Matvælaverð og Viðreisn landbúnaðarins Margrét Gísladóttir skrifar 15. apríl 2023 15:00 Undanfarin þrjú ár hefur heimurinn tekist á við viðfangsefni sem hafa m.a. hrint af stað verðbólgu og vaxtahækkunum um allan heim. Ísland er þar engin undantekning og fjarri því eyland að þessu leyti. Verðbólga í mörgum löndum hefur því mælst með tveggja stafa tölum um langt skeið. Verðhækkanir á orku (gasi og eldsneyti) og matvöru hafa verið helstu drifkraftar verðbólgu í nágrannalöndum okkar, mörg hver þeirra sem tilheyra ESB. Gjörbreytt tollaumhverfi á fáum árum Ísland, líkt og Evrópusambandið, Noregur, Sviss og fleiri lönd sem við berum okkur saman við, leggur tolla á ýmis innflutt matvæli. Er það gert til að jafna samkeppnisstöðu innlends landbúnaðar gagnvart innflutningi, stuðla að öflugum innlendum landbúnaði og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Í grein á Vísi 8. apríl síðastliðinn mælti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með því að afnema tolla með öllu á hinar ýmsu matvörur. Ísland hefur reyndar gengið nokkuð langt í þeim efnum undanfarin ár. Með samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 2018, voru tollar felldir niður á flestum unnum matvælum s.s. súkkulaði, pítsum, pasta o.fl. Á sama tíma margfölduðust tollkvótar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB, tollkvóti fyrir nautakjöt sjöfaldaðist, fyrir svínakjöt rúmlega þrefaldaðist og rúmlega fimmfaldaðist fyrir alifuglakjöt. Hér hefur því orðið gjörbreyting á tollaumhverfi matvæla á stuttum tíma. Auk þess er Ísland í dag eina landið innan Evrópu sem leggur ekki verðjöfnunargjöld á unnar landbúnaðarvörur. Hlutfall útgjalda til matvörukaupa svipað hér á landi og öðrum Norðurlöndum Samkvæmt upplýsingum af vef ESB um verðbólgu og hækkanir á matvælaverði námu verðhækkanir á mat sl. 12 mánuði (febrúar 2022 - febrúar 2023) að meðaltali um 19,5% í aðildarlöndum ESB, minnst um 9,1% á Kýpur og mest um 47% í Ungverjalandi. Á sama tíma hækkaði matvælaverð á Íslandi um 12,2%. Verðbólgan bitnar þannig á neytendum um alla Evrópu. Það er hins vegar staðreynd að matvælaverð hefur hækkað minna hér sl. 12 mánuði en í öllum aðildarlöndum ESB utan Kýpur. Þegar borið er saman hlutfall útgjalda til matvælakaupa af heildarútgjöldum heimilanna kemur í ljós að þau eru svipuð hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Samkvæmt tölum frá Eurostat fyrir árið 2021 var hlutfall útgjalda til matvörukaupa á Íslandi af heildarútgjöldum heimila svipað og á hinum Norðurlöndunum eða 12,8%. Það er ívið lægra en ESB-meðaltalið sem þá mældist 14,3%. Hæst var hlutfallið í Rúmeníu (24,8%) og lægst á Írlandi (8,3%). Hagræðing litin hornauga? Framleiðslukostnaður landbúnaðarvara er af ýmsum ástæðum hærri hér á landi en víða annarsstaðar. Þar má nefna launastig, veðurfar, fjarlægðir og svo vaxtakostnað sem leikur bæði heimili og fyrirtæki landsins grátt um þessar mundir. Þá hafa Samtök fyrirtækja í landbúnaði ásamt fleirum ítrekað bent á að afurðastöðvar í landbúnaði innan ESB og í Noregi búa við rýmri heimildir til samstarfs en hér á landi, til að ná fram ábata í þágu framleiðenda og neytenda. Þennan aðstöðumun þarf að leiðrétta og hefur matvælaráðherra boðað frumvarp sem mun taka á þessu gagnvart afurðastöðvum í kjötvinnslu. Þetta myndi skila af sér stærðahagkvæmni og lækkun framleiðslukostnaðar líkt og náðst hefur í mjólkurvinnslu á grundvelli 71. greinar búvörulaga. Þeim hugmyndum hefur Viðreisn barist gegn, þrátt fyrir augljóst samkeppnisforskot annarra þjóða á íslenskt atvinnulíf af þessum sökum. Bæði í Noregi og ESB, hvort sem er í ESB-rétti eða landsrétti einstakra landa, hefur landbúnaðurinn haft víðtækar undanþágur frá samkeppnisreglum í áratugi í þeim tilgangi að unnt sé að tryggja stórar og burðugar rekstrareiningar. Eina undanþáguregla til handa íslenskum landbúnaði í íslenskum rétti er heimild afurðastöðva í mjólkuriðnaði til að sameinast,gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða. Hefur sú undanþáguregla sannarlega skilað sér í bættum hag bæði neytenda og bænda. Nú vill Viðreisn að sú undanþáguregla verði felld niður og Ísland, eitt Evrópuþjóða, verði án allra slíkra undanþágureglna fyrir landbúnaðinn. Að standa með innlendum atvinnurekstri Á sama tíma og þingmenn Viðreisnar vilja fella niður verndartolla á landbúnaðarvörur, koma í veg fyrir að heimila hagræðingu hjá kjötafurðastöðvum og afnema heimild afurðastöðva í mjólk til að vinna eftir sömu leikreglum og þekkist víða í ESB og Noregi, vilja þau þó standa með bændum og landbúnaðinum. Heillaráð væri að kynna sér vel landbúnaðarkerfi þeirra landa sem við helst berum okkur saman við, þær heimildir sem landbúnaðurinn býr við þar og veita innlendri framleiðslu sambærileg tækifæri til að hagræða, vaxa og dafna. Það er mun vænlegri leið til að standa með innlendum landbúnaði, bændum og neytendum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Margrét Gísladóttir Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur heimurinn tekist á við viðfangsefni sem hafa m.a. hrint af stað verðbólgu og vaxtahækkunum um allan heim. Ísland er þar engin undantekning og fjarri því eyland að þessu leyti. Verðbólga í mörgum löndum hefur því mælst með tveggja stafa tölum um langt skeið. Verðhækkanir á orku (gasi og eldsneyti) og matvöru hafa verið helstu drifkraftar verðbólgu í nágrannalöndum okkar, mörg hver þeirra sem tilheyra ESB. Gjörbreytt tollaumhverfi á fáum árum Ísland, líkt og Evrópusambandið, Noregur, Sviss og fleiri lönd sem við berum okkur saman við, leggur tolla á ýmis innflutt matvæli. Er það gert til að jafna samkeppnisstöðu innlends landbúnaðar gagnvart innflutningi, stuðla að öflugum innlendum landbúnaði og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Í grein á Vísi 8. apríl síðastliðinn mælti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með því að afnema tolla með öllu á hinar ýmsu matvörur. Ísland hefur reyndar gengið nokkuð langt í þeim efnum undanfarin ár. Með samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 2018, voru tollar felldir niður á flestum unnum matvælum s.s. súkkulaði, pítsum, pasta o.fl. Á sama tíma margfölduðust tollkvótar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB, tollkvóti fyrir nautakjöt sjöfaldaðist, fyrir svínakjöt rúmlega þrefaldaðist og rúmlega fimmfaldaðist fyrir alifuglakjöt. Hér hefur því orðið gjörbreyting á tollaumhverfi matvæla á stuttum tíma. Auk þess er Ísland í dag eina landið innan Evrópu sem leggur ekki verðjöfnunargjöld á unnar landbúnaðarvörur. Hlutfall útgjalda til matvörukaupa svipað hér á landi og öðrum Norðurlöndum Samkvæmt upplýsingum af vef ESB um verðbólgu og hækkanir á matvælaverði námu verðhækkanir á mat sl. 12 mánuði (febrúar 2022 - febrúar 2023) að meðaltali um 19,5% í aðildarlöndum ESB, minnst um 9,1% á Kýpur og mest um 47% í Ungverjalandi. Á sama tíma hækkaði matvælaverð á Íslandi um 12,2%. Verðbólgan bitnar þannig á neytendum um alla Evrópu. Það er hins vegar staðreynd að matvælaverð hefur hækkað minna hér sl. 12 mánuði en í öllum aðildarlöndum ESB utan Kýpur. Þegar borið er saman hlutfall útgjalda til matvælakaupa af heildarútgjöldum heimilanna kemur í ljós að þau eru svipuð hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Samkvæmt tölum frá Eurostat fyrir árið 2021 var hlutfall útgjalda til matvörukaupa á Íslandi af heildarútgjöldum heimila svipað og á hinum Norðurlöndunum eða 12,8%. Það er ívið lægra en ESB-meðaltalið sem þá mældist 14,3%. Hæst var hlutfallið í Rúmeníu (24,8%) og lægst á Írlandi (8,3%). Hagræðing litin hornauga? Framleiðslukostnaður landbúnaðarvara er af ýmsum ástæðum hærri hér á landi en víða annarsstaðar. Þar má nefna launastig, veðurfar, fjarlægðir og svo vaxtakostnað sem leikur bæði heimili og fyrirtæki landsins grátt um þessar mundir. Þá hafa Samtök fyrirtækja í landbúnaði ásamt fleirum ítrekað bent á að afurðastöðvar í landbúnaði innan ESB og í Noregi búa við rýmri heimildir til samstarfs en hér á landi, til að ná fram ábata í þágu framleiðenda og neytenda. Þennan aðstöðumun þarf að leiðrétta og hefur matvælaráðherra boðað frumvarp sem mun taka á þessu gagnvart afurðastöðvum í kjötvinnslu. Þetta myndi skila af sér stærðahagkvæmni og lækkun framleiðslukostnaðar líkt og náðst hefur í mjólkurvinnslu á grundvelli 71. greinar búvörulaga. Þeim hugmyndum hefur Viðreisn barist gegn, þrátt fyrir augljóst samkeppnisforskot annarra þjóða á íslenskt atvinnulíf af þessum sökum. Bæði í Noregi og ESB, hvort sem er í ESB-rétti eða landsrétti einstakra landa, hefur landbúnaðurinn haft víðtækar undanþágur frá samkeppnisreglum í áratugi í þeim tilgangi að unnt sé að tryggja stórar og burðugar rekstrareiningar. Eina undanþáguregla til handa íslenskum landbúnaði í íslenskum rétti er heimild afurðastöðva í mjólkuriðnaði til að sameinast,gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða. Hefur sú undanþáguregla sannarlega skilað sér í bættum hag bæði neytenda og bænda. Nú vill Viðreisn að sú undanþáguregla verði felld niður og Ísland, eitt Evrópuþjóða, verði án allra slíkra undanþágureglna fyrir landbúnaðinn. Að standa með innlendum atvinnurekstri Á sama tíma og þingmenn Viðreisnar vilja fella niður verndartolla á landbúnaðarvörur, koma í veg fyrir að heimila hagræðingu hjá kjötafurðastöðvum og afnema heimild afurðastöðva í mjólk til að vinna eftir sömu leikreglum og þekkist víða í ESB og Noregi, vilja þau þó standa með bændum og landbúnaðinum. Heillaráð væri að kynna sér vel landbúnaðarkerfi þeirra landa sem við helst berum okkur saman við, þær heimildir sem landbúnaðurinn býr við þar og veita innlendri framleiðslu sambærileg tækifæri til að hagræða, vaxa og dafna. Það er mun vænlegri leið til að standa með innlendum landbúnaði, bændum og neytendum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun