Skrásetur frasann „Wagatha Christie“ eftir að hafa tapað fleiri hundruð milljónum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2023 07:02 Rebekah Vardy ásamt eiginmanni sínum Jamie þegar málið var tekið fyrir í maí á síðasta ári. EPA-EFE/NEIL HALL Rebekah Vardy, eiginkona knattspyrnumannsins Jamie Vardy, hefur fengið frasann eða orðatiltækið „Wagatha Christie“ skrásettan sem vörumerki. Vardy tapaði meiðyrðamáli sínu gegn Coleen Rooney, eiginkonu fyrrverandi knattspyrnumannsins Wayne Rooney. Deilur Vardy og Rooney hafa verið í fréttum undanfarin ár eftir að Coleen gaf það út að Rebekah hefði verið að dreifa sögum af Coleen og Wayne í bresku slúðurpressuna. Rebekah höfðaði meiðyrðamál gegn Coleen en tapaði því og þurfti í kjölfarið að greiða allan málskostnað. Nú hefur Rebekah skrásett frasann „Wagatha Christie.“ Um er að ræða frasa sem sameinar hugtakið „Wag“ – sem nær yfir eiginkonur og kærustur enskra knattspyrnumanna – og Agöthu Christie, rithöfund sem sérhæfði sig í „Hver er morðinginn?“ bókum. Rebekah sótti um að fá frasann skrásettan í ágúst á síðasta ári en hún ku ekki hafa fundið upp á honum. Grínistinn Dan Atkinson segist hafa verið fyrstur til að nota frasann. Það virðist ekki hafa skipt máli þar sem Rebekah fékk frasann loks skrásettan síðasta föstudag. 'Wagatha Christie' trademark registered by Rebekah Vardy, even though she didn't come up with it https://t.co/zgMiRUKwUE— Sky News (@SkyNews) April 19, 2023 Nær þetta yfir allt frá sjónvarpsútsendingum, fegurðarkremum til skartgripa og hátískufatnað. Gæti þetta gefið vel í aðra hönd, eitthvað sem Rebekah þarf eftir að henni var gert að greiða allan málskostnað. Síðan málinu lauk hefur verið gerð heimildarmynd sem og leikrit um málið. Þau mega nú ekki nota hugtakið „Wagatha Christie“ án þess að borga. Fótbolti Enski boltinn Deilur Coleen Rooney og Rebekah Vardy Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Deilur Vardy og Rooney hafa verið í fréttum undanfarin ár eftir að Coleen gaf það út að Rebekah hefði verið að dreifa sögum af Coleen og Wayne í bresku slúðurpressuna. Rebekah höfðaði meiðyrðamál gegn Coleen en tapaði því og þurfti í kjölfarið að greiða allan málskostnað. Nú hefur Rebekah skrásett frasann „Wagatha Christie.“ Um er að ræða frasa sem sameinar hugtakið „Wag“ – sem nær yfir eiginkonur og kærustur enskra knattspyrnumanna – og Agöthu Christie, rithöfund sem sérhæfði sig í „Hver er morðinginn?“ bókum. Rebekah sótti um að fá frasann skrásettan í ágúst á síðasta ári en hún ku ekki hafa fundið upp á honum. Grínistinn Dan Atkinson segist hafa verið fyrstur til að nota frasann. Það virðist ekki hafa skipt máli þar sem Rebekah fékk frasann loks skrásettan síðasta föstudag. 'Wagatha Christie' trademark registered by Rebekah Vardy, even though she didn't come up with it https://t.co/zgMiRUKwUE— Sky News (@SkyNews) April 19, 2023 Nær þetta yfir allt frá sjónvarpsútsendingum, fegurðarkremum til skartgripa og hátískufatnað. Gæti þetta gefið vel í aðra hönd, eitthvað sem Rebekah þarf eftir að henni var gert að greiða allan málskostnað. Síðan málinu lauk hefur verið gerð heimildarmynd sem og leikrit um málið. Þau mega nú ekki nota hugtakið „Wagatha Christie“ án þess að borga.
Fótbolti Enski boltinn Deilur Coleen Rooney og Rebekah Vardy Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira