Njótum íslenska vorsins og alls þess sem það hefur upp á að bjóða Ingrid Kuhlman skrifar 20. apríl 2023 07:02 Að varðveita og njóta, sem kallast á ensku „savoring“, er sú athöfn að meta, taka inn og njóta jákvæðrar upplifunar, skynjunar eða tilfinningar. Þetta snýst um að taka fullan þátt í augnablikinu og beina athyglinni vísvitandi á ánægjulega þætti upplifunar í þeim tilgangi til að auka hamingjutilfinningar og þakklæti. Við getum t.d. varðveitt og notið dýrindis máltíðar, góðrar tónlistar, gæðastundar með ástvinum, Norðurljósanna eða fagurs útsýnis. Eða notið þess að sitja á ströndinni og finna fyrir hafgolunni á meðan við horfum á sólsetrið. Að varðveita og njóta getur stuðlað að því að við verðum meðvitaðri um jákvæðar hliðar lífsins og finnum fyrir aukinni vellíðan. Unsplash Margar leiðir til að varðveita og njóta Vorið er frábært tækifæri til að njóta einstakrar upplifunar sem þessi árstíð hefur í för með sér. Hér eru nokkrar tillögur til að njóta vorsins: Verðu tíma utandyra: Farðu í göngutúr eða hjólaferð til að njóta veðursins og fylgistu með náttúrunni þegar hún vaknar til lífsins. Andaðu að þér fersku lofti og taktu eftir því sem þú sérð, heyrir, getur snert og finnur lykt af. Það hjálpar til við að dýpka þakklætið og ánægjuna. Hægðu á þér: Gefðu þér tíma til að taka upplifunina inn að fullu. Að flýta sér í gegnum upplifun eða athöfn getur komið í veg fyrr að þú njótir jákvæðu hliðanna. Með því að hægja á þér gefur þú þér tækifæri til að taka betur eftir. Taktu eftir gróðursprettunni: Vorið er tíminn þegar tré og blóm byrja að spretta. Gefðu litum og ilmum plantnanna gaum. Heimsæktu grasagarð til að sökkva þér niður í fegurð árstíðarinnar. Leyfðu þér að finna fyrir þakklæti, gleði og ánægju. Taktu þátt í vorverkum: Taktu þátt í árstíðabundnum athöfnum eins og garðvinnu eða lautarferð. Hoppaðu á trampólíni eða fljúgðu flugdreka. Athafnir sem þessar geta hjálpað þér við að tengjast kjarna vorsins og skapa dýrmætar minningar. Æfðu núvitund: Einbeittu þér að líðandi stundu og fylgistu með umhverfinu án þess að dæma það eða reyna að breyta því. Gefðu þér tíma til að taka eftir smáatriðum, eins og t.d. sólinni á húðinni, aukinni dagsbirtu eða fuglasöng. Forðastu truflanir: Til að einbeita þér betur að upplifuninni er gott að lágmarka utanaðkomandi truflanir eins og frá snjalltækjum eða tónlist. Með því geturðu sökkt þér að fullu niður í augnablikið og notið þess á áhrifaríkari hátt. Deildu með öðrum: Njóttu vorsins með vinum og fjölskyldu með því að skipuleggja útisamkomur, borða saman eða taka þátt í árstíðabundnum viðburðum eins og t.d. útitónleikum eða götugrilli. Hugleiddu vöxt og endurnýjun: Vorið er tímabil endurfæðingar og nýs upphafs. Notaðu þennan tíma til að setja þér persónuleg markmið, taka breytingum fagnandi og einbeita þér að því að bæta þig. Með því að einblína á ofangreinda þætti getur þú notið alls hins góða sem íslenska vorið hefur upp á að bjóða. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Að varðveita og njóta, sem kallast á ensku „savoring“, er sú athöfn að meta, taka inn og njóta jákvæðrar upplifunar, skynjunar eða tilfinningar. Þetta snýst um að taka fullan þátt í augnablikinu og beina athyglinni vísvitandi á ánægjulega þætti upplifunar í þeim tilgangi til að auka hamingjutilfinningar og þakklæti. Við getum t.d. varðveitt og notið dýrindis máltíðar, góðrar tónlistar, gæðastundar með ástvinum, Norðurljósanna eða fagurs útsýnis. Eða notið þess að sitja á ströndinni og finna fyrir hafgolunni á meðan við horfum á sólsetrið. Að varðveita og njóta getur stuðlað að því að við verðum meðvitaðri um jákvæðar hliðar lífsins og finnum fyrir aukinni vellíðan. Unsplash Margar leiðir til að varðveita og njóta Vorið er frábært tækifæri til að njóta einstakrar upplifunar sem þessi árstíð hefur í för með sér. Hér eru nokkrar tillögur til að njóta vorsins: Verðu tíma utandyra: Farðu í göngutúr eða hjólaferð til að njóta veðursins og fylgistu með náttúrunni þegar hún vaknar til lífsins. Andaðu að þér fersku lofti og taktu eftir því sem þú sérð, heyrir, getur snert og finnur lykt af. Það hjálpar til við að dýpka þakklætið og ánægjuna. Hægðu á þér: Gefðu þér tíma til að taka upplifunina inn að fullu. Að flýta sér í gegnum upplifun eða athöfn getur komið í veg fyrr að þú njótir jákvæðu hliðanna. Með því að hægja á þér gefur þú þér tækifæri til að taka betur eftir. Taktu eftir gróðursprettunni: Vorið er tíminn þegar tré og blóm byrja að spretta. Gefðu litum og ilmum plantnanna gaum. Heimsæktu grasagarð til að sökkva þér niður í fegurð árstíðarinnar. Leyfðu þér að finna fyrir þakklæti, gleði og ánægju. Taktu þátt í vorverkum: Taktu þátt í árstíðabundnum athöfnum eins og garðvinnu eða lautarferð. Hoppaðu á trampólíni eða fljúgðu flugdreka. Athafnir sem þessar geta hjálpað þér við að tengjast kjarna vorsins og skapa dýrmætar minningar. Æfðu núvitund: Einbeittu þér að líðandi stundu og fylgistu með umhverfinu án þess að dæma það eða reyna að breyta því. Gefðu þér tíma til að taka eftir smáatriðum, eins og t.d. sólinni á húðinni, aukinni dagsbirtu eða fuglasöng. Forðastu truflanir: Til að einbeita þér betur að upplifuninni er gott að lágmarka utanaðkomandi truflanir eins og frá snjalltækjum eða tónlist. Með því geturðu sökkt þér að fullu niður í augnablikið og notið þess á áhrifaríkari hátt. Deildu með öðrum: Njóttu vorsins með vinum og fjölskyldu með því að skipuleggja útisamkomur, borða saman eða taka þátt í árstíðabundnum viðburðum eins og t.d. útitónleikum eða götugrilli. Hugleiddu vöxt og endurnýjun: Vorið er tímabil endurfæðingar og nýs upphafs. Notaðu þennan tíma til að setja þér persónuleg markmið, taka breytingum fagnandi og einbeita þér að því að bæta þig. Með því að einblína á ofangreinda þætti getur þú notið alls hins góða sem íslenska vorið hefur upp á að bjóða. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun