Truflanir á greiðslukortafærslum eftir að aurarnir hurfu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. apríl 2023 14:10 Vandamálin tengjast dönskum færsluhirði og færslur hafa margfaldast. EPA Niðurfelling aura úr greiðslukortakerfum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vegna villu í Danmörku margfölduðust heimildir á greiðslukortum. Vandamálin tengjast VISA greiðslukortum hjá viðskiptavinum Landsbankans, Arion banka og Indó sem notuð hafa verið í Danmörku eða til að versla með danskar krónur. Villan kom í kjölfarið á því að aukastafir, það er aurar, voru felldir niður hjá íslensku krónunni. „Við lokuðum öllum kortum í stutta stund á meðan við vorum að reyna að átta okkur á þessu,“ segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Indó. „Síðan opnuðum við þau aftur og núna erum við að vinna í að leiðrétta þessar heimildafærslur sem fóru margfaldar í gegn.“ Enn þá eru villur að koma upp. Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Indó.Birgir Ísleifur Gunnarsson Samkvæmt Heimildinni eru dæmi um að færslur hafi farið hundraðfaldar í gegn. Það er að 120 þúsund krónur hafi verið gjaldfærðar á íslenskt greiðslukort fyrir lestarmiða sem kostaði 1.200 krónur í Danmörku. Korthafar fá ekki heimild Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að búið sé að koma í veg fyrir truflanir á greiðslum með íslenskum kortum í Danmörku. Ekki sé þó útilokað að upp komi frekari truflanir. „Okkur þykir miður að viðskiptavinir hafi orðið fyrir óþægindum vegna þessa. Við biðjumst velvirðingar og þökkum fyrir þolinmæðina,“ segir í tilkynningu bankans. Svipað er uppi á teningnum hjá Arion banka. Í tilkynningu bankans segir að upp hafi komið frávik í Danmörku sem felast í að korthafar fái ekki heimild á kort sín þar sem færslur margfaldist. „Unnið er að lagfæringu og í þeim tilfellum þar sem margfaldar færslur fara í gegn þá verða þær leiðréttar,“ segir í tilkynningunni. „Ef söluaðili býður upp á greiðslu í íslenskum krónum þá er möguleiki fyrir viðskiptavini að velja þann kost á meðan þessi truflun er í gangi.“ Mastercard á morgun „Við biðjum okkar viðskiptavini að láta okkur vita ef þeir sjá eitthvað óeðlilegt í færslunum,“ segir Hjördís. En á þessari stundu sé aðeins vitað um villur tengdar Danmörku. Þá bendir hún líka að á morgun mun Mastercard fella niður aurana. En það eru aðeins viðskiptavinir Íslandsbanka með þau kort. Vert sé fyrir þá að fylgjast með færslum. Íslenska krónan Greiðslumiðlun Íslenskir bankar Tengdar fréttir Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Vandamálin tengjast VISA greiðslukortum hjá viðskiptavinum Landsbankans, Arion banka og Indó sem notuð hafa verið í Danmörku eða til að versla með danskar krónur. Villan kom í kjölfarið á því að aukastafir, það er aurar, voru felldir niður hjá íslensku krónunni. „Við lokuðum öllum kortum í stutta stund á meðan við vorum að reyna að átta okkur á þessu,“ segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Indó. „Síðan opnuðum við þau aftur og núna erum við að vinna í að leiðrétta þessar heimildafærslur sem fóru margfaldar í gegn.“ Enn þá eru villur að koma upp. Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Indó.Birgir Ísleifur Gunnarsson Samkvæmt Heimildinni eru dæmi um að færslur hafi farið hundraðfaldar í gegn. Það er að 120 þúsund krónur hafi verið gjaldfærðar á íslenskt greiðslukort fyrir lestarmiða sem kostaði 1.200 krónur í Danmörku. Korthafar fá ekki heimild Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að búið sé að koma í veg fyrir truflanir á greiðslum með íslenskum kortum í Danmörku. Ekki sé þó útilokað að upp komi frekari truflanir. „Okkur þykir miður að viðskiptavinir hafi orðið fyrir óþægindum vegna þessa. Við biðjumst velvirðingar og þökkum fyrir þolinmæðina,“ segir í tilkynningu bankans. Svipað er uppi á teningnum hjá Arion banka. Í tilkynningu bankans segir að upp hafi komið frávik í Danmörku sem felast í að korthafar fái ekki heimild á kort sín þar sem færslur margfaldist. „Unnið er að lagfæringu og í þeim tilfellum þar sem margfaldar færslur fara í gegn þá verða þær leiðréttar,“ segir í tilkynningunni. „Ef söluaðili býður upp á greiðslu í íslenskum krónum þá er möguleiki fyrir viðskiptavini að velja þann kost á meðan þessi truflun er í gangi.“ Mastercard á morgun „Við biðjum okkar viðskiptavini að láta okkur vita ef þeir sjá eitthvað óeðlilegt í færslunum,“ segir Hjördís. En á þessari stundu sé aðeins vitað um villur tengdar Danmörku. Þá bendir hún líka að á morgun mun Mastercard fella niður aurana. En það eru aðeins viðskiptavinir Íslandsbanka með þau kort. Vert sé fyrir þá að fylgjast með færslum.
Íslenska krónan Greiðslumiðlun Íslenskir bankar Tengdar fréttir Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22
Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25