísla hefði því mátt vænta þess að hans reynslusaga af kerfinu yrði ekki, eins og svo margar aðrar frásagnir sem innifela sambærilegan boðskap, afgreidd sem ómarktæk. Á síðastliðnum vikum hef ég hins vegar ekki orðið var við nein viðbrögð við fyrirlestri Gísla. Að mínu mati gefur hann þó tilefni til að forsætisráðherra endurskoði loksins þá möntru sína að hún voni að Guðmundar- og Geirfinnsmálið endurtaki sig ekki. Eða hvað þarf hún að heyra meira til þess að sannfærast um að sú stefna ríkisstjórnarinnar, að bíða bara og vona það besta, sé feigðarflan? Vísbendingarnar eru í allra augsýn: fjölmörg nýleg dæmi eru um að misferli og mannréttindabrot yfirvalda hafa hér engar afleiðingar, eða eru ekki verið tekin alvarlega. Ósveigjanleiki, hlutdrægni og jaðarsetning gagnrýninna viðhorfa eru eftir sem áður einkenni íslensks réttarkerfis. Á meðan svo standa sakir er ómögulegt að útiloka að aðrar eins hamfarir dynji yfir og hér urðu fyrir fimmtíu árum. II. Ríkisvald grundvallast á því sem frægur þýskur félagsfræðingur kallaði einokun lögmæts ofbeldis. Okkur er sagt að engin vanþörf sé á slíkri einokun, enda eiga illdeilur mannfólks það til að breiða úr sér; þær geta klofið samfélög í sundur og valdið almennri meinsemd. Stöðugt þarf þannig að halda aftur af „vondu“ ofbeldi, sem rífur í sundur, með „góðu“, sem viðheldur heildinni. Allt lögreglu- og dómsvald - og kannski öll skipulögð trúarbrögð líka - eru í raun ekki annað og meira en tæki til að veita þessum ódrepandi hvötum borgaranna öflugt viðnám og hlífa þeim frá því að skaða hvern annan. Íslenskt samfélag fyrir hálfri öld var einmitt svo rækilega klofið að það olli nokkuð almennri meinsemd. Guðmundar- og Geirfinnsmálið kom upp við hápunkt þeirra hatrömmu átaka sem þá gagntóku samfélagið, og magnaði þau upp svo um munaði. Ráðherra var sakaður um að hylma yfir með morðingjum. Á móti upphrópaði hann persónugreinanlega blaða- og auðmenn sem mafíu. Þarna tókust bersýnilega á sterk öfl, en hvorugt þeirra átti eftir að hafa vinninginn. Það var stál í stál. En þá atvikaðist nokkuð merkilegt sem fjölbreyttar heimildir vitna um að geti gerst undir nákvæmlega þeim kringumstæðum. Án ótvíræðrar úrlausnar á hinum hatrömmu deilum fjaraði ekki undan heiftinni heldur fann hún sér farveg. Sex saklaus ungmenni voru gerð að blórabögglum fyrir öllu því sem hafði farið úrskeiðis í aðdragandum. Fylking hins ofsótta dómsmálaráðherra tók þátt í því með hans fyrrum fjandmönnum að láta ungmennin bera þær byrðar. Allir hinir ólíku fréttamiðlar fylgdu með án svo mikið sem stakrar undantekningar. Það var ekki tilviljun að gremjan og ofbeldið nam staðar á herðum fólks sem þegjandi samkomulag var um að ætti enga vernd skilið. Sexmenningarnir voru fórnarlömb í orðsins upprunalegu og fyllstu merkingu. Í þessum aðstæðum reyndi sannarlega á réttarkerfið íslenska, og það brást. Það skrifaði upphlaup yfirvalda gegn Klúbbmönnum á reikning hinna varnalausu krakka, og refsing þeirra tók á sig hrottafengnari mynd en orð geta lýst. Þeim var kennt um krísuna svo aðrir gætu hreinsað hendur sínar af henni. Hér var því um kollektívt dómsmorð að ræða. Það er mín sannfæring að þetta séu grófar útlínur hins félagslega og pólitíska samhengis Guðmundar-, Geirfinns- og Klúbbmálsins. Ég get því ekki tekið undir kenningar sem forseti Íslands auk annarra hefur borið út, að málið tákni uppgjör íhaldssamra afla við einhverja neðanmáls- og uppreisnarstrauma sem áttu að vera að hafa neikvæð áhrif á ungu kynslóðina. Þessa túlkun setti sagnfræðingurinn fram í riti sem hann gaf mér eitt sinn, um sögu Íslands fyrir útlendinga. En á bakvið fórnarlömbin voru engin öfl. Hann væri maður að meiri að skoða málið og samhengi þess betur og beita sér gegn því að annað eins komi fyrir í hans embættistíð. III. Ég segi ekki að okkar samtíð sé eins og 8. áratugurinn. Þær fylkingar sem þessi dægrin skiptast á að fletta ofan af siðspillingu og ósannindum hvorrar annarar eiga enn langt í að vera komnar á það stig sem þarna var. Spennan er þó tilfinnanlega að aukast. Í þá daga mátti ekki setja opinberlega fram gagnrýni á kerfið öðruvísi en að líða beinar og óheflaðar gagnárásir þess. Aftur á móti er almannarýmið í dag gjörsamlega sneisafullt af andófi gegn þessum stofnunum. Jaðarsetning óhentugra viðhorfa verður að vera lúmskari fyrir vikið, en mikilvægi þess að þau séu þó þögguð niður hefur ekkert minnkað. Heilu stjórnmálaflokkarnir eru nú gerðir út til að dreifa átyllum fyrir því að þær raddir sem gagnrýna stjórnvöld séu ekki áheyrnar verðar. Það er þögnin ein sem á nú að umlykja þolendur og vitni ranglætis ríkisins. Misbeiting þess ofbeldis sem ríkisvaldið gerir tilkall til einokunar á - þetta „góða“ og friðarstillandi - eyðir smám saman út mismuninum mikilvæga á milli þess og ofbeldisins sem það þykist leitast við að bæla niður. Á meðan svo gríðarlega illa gengur að bregðast við og fordæma augljósa glæpi ríkisins er ekki hægt að tala um réttarkerfi sem leiðir fram sannleik og útdeilir réttlæti. Við sitjum því uppi með kerfi sem eingöngu viðheldur valdi síns sjálfs, valdsins vegna. Hugsanlega er hrokinn sem Gísli Guðjónsson lýsti á svo ljóslifandi hátt í Lögbergi ekki annað en birtingarmynd vanmáttarkenndar andspænis stórum og miklum kröfum sem hverjum sem er þætti erfitt að uppfylla. En þegar við höfum lokið okkur við að vorkenna valdhöfunum fyrir þetta óöfundsverða hlutkesti þeirra þarf að byrja að leita leiða til að gera auðmýkt hærra undir höfði þeirra á meðal. Annars mun kerfið bara halda áfram að ýta undir samfélagslegar aðstæður uppnáms og átaka, sem það sjálft getur á endanum ekki ráðið við. Höfundur er doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
I. Í einstöku blíðviðri í febrúar hélt ég spenntur á fyrirlestur í Lögbergi. Það er ekki á hverjum degi sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur miðlar af þekkingu sinni og reynslu inn í þjóðarháskólann. Þegar á staðinn var komið fór hins vegar að renna upp fyrir mér að eitthvað hlyti ég að hafa misskilið viðburðinn. Þarna voru aðallega bara saksóknarar og nokkrar löggur í þokkabót. Fræðimenn voru lítt sýnilegir í salnum, ef einhver mætti yfir höfuð. Sem óbreyttum nema leið mér því eins og hálfgerðri boðflennu, en huggaði mig við að þetta hefði verið auglýst á vef háskólans. Fyrirlesturinn átti líka augljóslega erindi við mig, og raunar langt út fyrir þessa samkomu. Í honum lagði Gísli út af fimmtíu ára sögu Guðmundar-, Geirfinns- og Klúbbmálsins og talaði um hana tæpitungulaust. Með hugrekki þess sem hefur engu að tapa staðhæfði Gísli m.a. að ekkert réttarkerfi væri honum kunnugt sem hefði reynst tregara til að gangast við eigin augljósu mistökum en hið íslenska. Það hefði málið afhjúpað. Jafnframt hefði honum sjálfum hvergi mætt viðlíka hroki og frá kerfinu hér heima. Stóryrðin skrifast hvorki á stuttan feril né takmarkaðan. Gísli hefur jú starfað heimshornanna á milli, tekið að sér að vera sérfræðingur í tæplega fimmhundruð sakamálum. Síðan ég sótti fyrirlesturinn hefur mér varla verið rótt. Sá óróleiki hefur nú að endingu leitt til þess að ég kem hér frá mér nokkrum hugleiðingum. Þetta mat Gísla ætti nefnilega að sæta tíðindum. Það er grafalvarlegt. Sjálfur hef ég fyllst depurð við að hugsa til þess að hroki - sá tragíski eiginleiki - geti verið samtímis einhvers konar orsök og viðbragð við vandamálinu sem svo margir aðrir en Gísli hafa komið auga og orði á, þ.e. að ómögulegt sé að fá alvarlegt ríkisofbeldi viðurkennt og leiðrétt hér á landi. Einhvern veginn er auðveldara að sætta sig við að ástæðan sé skortur á lagalegum úrræðum eða þekkingu inni í réttarvörslukerfinu. Þægilegra er að hugsa með sér að það þurfi bara að stofna rannsóknarnefnd, afhjúpa enn meiri hrylling en nú þegar liggur fyrir. En við hljótum að taka til greina það sem Gísli lagði á borðið í Lögbergi. Hroki er þetta alveg ábyggilega, og hroki skal það því heita. Gísli Guðjónsson er sérfræðingur sem hefur unnið stórvirki á erlendri grundu (sem og hér heima) í þágu sannleiks og réttlætis. Í ljósi orðspors Gísla hefði því mátt vænta þess að hans reynslusaga af kerfinu yrði ekki, eins og svo margar aðrar frásagnir sem innifela sambærilegan boðskap, afgreidd sem ómarktæk. Á síðastliðnum vikum hef ég hins vegar ekki orðið var við nein viðbrögð við fyrirlestri Gísla. Að mínu mati gefur hann þó tilefni til að forsætisráðherra endurskoði loksins þá möntru sína að hún voni að Guðmundar- og Geirfinnsmálið endurtaki sig ekki. Eða hvað þarf hún að heyra meira til þess að sannfærast um að sú stefna ríkisstjórnarinnar, að bíða bara og vona það besta, sé feigðarflan? Vísbendingarnar eru í allra augsýn: fjölmörg nýleg dæmi eru um að misferli og mannréttindabrot yfirvalda hafa hér engar afleiðingar, eða eru ekki verið tekin alvarlega. Ósveigjanleiki, hlutdrægni og jaðarsetning gagnrýninna viðhorfa eru eftir sem áður einkenni íslensks réttarkerfis. Á meðan svo standa sakir er ómögulegt að útiloka að aðrar eins hamfarir dynji yfir og hér urðu fyrir fimmtíu árum. II. Ríkisvald grundvallast á því sem frægur þýskur félagsfræðingur kallaði einokun lögmæts ofbeldis. Okkur er sagt að engin vanþörf sé á slíkri einokun, enda eiga illdeilur mannfólks það til að breiða úr sér; þær geta klofið samfélög í sundur og valdið almennri meinsemd. Stöðugt þarf þannig að halda aftur af „vondu“ ofbeldi, sem rífur í sundur, með „góðu“, sem viðheldur heildinni. Allt lögreglu- og dómsvald - og kannski öll skipulögð trúarbrögð líka - eru í raun ekki annað og meira en tæki til að veita þessum ódrepandi hvötum borgaranna öflugt viðnám og hlífa þeim frá því að skaða hvern annan. Íslenskt samfélag fyrir hálfri öld var einmitt svo rækilega klofið að það olli nokkuð almennri meinsemd. Guðmundar- og Geirfinnsmálið kom upp við hápunkt þeirra hatrömmu átaka sem þá gagntóku samfélagið, og magnaði þau upp svo um munaði. Ráðherra var sakaður um að hylma yfir með morðingjum. Á móti upphrópaði hann persónugreinanlega blaða- og auðmenn sem mafíu. Þarna tókust bersýnilega á sterk öfl, en hvorugt þeirra átti eftir að hafa vinninginn. Það var stál í stál. En þá atvikaðist nokkuð merkilegt sem fjölbreyttar heimildir vitna um að geti gerst undir nákvæmlega þeim kringumstæðum. Án ótvíræðrar úrlausnar á hinum hatrömmu deilum fjaraði ekki undan heiftinni heldur fann hún sér farveg. Sex saklaus ungmenni voru gerð að blórabögglum fyrir öllu því sem hafði farið úrskeiðis í aðdragandum. Fylking hins ofsótta dómsmálaráðherra tók þátt í því með hans fyrrum fjandmönnum að láta ungmennin bera þær byrðar. Allir hinir ólíku fréttamiðlar fylgdu með án svo mikið sem stakrar undantekningar. Það var ekki tilviljun að gremjan og ofbeldið nam staðar á herðum fólks sem þegjandi samkomulag var um að ætti enga vernd skilið. Sexmenningarnir voru fórnarlömb í orðsins upprunalegu og fyllstu merkingu. Í þessum aðstæðum reyndi sannarlega á réttarkerfið íslenska, og það brást. Það skrifaði upphlaup yfirvalda gegn Klúbbmönnum á reikning hinna varnalausu krakka, og refsing þeirra tók á sig hrottafengnari mynd en orð geta lýst. Þeim var kennt um krísuna svo aðrir gætu hreinsað hendur sínar af henni. Hér var því um kollektívt dómsmorð að ræða. Það er mín sannfæring að þetta séu grófar útlínur hins félagslega og pólitíska samhengis Guðmundar-, Geirfinns- og Klúbbmálsins. Ég get því ekki tekið undir kenningar sem forseti Íslands auk annarra hefur borið út, að málið tákni uppgjör íhaldssamra afla við einhverja neðanmáls- og uppreisnarstrauma sem áttu að vera að hafa neikvæð áhrif á ungu kynslóðina. Þessa túlkun setti sagnfræðingurinn fram í riti sem hann gaf mér eitt sinn, um sögu Íslands fyrir útlendinga. En á bakvið fórnarlömbin voru engin öfl. Hann væri maður að meiri að skoða málið og samhengi þess betur og beita sér gegn því að annað eins komi fyrir í hans embættistíð. III. Ég segi ekki að okkar samtíð sé eins og 8. áratugurinn. Þær fylkingar sem þessi dægrin skiptast á að fletta ofan af siðspillingu og ósannindum hvorrar annarar eiga enn langt í að vera komnar á það stig sem þarna var. Spennan er þó tilfinnanlega að aukast. Í þá daga mátti ekki setja opinberlega fram gagnrýni á kerfið öðruvísi en að líða beinar og óheflaðar gagnárásir þess. Aftur á móti er almannarýmið í dag gjörsamlega sneisafullt af andófi gegn þessum stofnunum. Jaðarsetning óhentugra viðhorfa verður að vera lúmskari fyrir vikið, en mikilvægi þess að þau séu þó þögguð niður hefur ekkert minnkað. Heilu stjórnmálaflokkarnir eru nú gerðir út til að dreifa átyllum fyrir því að þær raddir sem gagnrýna stjórnvöld séu ekki áheyrnar verðar. Það er þögnin ein sem á nú að umlykja þolendur og vitni ranglætis ríkisins. Misbeiting þess ofbeldis sem ríkisvaldið gerir tilkall til einokunar á - þetta „góða“ og friðarstillandi - eyðir smám saman út mismuninum mikilvæga á milli þess og ofbeldisins sem það þykist leitast við að bæla niður. Á meðan svo gríðarlega illa gengur að bregðast við og fordæma augljósa glæpi ríkisins er ekki hægt að tala um réttarkerfi sem leiðir fram sannleik og útdeilir réttlæti. Við sitjum því uppi með kerfi sem eingöngu viðheldur valdi síns sjálfs, valdsins vegna. Hugsanlega er hrokinn sem Gísli Guðjónsson lýsti á svo ljóslifandi hátt í Lögbergi ekki annað en birtingarmynd vanmáttarkenndar andspænis stórum og miklum kröfum sem hverjum sem er þætti erfitt að uppfylla. En þegar við höfum lokið okkur við að vorkenna valdhöfunum fyrir þetta óöfundsverða hlutkesti þeirra þarf að byrja að leita leiða til að gera auðmýkt hærra undir höfði þeirra á meðal. Annars mun kerfið bara halda áfram að ýta undir samfélagslegar aðstæður uppnáms og átaka, sem það sjálft getur á endanum ekki ráðið við. Höfundur er doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar