Endurmat náttúruvár Ari Trausti Guðmundsson skrifar 17. apríl 2023 12:00 Eldgos verða með 3 til 4 ára bili hér á landi. Jarðskjálftar eru mjög algengir. Tekist hefur að byggja upp stórt og öflugt vöktunarkerfi frammi fyrir þessum náttúrufyrirbærum þótt vafalaust þurfi enn að bæta það. Ofanflóð er safnheiti fyrir hraðar massahreyfingar eftir hallandi landi. Þyngdartog jarðar veldur þeim, allt eftir aðstæðum. Þau eru flokkuð í snjóflóð og skriður af ýmsu tagi. Snjóflóð eru þurr eða misblaut, til og með krapaflóð. Snjóflóð eiga sé næstum punktlaga upptök og breiða úr sér niður halla eða verða til þegar snjóhengjur bresta á brúnum eða þegar löng rifa opnast í snjóþekju og stór spilda rennur af stað og brotnar upp (flekaflóð). Mjög alvarlegir atburðir á allnokkrum undanförnum áratugum urðu til þess að víðtækt átak var gert í snjóflóðavarnamálum og er enn unnið að nýframkvæmdum og endurbótum. Töluvert er enn í land með þessar varnir. Samhliða hafa sérstakar fjárveitingar verið efldar og bótasjóðir sameinaðir. Þeir þurfa líka að skoðast í kjölinn. Nú er aukin áhersla lögð á varnir gegn hinum meginflokki ofanflóða. Þau má gróflega flokka í eðjuhlaup eða aurflóð (aðallega mold og lítt gróf bergmylsna), grjótskriður eða grjóthrun (aðallega gróf bergmyslna og misstórir steinar) og berghrun eða berghlaup (stórir hlutar fjallshlíða falla fram). Vísbendingar eru um að loftslagsbreytingar ýti undir þessa náttúruvá. Má benda á breytt úrkomumynstur og tíðari stórrigningar, hlýnun, bráðnun sífrera á hálendi, hop jökla og tíðari skipti milli frosts og þíðu sem veldur endurtekinni frostþenslu vatns við ísmyndun í jarðvegi og bergi. Við þessari tegund náttúruvár hafa þegar verið hafin viðbrögð, m.a. aukin vöktun. Hana þarf að auka skv. nýju skýrslu ráðuneytis umhverfis, orku og loftslags. Enn fremur þarf að hyggja að ýmis konar kerfisbreytingum í náttúruvár- og almannavarnageiranum, móta heildræna grunnstefnu og vinna að beinum vörnum. Eitt af því sem ég hef nefnt er sameining fulltrúa ráðgjafaráða og náttúruvárteyma í Náttúruvárráð, svipað og Þjóðaröryggisráð. Mörg önnur verkefni bíða frekari vinnu; líka þau sem við höfum takmarkaða reynslu af og litla getu til viðbragaða við. Til dæmis eld í lággróðri eða skóglendi á stórum svæði. Verkefnin eru ærin, þau eru fjárfrek að hluta, varða mannafla og sérþekkingu og þau fylgja okkur langt inn í framtíðina. Nýja skýrslan (sjá t.d. www.urn.is) fjallar um allt þetta og meira. Hún er vönduð og yfirgripsmikil og ber að þakka nefndinni sem hana vann og ráðherrum málaflokksins í núverandi og síðustu ríkisstjórn fyrir að raungera þingsályktunina sem samþykkt var á vorþinginu 2021. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Skoðun Skoðun Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Eldgos verða með 3 til 4 ára bili hér á landi. Jarðskjálftar eru mjög algengir. Tekist hefur að byggja upp stórt og öflugt vöktunarkerfi frammi fyrir þessum náttúrufyrirbærum þótt vafalaust þurfi enn að bæta það. Ofanflóð er safnheiti fyrir hraðar massahreyfingar eftir hallandi landi. Þyngdartog jarðar veldur þeim, allt eftir aðstæðum. Þau eru flokkuð í snjóflóð og skriður af ýmsu tagi. Snjóflóð eru þurr eða misblaut, til og með krapaflóð. Snjóflóð eiga sé næstum punktlaga upptök og breiða úr sér niður halla eða verða til þegar snjóhengjur bresta á brúnum eða þegar löng rifa opnast í snjóþekju og stór spilda rennur af stað og brotnar upp (flekaflóð). Mjög alvarlegir atburðir á allnokkrum undanförnum áratugum urðu til þess að víðtækt átak var gert í snjóflóðavarnamálum og er enn unnið að nýframkvæmdum og endurbótum. Töluvert er enn í land með þessar varnir. Samhliða hafa sérstakar fjárveitingar verið efldar og bótasjóðir sameinaðir. Þeir þurfa líka að skoðast í kjölinn. Nú er aukin áhersla lögð á varnir gegn hinum meginflokki ofanflóða. Þau má gróflega flokka í eðjuhlaup eða aurflóð (aðallega mold og lítt gróf bergmylsna), grjótskriður eða grjóthrun (aðallega gróf bergmyslna og misstórir steinar) og berghrun eða berghlaup (stórir hlutar fjallshlíða falla fram). Vísbendingar eru um að loftslagsbreytingar ýti undir þessa náttúruvá. Má benda á breytt úrkomumynstur og tíðari stórrigningar, hlýnun, bráðnun sífrera á hálendi, hop jökla og tíðari skipti milli frosts og þíðu sem veldur endurtekinni frostþenslu vatns við ísmyndun í jarðvegi og bergi. Við þessari tegund náttúruvár hafa þegar verið hafin viðbrögð, m.a. aukin vöktun. Hana þarf að auka skv. nýju skýrslu ráðuneytis umhverfis, orku og loftslags. Enn fremur þarf að hyggja að ýmis konar kerfisbreytingum í náttúruvár- og almannavarnageiranum, móta heildræna grunnstefnu og vinna að beinum vörnum. Eitt af því sem ég hef nefnt er sameining fulltrúa ráðgjafaráða og náttúruvárteyma í Náttúruvárráð, svipað og Þjóðaröryggisráð. Mörg önnur verkefni bíða frekari vinnu; líka þau sem við höfum takmarkaða reynslu af og litla getu til viðbragaða við. Til dæmis eld í lággróðri eða skóglendi á stórum svæði. Verkefnin eru ærin, þau eru fjárfrek að hluta, varða mannafla og sérþekkingu og þau fylgja okkur langt inn í framtíðina. Nýja skýrslan (sjá t.d. www.urn.is) fjallar um allt þetta og meira. Hún er vönduð og yfirgripsmikil og ber að þakka nefndinni sem hana vann og ráðherrum málaflokksins í núverandi og síðustu ríkisstjórn fyrir að raungera þingsályktunina sem samþykkt var á vorþinginu 2021. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar