Rúnar Páll: Að tala um andleysi í mínu liði er bara þvílík þvæla Árni Jóhannsson skrifar 16. apríl 2023 19:31 Rúnar Páll þjálfari Fylkis var stoltur af sínum mönnum í dag. Vísir / Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, kvaðst vera stoltur af sínum mönnum í dag en var að vonum svekktur með að vera lentur undir snemma leiks. Víkingur bar sigurorð af Fylki 2-0 í 2. umferð Bestu deildar karla í leik sem leið fyrir veðuraðstæður. Blaðamaður var á því að Fylkismenn hefðu ekki sýnt nógu góðan anda í leik sínum gegn Víkingum en heimaliðið gat nánast gert hvað sem það vildi á löngum köflum án þess þó að nýta það í markaskorun. Rúnar var spurður að hvort hann væri svekktur með frammistöðu sinna manna í dag. „Nei ég er það ekki. Ég veit ekki afhverju við ættum að vera það. Ég er bara ekki sammála þér í því að andinn hafi ekki verið nógu góður. Við vorum með strekkingsvind í byrjun leiks og réðum illa við hornin sem þeir fengu í byrjun leiks. Vorum í tómu basli og þeir skora tvö mörk út úr því. Meira fengu þeir ekki af færum í leiknum.“ „Mér fannst við svo halda þeim á sínum vallarhelmingi allan seinni hálfleikinn, þar sem við komum grimmir út í, þannig að talandi um andleysi hjá mínu liði er bara þvílík þvæla. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði, við reyndum að setja mörk og fengum tvö hálffæri til þess en Víkingur bara varðist vel og við reyndum hvað við gátum og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Rúnar var því spurður hvað hann gæti tekið með sér úr leiknum yfir í næsta leik. „Við vorum bara vel skipulagðir og vorum fyrstu 20 mínúturnar kannski að finna taktinn í leiknum. Eftir það gerðum við þetta vel og þeir komust ekki langt á móti okkur. Því miður var staðan orðin 2-0. Við tökum lærdóm í næsta leik. Hvað má betur fara á fyrstu mínútunum. Við erum bara í lærdómsferli og hver einasti leikur er skóli fyrir okkur. Við komum vel stemmdir í næsta leik.“ Það styttist í að félagsskiptaglugginn loki fyrir Bestu deildina og var Rúnar spurður hvort eitthvað væri í pípunum í leikmannamálum Fylkis. „Ég er ekkert að spá í því. Við erum með þennan hóp. Ungan og efnilegan hóp og þeir fá bara að spreyta sig.“ Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 19:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Sjá meira
Blaðamaður var á því að Fylkismenn hefðu ekki sýnt nógu góðan anda í leik sínum gegn Víkingum en heimaliðið gat nánast gert hvað sem það vildi á löngum köflum án þess þó að nýta það í markaskorun. Rúnar var spurður að hvort hann væri svekktur með frammistöðu sinna manna í dag. „Nei ég er það ekki. Ég veit ekki afhverju við ættum að vera það. Ég er bara ekki sammála þér í því að andinn hafi ekki verið nógu góður. Við vorum með strekkingsvind í byrjun leiks og réðum illa við hornin sem þeir fengu í byrjun leiks. Vorum í tómu basli og þeir skora tvö mörk út úr því. Meira fengu þeir ekki af færum í leiknum.“ „Mér fannst við svo halda þeim á sínum vallarhelmingi allan seinni hálfleikinn, þar sem við komum grimmir út í, þannig að talandi um andleysi hjá mínu liði er bara þvílík þvæla. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði, við reyndum að setja mörk og fengum tvö hálffæri til þess en Víkingur bara varðist vel og við reyndum hvað við gátum og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Rúnar var því spurður hvað hann gæti tekið með sér úr leiknum yfir í næsta leik. „Við vorum bara vel skipulagðir og vorum fyrstu 20 mínúturnar kannski að finna taktinn í leiknum. Eftir það gerðum við þetta vel og þeir komust ekki langt á móti okkur. Því miður var staðan orðin 2-0. Við tökum lærdóm í næsta leik. Hvað má betur fara á fyrstu mínútunum. Við erum bara í lærdómsferli og hver einasti leikur er skóli fyrir okkur. Við komum vel stemmdir í næsta leik.“ Það styttist í að félagsskiptaglugginn loki fyrir Bestu deildina og var Rúnar spurður hvort eitthvað væri í pípunum í leikmannamálum Fylkis. „Ég er ekkert að spá í því. Við erum með þennan hóp. Ungan og efnilegan hóp og þeir fá bara að spreyta sig.“
Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 19:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 19:00