Engir eftirbátar Norðmanna Sólveig Kr. Bergmann skrifar 12. apríl 2023 13:30 Fréttablaðið fjallaði nýverið um meinta orkusóun í íslenskum áliðnaði, en sú frétt virðist eingöngu unnin upp úr gögnum sem Landvernd hefur aflað. Í fréttinni var haft eftir framkvæmdastjóra Landverndar að íslensk álver væru miklir eftirbátar álvera Norsk Hydro hvað varðar raforkunotkun á hvert framleitt tonn af áli. Þetta er einfaldlega rangt. Meðalnotkun orku í álverum Norsk Hydro er 13,8 MWst/t (megawattstundir á hvert framleitt tonn af áli). Orkunotkun við framleiðslu í álveri Norðuráls á Grundartanga síðustu þrjú ár er nákvæmlega sú sama, 13,8 MWst/t. Það sem af er þessu ári er talan á Grundartanga reyndar nokkuð lægri eða 13,5 MWst/t. Í frétt Fréttablaðsins var sérstaklega bent á orkunotkun í Karmöy álverinu í Noregi, sem er 12,3 MWst/t. Álverið í Karmöy er spennandi tilraunaverkefni hjá Hydro sem naut fjárstuðnings norskra stjórnvalda sem jafngilti um 26 milljörðum íslenskra króna árið 2015. Árangurinn þar er markverður og vonandi verður hægt að nýta niðurstöður tilraunanna til að minnka orkunotkun í álverum framtíðarinnar. Það er þó enn á huldu. Norðurál greiddi tæpa 40 milljarða króna fyrir raforku á Íslandi árið 2022, en raforkukostnaður er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í okkar rekstri. Við höfum því mikinn efnahagslegan hvata til að nýta raforkuna eins vel og unnt er og höfum lagt í verulegar fjárfestingar til að svo sé. Álframleiðsla er flókið og tæknivætt ferli. Það er ekki auðvelt að ná að viðhalda slíkum árangri, heldur er það aðeins gert með verulegri vinnu og tilkostnaði. Vonandi tekst okkur að halda áfram á þeirri vegferð. Til glöggvunar er rétt að nefna það sem fylgir næst á eftir þegar ál er framleitt í kerskála. Næsta skref fer fram í steypuskálum þar sem heitt álið er sett í mót eða vélar og steypt í hleifa, málmblöndur eða sívalninga, allt eftir óskum viðskiptavina. Í því ferli er hefðbundið að nota gasbrennara til að stýra hita málmsins. Norðurál hætti því fyrir margt löngu og notar rafknúna ofna í stað gass. Það á einnig við í nýjum steypuskála sem nú er í byggingu, en þannig er dregið úr losun á CO2 um tugi þúsunda tonna á hverju ári. Það er ánægjulegt að forsvarsfólk Landverndar sýni orkunýtingu og orkuskiptum þann áhuga sem fréttin ber vitni um. Betri orkunýting mun skipta miklu máli í baráttunni við loftslagsvána og því stóra verkefni að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhverfisvænni kosti. Íslenskt ál mun leika lykilhlutverk í þeirri vegferð. Við hjá Norðuráli framleiðum ál með góðri orkunýtni og einu lægsta kolefnisspori í heimi, enda er álið okkar eftirsótt, m.a. hjá kröfuhörðustu bílaframleiðendum Evrópu. Stöðugt er unnið að lágmörkun umhverfisáhrifa og ábyrgri nýtingu orku og hráefna. Það er áhugaverð staðreynd að ef öll álver í heiminum framleiddu ál með sama hætti og Norðurál gerir myndi losun CO2 á heimsvísu minnka um 550 milljón tonn á ári. Til samanburðar nemur heildarlosun Íslands 4,5 milljónum tonna á ári. Við erum því ansi stolt af álinu okkar, fyrirtækinu og fólkinu. Upplýsingar um orkunýtni Norsk Hydro. Höfundur er framkvæmdastjóri samskipta hjá Norðuráli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið fjallaði nýverið um meinta orkusóun í íslenskum áliðnaði, en sú frétt virðist eingöngu unnin upp úr gögnum sem Landvernd hefur aflað. Í fréttinni var haft eftir framkvæmdastjóra Landverndar að íslensk álver væru miklir eftirbátar álvera Norsk Hydro hvað varðar raforkunotkun á hvert framleitt tonn af áli. Þetta er einfaldlega rangt. Meðalnotkun orku í álverum Norsk Hydro er 13,8 MWst/t (megawattstundir á hvert framleitt tonn af áli). Orkunotkun við framleiðslu í álveri Norðuráls á Grundartanga síðustu þrjú ár er nákvæmlega sú sama, 13,8 MWst/t. Það sem af er þessu ári er talan á Grundartanga reyndar nokkuð lægri eða 13,5 MWst/t. Í frétt Fréttablaðsins var sérstaklega bent á orkunotkun í Karmöy álverinu í Noregi, sem er 12,3 MWst/t. Álverið í Karmöy er spennandi tilraunaverkefni hjá Hydro sem naut fjárstuðnings norskra stjórnvalda sem jafngilti um 26 milljörðum íslenskra króna árið 2015. Árangurinn þar er markverður og vonandi verður hægt að nýta niðurstöður tilraunanna til að minnka orkunotkun í álverum framtíðarinnar. Það er þó enn á huldu. Norðurál greiddi tæpa 40 milljarða króna fyrir raforku á Íslandi árið 2022, en raforkukostnaður er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í okkar rekstri. Við höfum því mikinn efnahagslegan hvata til að nýta raforkuna eins vel og unnt er og höfum lagt í verulegar fjárfestingar til að svo sé. Álframleiðsla er flókið og tæknivætt ferli. Það er ekki auðvelt að ná að viðhalda slíkum árangri, heldur er það aðeins gert með verulegri vinnu og tilkostnaði. Vonandi tekst okkur að halda áfram á þeirri vegferð. Til glöggvunar er rétt að nefna það sem fylgir næst á eftir þegar ál er framleitt í kerskála. Næsta skref fer fram í steypuskálum þar sem heitt álið er sett í mót eða vélar og steypt í hleifa, málmblöndur eða sívalninga, allt eftir óskum viðskiptavina. Í því ferli er hefðbundið að nota gasbrennara til að stýra hita málmsins. Norðurál hætti því fyrir margt löngu og notar rafknúna ofna í stað gass. Það á einnig við í nýjum steypuskála sem nú er í byggingu, en þannig er dregið úr losun á CO2 um tugi þúsunda tonna á hverju ári. Það er ánægjulegt að forsvarsfólk Landverndar sýni orkunýtingu og orkuskiptum þann áhuga sem fréttin ber vitni um. Betri orkunýting mun skipta miklu máli í baráttunni við loftslagsvána og því stóra verkefni að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhverfisvænni kosti. Íslenskt ál mun leika lykilhlutverk í þeirri vegferð. Við hjá Norðuráli framleiðum ál með góðri orkunýtni og einu lægsta kolefnisspori í heimi, enda er álið okkar eftirsótt, m.a. hjá kröfuhörðustu bílaframleiðendum Evrópu. Stöðugt er unnið að lágmörkun umhverfisáhrifa og ábyrgri nýtingu orku og hráefna. Það er áhugaverð staðreynd að ef öll álver í heiminum framleiddu ál með sama hætti og Norðurál gerir myndi losun CO2 á heimsvísu minnka um 550 milljón tonn á ári. Til samanburðar nemur heildarlosun Íslands 4,5 milljónum tonna á ári. Við erum því ansi stolt af álinu okkar, fyrirtækinu og fólkinu. Upplýsingar um orkunýtni Norsk Hydro. Höfundur er framkvæmdastjóri samskipta hjá Norðuráli.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun