Kaupa allan búnað N4 og veðja á dagskrárgerð á Húsavík Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2023 21:55 Hjónin Örlygur Hnefill Örlygsson og Jóhanna Ásdís Baldursdóttir, forstjóri Film Húsavík. Sirrý Arnardóttir Framleiðslufyrirtækið Film Húsavík hefur fest kaup á öllum tækjabúnaði þrotabús norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4. Einn forvarsmanna fyrirtækisins segir það ætla að veðja á innlenda dagskrárgerð á Húsavík en ekki standi til að endurvekja sjónvarpsstöðina. Sjónvarpsstöðin N4 óskaði eftir að vera tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar eftir fimmtán ára rekstur. Film Húsavík keypti allan tækjabúnað stöðvarinnar út úr þrotabúinu á dögunum, þar á meðal tökuvélar, ljósa- og hljóðbúnað og útsendingarbúnað. Vikublaðið á Akureyri sagði frá kaupunum í gær. Örlygur Hnefill Örlygsson, framleiðandi og meðstofnandi Film Húsavík, segir í samtali við Vísi að margir hafi sýnt tækjakosti N4 áhuga en honum hafi fundist vond tilhugsun að hann dreifðist út um allt. Það hafi verið spennandi kostur að halda búnaðinum saman. Ætlun Film Húsavík sé ekki að taka upp þráðinn þar sem N4 skildi hann eftir með sjónvarpsútsendingum eða línulegri dagskrá. Þess í stað ætli fyrirtækið að veðja á innlenda dagskrárframleiðslu á Húsavík fyrir vef eða innlendar eða erlendar efnisveitur. Reynt verði að selja útsendingabúnaðinn sem fylgdi með í kaupunum. Fyrirtækið vinnur nú að því að koma upp myndveri fyrir framleiðsluna á Húsavík en það hefur meðal annars framleitt heimildarmyndir og selt örðum framleiðslufyrirtækjum þjónustu sína. Örlygur segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika og að fjöldi fólks hafi sýnt verkefninu áhuga, meðal annars fólk sem starfaði fyrir N4. Þjónusta erlend framleiðslufyrirtæki Film Húsavík tók þátt í herferð til þess að fá lagið „Húsavík“ úr Júróvisjónmynd leikarans Wills Ferrell tilnefnt til Óskarsverðlauna árið 2021. Örlygur segir að það verkefni hafi skapað ýmsar tengingar sem kunni að bjóða upp á möguleika. Fyrirtækið hafi einnig fengið styrk til að kynna svæðið sem tökustað fyrir erlendum framleiðslufyrirtækjum enda sé þar mikið landslag og fjölbreytt. Film Húsavík hafi meðal annars þjónustað framleiðslu á breskum ferðaþáttum nýlega. Norðurþing Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Gjaldþrot Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Sjónvarpsstöðin N4 óskaði eftir að vera tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar eftir fimmtán ára rekstur. Film Húsavík keypti allan tækjabúnað stöðvarinnar út úr þrotabúinu á dögunum, þar á meðal tökuvélar, ljósa- og hljóðbúnað og útsendingarbúnað. Vikublaðið á Akureyri sagði frá kaupunum í gær. Örlygur Hnefill Örlygsson, framleiðandi og meðstofnandi Film Húsavík, segir í samtali við Vísi að margir hafi sýnt tækjakosti N4 áhuga en honum hafi fundist vond tilhugsun að hann dreifðist út um allt. Það hafi verið spennandi kostur að halda búnaðinum saman. Ætlun Film Húsavík sé ekki að taka upp þráðinn þar sem N4 skildi hann eftir með sjónvarpsútsendingum eða línulegri dagskrá. Þess í stað ætli fyrirtækið að veðja á innlenda dagskrárframleiðslu á Húsavík fyrir vef eða innlendar eða erlendar efnisveitur. Reynt verði að selja útsendingabúnaðinn sem fylgdi með í kaupunum. Fyrirtækið vinnur nú að því að koma upp myndveri fyrir framleiðsluna á Húsavík en það hefur meðal annars framleitt heimildarmyndir og selt örðum framleiðslufyrirtækjum þjónustu sína. Örlygur segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika og að fjöldi fólks hafi sýnt verkefninu áhuga, meðal annars fólk sem starfaði fyrir N4. Þjónusta erlend framleiðslufyrirtæki Film Húsavík tók þátt í herferð til þess að fá lagið „Húsavík“ úr Júróvisjónmynd leikarans Wills Ferrell tilnefnt til Óskarsverðlauna árið 2021. Örlygur segir að það verkefni hafi skapað ýmsar tengingar sem kunni að bjóða upp á möguleika. Fyrirtækið hafi einnig fengið styrk til að kynna svæðið sem tökustað fyrir erlendum framleiðslufyrirtækjum enda sé þar mikið landslag og fjölbreytt. Film Húsavík hafi meðal annars þjónustað framleiðslu á breskum ferðaþáttum nýlega.
Norðurþing Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Gjaldþrot Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira