Paypal kastar íslenskum aurum Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2023 22:25 Breytingarnar sem Paypal boðar eru sagðar í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands. Allar greiðslur á Íslandi hafa verið í heilum krónum frá árinu 2003. Vísir/Vilhelm Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. Íslenskir notendur Paypal fengu tilkynningu um allar færslur yrðu í heilum krónum frá og með föstudeginum 14. apríl í tölvupósti í dag. Vísað var til leiðbeininga Seðlabanka Íslands. Öll helstu greiðslukortakerfi muni skipta yfir í heiltölukerfið. Lokað verður fyrir greiðslur í íslenskum krónum frá 14. til 18. apríl vegna breytinganna. Paypal segir það gert til þess að liðka fyrir breytingunum og koma í veg fyrir fjársvik eða að notendur tapi fjármunum. Aftur verður opnað fyrir greiðslur í íslenskum krónum 19. apríl en þá verða allar allar færslur með aukastöfum námundaðar að næstu heiltölu. Frá og með 18. apríl eiga fyrirtæki og söluaðilar sem taka við greiðslu í íslenskum krónum að hætta að senda út kröfur með aukastöfum. Paypal muni þá námunda upphæðirnar. Heildarfjárhæðir allra krafna og reikninga hafa verið í heilum krónum á Íslandi frá 1. október 2003. Enn lengra er frá því að hætt var að slá auramyntir á Íslandi. Hætt var að gefa út fimm aurinn árið 1985 og tíu og fimmtíu aura myntirnar árið 1990, að því er kemur fram á Vísindavefnum. Uppfært 13.4. 2023 Seðlabankinn segir tilkynningu tilkomna vegna breytingar sem erlendar kortasamsteypur og íslenskir færsluhirðar taka upp dagana 14.-15. apríl. Ekkert muni breytast gagnvart íslenskum korthöfum. Ekki sé verið að útrýma aurum og einingarverð einstakra vara á Íslandi geti áfram verið tilgreint í aurum þó að heildarfjárhæð kortafærslu sé tilgreint í heilum krónum. Greiðslumiðlun Seðlabankinn Íslenska krónan Tengdar fréttir Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Íslenskir notendur Paypal fengu tilkynningu um allar færslur yrðu í heilum krónum frá og með föstudeginum 14. apríl í tölvupósti í dag. Vísað var til leiðbeininga Seðlabanka Íslands. Öll helstu greiðslukortakerfi muni skipta yfir í heiltölukerfið. Lokað verður fyrir greiðslur í íslenskum krónum frá 14. til 18. apríl vegna breytinganna. Paypal segir það gert til þess að liðka fyrir breytingunum og koma í veg fyrir fjársvik eða að notendur tapi fjármunum. Aftur verður opnað fyrir greiðslur í íslenskum krónum 19. apríl en þá verða allar allar færslur með aukastöfum námundaðar að næstu heiltölu. Frá og með 18. apríl eiga fyrirtæki og söluaðilar sem taka við greiðslu í íslenskum krónum að hætta að senda út kröfur með aukastöfum. Paypal muni þá námunda upphæðirnar. Heildarfjárhæðir allra krafna og reikninga hafa verið í heilum krónum á Íslandi frá 1. október 2003. Enn lengra er frá því að hætt var að slá auramyntir á Íslandi. Hætt var að gefa út fimm aurinn árið 1985 og tíu og fimmtíu aura myntirnar árið 1990, að því er kemur fram á Vísindavefnum. Uppfært 13.4. 2023 Seðlabankinn segir tilkynningu tilkomna vegna breytingar sem erlendar kortasamsteypur og íslenskir færsluhirðar taka upp dagana 14.-15. apríl. Ekkert muni breytast gagnvart íslenskum korthöfum. Ekki sé verið að útrýma aurum og einingarverð einstakra vara á Íslandi geti áfram verið tilgreint í aurum þó að heildarfjárhæð kortafærslu sé tilgreint í heilum krónum.
Greiðslumiðlun Seðlabankinn Íslenska krónan Tengdar fréttir Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22