Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slita­keppnin í Olís, Besta, stór­leikur á Spáni og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hvort liðið kemst í úrslit?
Hvort liðið kemst í úrslit? Vísir/Bára Dröfn

Það er vægast sagt nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 í dag. Við sýnum frá úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta, undanúrslit í Subway-deild kvenna í körfubolta, Bestu deild karla, úrslitakeppni NBA, Serie A í fótbolta, Seinni bylgjuna og Stúkuna.

Stöð 2 Sport

Klukkan 15.30 er leikur Fram og Aftureldingar á dagskrá í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. Klukkan 17.40 er Seinni bylgjan á dagskrá en þar verður farið yfir alla leikina í 8-liða úrslitum Olís deildarinnar.

Klukkan 19.00 mætast Valur og Íslandsmeistarar Breiðabliks í Bestu deild karla í knattspyrnu. Að leik loknum, klukkan 21.20 er Stúkan á dagskrá. Þar verður farið yfir alla leiki 2. umferðar í Bestu deildinni.

Stöð 2 Sport 2

Lecce mætir Sampdoria í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í fyrsta leik dagsins. Leikurinn hefst klukkan 10.30. Klukkan 12.50 er leikur Torino og Salernitana á dagskrá í sömu deild. Klukkan 15.50 er leikur Sassuolo og Juventus á dagskrá.

Memphis Grizzlies mætir Los Angeles Lakers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta klukkan 19.00.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 10.50 er leikur Tenerife – Baskonia í ACB-deildinni á Spáni á dagskrá. Klukkan 16.20 er stórleikur Barca og Real Madríd í sömu deild á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 18.35 er leikur Roma og Udinese í Serie A á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Íslandsmeistarar Vals fá Hauka í heimsókn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís deildar karla. Útsendingin hefst klukkan 14.50.

Klukkan 19.05 mætast Haukar og Valur í oddaleik um sæti í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta.

Besta deildin

Leikur Víkings og Fylkis er á rás Bestu deildarinnar klukkan 16.50. Klukkan 19.05 mætast HK og Fram í sömu deild.

Stöð 2 ESport

Klukkan 21.00 er Sandkassinn á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×