Landsvirkjun fórni stærsta laxastofni Íslands? Elvar Örn Friðriksson skrifar 19. apríl 2023 22:32 Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár. Landsvirkjun tekur ekki á alvarlegum vandamálum, sem við útlistum hér fyrir neðan, en ætlar samt sem áður að æða áfram og virkja. Laxastofninn í Þjórsá er sá stærsti á Íslandi og einn sá stærsti í Norður-Atlantshafi. Þetta er merkilegur stofn sem hefur aðlagast aðstæðum sínum í þúsundir ára. Verndarsjóður Villtra Laxastofna hefur ásamt fjölmörgun öðrum nattúruverndarsinnum og landeigendum á svæðinu árum saman bent á þá staðreynd að stofninum stafar hætta af virkjuninni og höfum við útvegað gögn sem sýna fram á hverju von er á. Hvammsvirkjun er skýrt dæmi um það hvernig á að eyðileggja náttúruna og finna svo út úr því seinna hvernig sé rétt að bregðast við skaðanum, ef það er á annað borð hægt. Þetta minnir óþægilega mikið á þá aðferðafræði sem norskir auðkýfingar með aðstoð íslenskra stjórnvalda hafa notað í sjókvíaeldi á Íslandi. Þ.e. æðum af stað og reynum svo að finna „mótvægisaðgerðir“ þegar umhverfisskaðinn verður ljós. Í þætti Kveiks benti oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps réttilega á það að hvergi hefur komið fram hvernig eigi að bregðast við ef laxastofnar og lífríki Þjórsár verða fyrir skaða. Þegar forstjóri Landsvirkjunar var spurður um málið kom fram að Landsvirkjun myndi bara sjá til þess að þetta væri í lagi. Ef laxinn kemst ekki upp ána þá ætla þeir einfaldlega að veiða laxana fyrir neðan og færa þá upp fyrir virkjun. Það hljómar eins og hvert annað grín. Við spyrjum hvernig sé hægt að ráðast í svona framkvæmd án þess að vita hver áhrifin eru á villta stofna, og hvernig á að bregðast við ef þessir stofnar skaðast. Hvernig er hægt að vinda ofan af óafturkræfum skaða? Hvers vegna er Hvammsvirkjun slæm fyrir laxastofna Þjórsár? - Lax leitar að sterkasta straumnum Landsvirkjun ætlar að breyta rennsli árinnar á þann hátt að kvíslin fyrir neðan virkjun hafi lágmarksrennsli upp á 10m3. Meðalrennsli í henni verði þó 40-60m3. Rennslið í dag er um 330m3. Fyrir neðan þessa kvísl kemur svo frárennslisskurður virkjunarinnar aftur út í árfarveg Þjórsár. Rennslið í frárennsliskurðinum mun vera margfalt meira en í kvíslinni. Laxar leita að sterkasta straumnum á leið sinni upp ána. Út af þessu mun frárennslisskurðurinn stoppa laxinn og gera honum mjög erfitt fyrir með að finna kvíslina sem hann þarf að synda upp í til að komast ofar í ána. -70% laxa fundu ekki farveginn í sambærilegri virkjun í Svíþjóð Sambærileg virkjun í ánni Umeälv í Svíþjóð bauð upp á sambærilegar aðstæður fyrir laxinn. Árið 1997 var gerð rannsókn á því hvernig sú virkjun hefði áhrif á göngumynstur laxins. Niðurstöður voru þær að 70% laxa fundu ekki farveginn sem þeir “áttu” að fara í. Það var ekki fyrr en að rennslið í kvíslinni hækkaði verulega að þeir fóru að rata þar upp. Að meðaltali tafði þetta gönguvegferð laxanna um 52 daga. Það er einfaldlega óásættanlegt inngrip inn í náttúrulegt ferli. -Skaðlegt að selflytja þúsundir villtra laxa Að ætla að veiða þúsundir laxa fyrir neðan virkjun og færa þá upp fyrir er einnig algjörlega óásættanlegt inngrip í náttúruna, og hvergi hefur komið fram hvernig í ósköpunum á að gera það án þess að valda skaða. -Laxaseiði hökkuð í túrbínum Landsvirkjunar Landsvirkjun heldur því fram að „seiðafleyta“ eigi að verða til þess að laxfiskaseiði á leið sinni niður ána muni komast leið sína ósködduð. Hins vegar má sjá í myndrænum framsetningum Landsvirkjunar að ekkert stoppar seiðin frá því að rata beint inn í túrbínurnar. Mikið traust er lagt á það að laxaseiðin haldi sig í yfirborðinu og rati þannig inn í seyðafleytuna. Það er hins vegar ekkert sem styður það að laxaseiðin muni halda sig alveg í yfirborðinu...þó að Landsvirkjun vilji það. Það er hegðun sem laxaseiði sýna fyrst og fremst þegar þau eru að synda í straum, ekki í uppistöðulóni. Aðal straumurinn, leiðir þau beint inn í túrbínurnar. Vatnsfallsvirkjanir hafa nú þegar þurrkað út laxastofna á mörgum stöðum í heiminum, og snýr laxaverndunarstarf á mörgum stöðum að því að fjarlægja hindranir og stíflur til þess að villtur lax komist aftur sína leið og geti ratað á hrygningastöðvar. Það er því ótrúlegt að nú eigi að ráðast í þessa miklu framkvæmd hér á landi án þess að geta staðhæft að villtir stofnar og lífríki muni ekki skaðast. Laxastofninn í Þjórsá er stærsti villti laxastofn landins og gríðalega mikivægur partur í lífríki Þjórsár. Ef að laxinn hverfur úr Þjórsá mun það hafa áhrif á allt annað lífríki, því að þetta helst jú allt í hendur. Líffræðilegur fjölbreytileiki mun skaðast og Þjórsá verður aldrei söm. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Rangárþing ytra Orkumál Stangveiði Elvar Örn Friðriksson Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár. Landsvirkjun tekur ekki á alvarlegum vandamálum, sem við útlistum hér fyrir neðan, en ætlar samt sem áður að æða áfram og virkja. Laxastofninn í Þjórsá er sá stærsti á Íslandi og einn sá stærsti í Norður-Atlantshafi. Þetta er merkilegur stofn sem hefur aðlagast aðstæðum sínum í þúsundir ára. Verndarsjóður Villtra Laxastofna hefur ásamt fjölmörgun öðrum nattúruverndarsinnum og landeigendum á svæðinu árum saman bent á þá staðreynd að stofninum stafar hætta af virkjuninni og höfum við útvegað gögn sem sýna fram á hverju von er á. Hvammsvirkjun er skýrt dæmi um það hvernig á að eyðileggja náttúruna og finna svo út úr því seinna hvernig sé rétt að bregðast við skaðanum, ef það er á annað borð hægt. Þetta minnir óþægilega mikið á þá aðferðafræði sem norskir auðkýfingar með aðstoð íslenskra stjórnvalda hafa notað í sjókvíaeldi á Íslandi. Þ.e. æðum af stað og reynum svo að finna „mótvægisaðgerðir“ þegar umhverfisskaðinn verður ljós. Í þætti Kveiks benti oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps réttilega á það að hvergi hefur komið fram hvernig eigi að bregðast við ef laxastofnar og lífríki Þjórsár verða fyrir skaða. Þegar forstjóri Landsvirkjunar var spurður um málið kom fram að Landsvirkjun myndi bara sjá til þess að þetta væri í lagi. Ef laxinn kemst ekki upp ána þá ætla þeir einfaldlega að veiða laxana fyrir neðan og færa þá upp fyrir virkjun. Það hljómar eins og hvert annað grín. Við spyrjum hvernig sé hægt að ráðast í svona framkvæmd án þess að vita hver áhrifin eru á villta stofna, og hvernig á að bregðast við ef þessir stofnar skaðast. Hvernig er hægt að vinda ofan af óafturkræfum skaða? Hvers vegna er Hvammsvirkjun slæm fyrir laxastofna Þjórsár? - Lax leitar að sterkasta straumnum Landsvirkjun ætlar að breyta rennsli árinnar á þann hátt að kvíslin fyrir neðan virkjun hafi lágmarksrennsli upp á 10m3. Meðalrennsli í henni verði þó 40-60m3. Rennslið í dag er um 330m3. Fyrir neðan þessa kvísl kemur svo frárennslisskurður virkjunarinnar aftur út í árfarveg Þjórsár. Rennslið í frárennsliskurðinum mun vera margfalt meira en í kvíslinni. Laxar leita að sterkasta straumnum á leið sinni upp ána. Út af þessu mun frárennslisskurðurinn stoppa laxinn og gera honum mjög erfitt fyrir með að finna kvíslina sem hann þarf að synda upp í til að komast ofar í ána. -70% laxa fundu ekki farveginn í sambærilegri virkjun í Svíþjóð Sambærileg virkjun í ánni Umeälv í Svíþjóð bauð upp á sambærilegar aðstæður fyrir laxinn. Árið 1997 var gerð rannsókn á því hvernig sú virkjun hefði áhrif á göngumynstur laxins. Niðurstöður voru þær að 70% laxa fundu ekki farveginn sem þeir “áttu” að fara í. Það var ekki fyrr en að rennslið í kvíslinni hækkaði verulega að þeir fóru að rata þar upp. Að meðaltali tafði þetta gönguvegferð laxanna um 52 daga. Það er einfaldlega óásættanlegt inngrip inn í náttúrulegt ferli. -Skaðlegt að selflytja þúsundir villtra laxa Að ætla að veiða þúsundir laxa fyrir neðan virkjun og færa þá upp fyrir er einnig algjörlega óásættanlegt inngrip í náttúruna, og hvergi hefur komið fram hvernig í ósköpunum á að gera það án þess að valda skaða. -Laxaseiði hökkuð í túrbínum Landsvirkjunar Landsvirkjun heldur því fram að „seiðafleyta“ eigi að verða til þess að laxfiskaseiði á leið sinni niður ána muni komast leið sína ósködduð. Hins vegar má sjá í myndrænum framsetningum Landsvirkjunar að ekkert stoppar seiðin frá því að rata beint inn í túrbínurnar. Mikið traust er lagt á það að laxaseiðin haldi sig í yfirborðinu og rati þannig inn í seyðafleytuna. Það er hins vegar ekkert sem styður það að laxaseiðin muni halda sig alveg í yfirborðinu...þó að Landsvirkjun vilji það. Það er hegðun sem laxaseiði sýna fyrst og fremst þegar þau eru að synda í straum, ekki í uppistöðulóni. Aðal straumurinn, leiðir þau beint inn í túrbínurnar. Vatnsfallsvirkjanir hafa nú þegar þurrkað út laxastofna á mörgum stöðum í heiminum, og snýr laxaverndunarstarf á mörgum stöðum að því að fjarlægja hindranir og stíflur til þess að villtur lax komist aftur sína leið og geti ratað á hrygningastöðvar. Það er því ótrúlegt að nú eigi að ráðast í þessa miklu framkvæmd hér á landi án þess að geta staðhæft að villtir stofnar og lífríki muni ekki skaðast. Laxastofninn í Þjórsá er stærsti villti laxastofn landins og gríðalega mikivægur partur í lífríki Þjórsár. Ef að laxinn hverfur úr Þjórsá mun það hafa áhrif á allt annað lífríki, því að þetta helst jú allt í hendur. Líffræðilegur fjölbreytileiki mun skaðast og Þjórsá verður aldrei söm. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun