MS segir koma til greina að endurskoða markpósta til foreldra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. apríl 2023 06:41 Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur segir foreldra fullfæra um að sjá um næringu barna sinna. Aðsend Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir koma til greina að endurskoða þá aðferðafræði að senda markpóst heim til einstaklinga sem hafa nýverið eignast barn. „Við viljum auðvitað ekki valda fólki ama með þessum markpósti,“ segir hann í svörum við fyrirspurn fréttastofu. Vísir greindi frá gagnrýni móður í gær, sem sagði meðal annars galið að inni á vefnum Heilsuvera væri talað um einstök vörumerki. Þá sagðist hún hafa sent Persónuvernd fyrirspurn vegna fyrirtækja sem virðast fá upplýsingar um fæðingar á landinu. „Ég spyr hvaðan MS fær þessar upplýsingar,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur um markpóst MS um Stoðmjólk, „af hverju þau hafi aðgang að þeim og hvers vegna þetta fyrirtæki megi senda svona.“ Björn segir MS af og til fá skilaboð eða spurningar frá foreldrum um markpóstinn en fyrirtækið notist við þjónustu Þjóðskrár og fái þaðan útsendingarlista fyrir foreldra 6 til 7 mánaða gamalla barna. „Samkvæmt opinberum ráðleggingum um næringu ungbarna er mælt með að börn fái Stoðmjólk, þ.e. sérstaka stoðblöndu eða þurrmjólk, þegar hætt er að gefa barninu móðurmjólk,“ segir Björn. „Stoðmjólk var þróuð á sínum tíma í samvinnu við rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala og samstarfshóp um næringu ungbarna á vegum Manneldisráðs, Landlæknisembættisins, barnalækna við Landspítala, félags barnahjúkrunarfræðinga og félags heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Stoðmjólkin er sniðin að þörfum ung- og smábarna frá 6 mánaða aldri og samsetningin samkvæmt reglugerð um ungbarnablöndur og stoðblöndur. Þegar Stoðmjólkin kom á markað fyrir 20 árum var járnskortur nokkuð algengur meðal íslenskra ungbarna en með tilkomu vörunnar og breyttra ráðlegginga um næringu ungbarna hefur tekist nánast að útrýma járnskorti meðal íslenskra ungbarna. Það hefur verið staðfest með rannsókn sem gerð var á íslenskum börnum fæddum árið 2005. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru birtar í European Journal of Clinical Nutrition 2012,“ segir Björn. Hulda, sem er vegan, benti hins vegar á að fólk væri meðvitað um að börn þyrftu járn, fitusýrur og önnur mikilvæg næringarefni. „Umhverfi okkar er þannig í dag að við getum lesið okkur til, valið hvaða næringu við ætlum að gefa og það þarf ekki að ota ákveðinni vöru frá MS að okkur,“ sagði hún. Matvælaframleiðsla Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Vísir greindi frá gagnrýni móður í gær, sem sagði meðal annars galið að inni á vefnum Heilsuvera væri talað um einstök vörumerki. Þá sagðist hún hafa sent Persónuvernd fyrirspurn vegna fyrirtækja sem virðast fá upplýsingar um fæðingar á landinu. „Ég spyr hvaðan MS fær þessar upplýsingar,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur um markpóst MS um Stoðmjólk, „af hverju þau hafi aðgang að þeim og hvers vegna þetta fyrirtæki megi senda svona.“ Björn segir MS af og til fá skilaboð eða spurningar frá foreldrum um markpóstinn en fyrirtækið notist við þjónustu Þjóðskrár og fái þaðan útsendingarlista fyrir foreldra 6 til 7 mánaða gamalla barna. „Samkvæmt opinberum ráðleggingum um næringu ungbarna er mælt með að börn fái Stoðmjólk, þ.e. sérstaka stoðblöndu eða þurrmjólk, þegar hætt er að gefa barninu móðurmjólk,“ segir Björn. „Stoðmjólk var þróuð á sínum tíma í samvinnu við rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala og samstarfshóp um næringu ungbarna á vegum Manneldisráðs, Landlæknisembættisins, barnalækna við Landspítala, félags barnahjúkrunarfræðinga og félags heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Stoðmjólkin er sniðin að þörfum ung- og smábarna frá 6 mánaða aldri og samsetningin samkvæmt reglugerð um ungbarnablöndur og stoðblöndur. Þegar Stoðmjólkin kom á markað fyrir 20 árum var járnskortur nokkuð algengur meðal íslenskra ungbarna en með tilkomu vörunnar og breyttra ráðlegginga um næringu ungbarna hefur tekist nánast að útrýma járnskorti meðal íslenskra ungbarna. Það hefur verið staðfest með rannsókn sem gerð var á íslenskum börnum fæddum árið 2005. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru birtar í European Journal of Clinical Nutrition 2012,“ segir Björn. Hulda, sem er vegan, benti hins vegar á að fólk væri meðvitað um að börn þyrftu járn, fitusýrur og önnur mikilvæg næringarefni. „Umhverfi okkar er þannig í dag að við getum lesið okkur til, valið hvaða næringu við ætlum að gefa og það þarf ekki að ota ákveðinni vöru frá MS að okkur,“ sagði hún.
Matvælaframleiðsla Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira