Landsvirkjun fórni stærsta laxastofni Íslands? Elvar Örn Friðriksson skrifar 19. apríl 2023 22:32 Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár. Landsvirkjun tekur ekki á alvarlegum vandamálum, sem við útlistum hér fyrir neðan, en ætlar samt sem áður að æða áfram og virkja. Laxastofninn í Þjórsá er sá stærsti á Íslandi og einn sá stærsti í Norður-Atlantshafi. Þetta er merkilegur stofn sem hefur aðlagast aðstæðum sínum í þúsundir ára. Verndarsjóður Villtra Laxastofna hefur ásamt fjölmörgun öðrum nattúruverndarsinnum og landeigendum á svæðinu árum saman bent á þá staðreynd að stofninum stafar hætta af virkjuninni og höfum við útvegað gögn sem sýna fram á hverju von er á. Hvammsvirkjun er skýrt dæmi um það hvernig á að eyðileggja náttúruna og finna svo út úr því seinna hvernig sé rétt að bregðast við skaðanum, ef það er á annað borð hægt. Þetta minnir óþægilega mikið á þá aðferðafræði sem norskir auðkýfingar með aðstoð íslenskra stjórnvalda hafa notað í sjókvíaeldi á Íslandi. Þ.e. æðum af stað og reynum svo að finna „mótvægisaðgerðir“ þegar umhverfisskaðinn verður ljós. Í þætti Kveiks benti oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps réttilega á það að hvergi hefur komið fram hvernig eigi að bregðast við ef laxastofnar og lífríki Þjórsár verða fyrir skaða. Þegar forstjóri Landsvirkjunar var spurður um málið kom fram að Landsvirkjun myndi bara sjá til þess að þetta væri í lagi. Ef laxinn kemst ekki upp ána þá ætla þeir einfaldlega að veiða laxana fyrir neðan og færa þá upp fyrir virkjun. Það hljómar eins og hvert annað grín. Við spyrjum hvernig sé hægt að ráðast í svona framkvæmd án þess að vita hver áhrifin eru á villta stofna, og hvernig á að bregðast við ef þessir stofnar skaðast. Hvernig er hægt að vinda ofan af óafturkræfum skaða? Hvers vegna er Hvammsvirkjun slæm fyrir laxastofna Þjórsár? - Lax leitar að sterkasta straumnum Landsvirkjun ætlar að breyta rennsli árinnar á þann hátt að kvíslin fyrir neðan virkjun hafi lágmarksrennsli upp á 10m3. Meðalrennsli í henni verði þó 40-60m3. Rennslið í dag er um 330m3. Fyrir neðan þessa kvísl kemur svo frárennslisskurður virkjunarinnar aftur út í árfarveg Þjórsár. Rennslið í frárennsliskurðinum mun vera margfalt meira en í kvíslinni. Laxar leita að sterkasta straumnum á leið sinni upp ána. Út af þessu mun frárennslisskurðurinn stoppa laxinn og gera honum mjög erfitt fyrir með að finna kvíslina sem hann þarf að synda upp í til að komast ofar í ána. -70% laxa fundu ekki farveginn í sambærilegri virkjun í Svíþjóð Sambærileg virkjun í ánni Umeälv í Svíþjóð bauð upp á sambærilegar aðstæður fyrir laxinn. Árið 1997 var gerð rannsókn á því hvernig sú virkjun hefði áhrif á göngumynstur laxins. Niðurstöður voru þær að 70% laxa fundu ekki farveginn sem þeir “áttu” að fara í. Það var ekki fyrr en að rennslið í kvíslinni hækkaði verulega að þeir fóru að rata þar upp. Að meðaltali tafði þetta gönguvegferð laxanna um 52 daga. Það er einfaldlega óásættanlegt inngrip inn í náttúrulegt ferli. -Skaðlegt að selflytja þúsundir villtra laxa Að ætla að veiða þúsundir laxa fyrir neðan virkjun og færa þá upp fyrir er einnig algjörlega óásættanlegt inngrip í náttúruna, og hvergi hefur komið fram hvernig í ósköpunum á að gera það án þess að valda skaða. -Laxaseiði hökkuð í túrbínum Landsvirkjunar Landsvirkjun heldur því fram að „seiðafleyta“ eigi að verða til þess að laxfiskaseiði á leið sinni niður ána muni komast leið sína ósködduð. Hins vegar má sjá í myndrænum framsetningum Landsvirkjunar að ekkert stoppar seiðin frá því að rata beint inn í túrbínurnar. Mikið traust er lagt á það að laxaseiðin haldi sig í yfirborðinu og rati þannig inn í seyðafleytuna. Það er hins vegar ekkert sem styður það að laxaseiðin muni halda sig alveg í yfirborðinu...þó að Landsvirkjun vilji það. Það er hegðun sem laxaseiði sýna fyrst og fremst þegar þau eru að synda í straum, ekki í uppistöðulóni. Aðal straumurinn, leiðir þau beint inn í túrbínurnar. Vatnsfallsvirkjanir hafa nú þegar þurrkað út laxastofna á mörgum stöðum í heiminum, og snýr laxaverndunarstarf á mörgum stöðum að því að fjarlægja hindranir og stíflur til þess að villtur lax komist aftur sína leið og geti ratað á hrygningastöðvar. Það er því ótrúlegt að nú eigi að ráðast í þessa miklu framkvæmd hér á landi án þess að geta staðhæft að villtir stofnar og lífríki muni ekki skaðast. Laxastofninn í Þjórsá er stærsti villti laxastofn landins og gríðalega mikivægur partur í lífríki Þjórsár. Ef að laxinn hverfur úr Þjórsá mun það hafa áhrif á allt annað lífríki, því að þetta helst jú allt í hendur. Líffræðilegur fjölbreytileiki mun skaðast og Þjórsá verður aldrei söm. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Rangárþing ytra Orkumál Stangveiði Elvar Örn Friðriksson Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár. Landsvirkjun tekur ekki á alvarlegum vandamálum, sem við útlistum hér fyrir neðan, en ætlar samt sem áður að æða áfram og virkja. Laxastofninn í Þjórsá er sá stærsti á Íslandi og einn sá stærsti í Norður-Atlantshafi. Þetta er merkilegur stofn sem hefur aðlagast aðstæðum sínum í þúsundir ára. Verndarsjóður Villtra Laxastofna hefur ásamt fjölmörgun öðrum nattúruverndarsinnum og landeigendum á svæðinu árum saman bent á þá staðreynd að stofninum stafar hætta af virkjuninni og höfum við útvegað gögn sem sýna fram á hverju von er á. Hvammsvirkjun er skýrt dæmi um það hvernig á að eyðileggja náttúruna og finna svo út úr því seinna hvernig sé rétt að bregðast við skaðanum, ef það er á annað borð hægt. Þetta minnir óþægilega mikið á þá aðferðafræði sem norskir auðkýfingar með aðstoð íslenskra stjórnvalda hafa notað í sjókvíaeldi á Íslandi. Þ.e. æðum af stað og reynum svo að finna „mótvægisaðgerðir“ þegar umhverfisskaðinn verður ljós. Í þætti Kveiks benti oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps réttilega á það að hvergi hefur komið fram hvernig eigi að bregðast við ef laxastofnar og lífríki Þjórsár verða fyrir skaða. Þegar forstjóri Landsvirkjunar var spurður um málið kom fram að Landsvirkjun myndi bara sjá til þess að þetta væri í lagi. Ef laxinn kemst ekki upp ána þá ætla þeir einfaldlega að veiða laxana fyrir neðan og færa þá upp fyrir virkjun. Það hljómar eins og hvert annað grín. Við spyrjum hvernig sé hægt að ráðast í svona framkvæmd án þess að vita hver áhrifin eru á villta stofna, og hvernig á að bregðast við ef þessir stofnar skaðast. Hvernig er hægt að vinda ofan af óafturkræfum skaða? Hvers vegna er Hvammsvirkjun slæm fyrir laxastofna Þjórsár? - Lax leitar að sterkasta straumnum Landsvirkjun ætlar að breyta rennsli árinnar á þann hátt að kvíslin fyrir neðan virkjun hafi lágmarksrennsli upp á 10m3. Meðalrennsli í henni verði þó 40-60m3. Rennslið í dag er um 330m3. Fyrir neðan þessa kvísl kemur svo frárennslisskurður virkjunarinnar aftur út í árfarveg Þjórsár. Rennslið í frárennsliskurðinum mun vera margfalt meira en í kvíslinni. Laxar leita að sterkasta straumnum á leið sinni upp ána. Út af þessu mun frárennslisskurðurinn stoppa laxinn og gera honum mjög erfitt fyrir með að finna kvíslina sem hann þarf að synda upp í til að komast ofar í ána. -70% laxa fundu ekki farveginn í sambærilegri virkjun í Svíþjóð Sambærileg virkjun í ánni Umeälv í Svíþjóð bauð upp á sambærilegar aðstæður fyrir laxinn. Árið 1997 var gerð rannsókn á því hvernig sú virkjun hefði áhrif á göngumynstur laxins. Niðurstöður voru þær að 70% laxa fundu ekki farveginn sem þeir “áttu” að fara í. Það var ekki fyrr en að rennslið í kvíslinni hækkaði verulega að þeir fóru að rata þar upp. Að meðaltali tafði þetta gönguvegferð laxanna um 52 daga. Það er einfaldlega óásættanlegt inngrip inn í náttúrulegt ferli. -Skaðlegt að selflytja þúsundir villtra laxa Að ætla að veiða þúsundir laxa fyrir neðan virkjun og færa þá upp fyrir er einnig algjörlega óásættanlegt inngrip í náttúruna, og hvergi hefur komið fram hvernig í ósköpunum á að gera það án þess að valda skaða. -Laxaseiði hökkuð í túrbínum Landsvirkjunar Landsvirkjun heldur því fram að „seiðafleyta“ eigi að verða til þess að laxfiskaseiði á leið sinni niður ána muni komast leið sína ósködduð. Hins vegar má sjá í myndrænum framsetningum Landsvirkjunar að ekkert stoppar seiðin frá því að rata beint inn í túrbínurnar. Mikið traust er lagt á það að laxaseiðin haldi sig í yfirborðinu og rati þannig inn í seyðafleytuna. Það er hins vegar ekkert sem styður það að laxaseiðin muni halda sig alveg í yfirborðinu...þó að Landsvirkjun vilji það. Það er hegðun sem laxaseiði sýna fyrst og fremst þegar þau eru að synda í straum, ekki í uppistöðulóni. Aðal straumurinn, leiðir þau beint inn í túrbínurnar. Vatnsfallsvirkjanir hafa nú þegar þurrkað út laxastofna á mörgum stöðum í heiminum, og snýr laxaverndunarstarf á mörgum stöðum að því að fjarlægja hindranir og stíflur til þess að villtur lax komist aftur sína leið og geti ratað á hrygningastöðvar. Það er því ótrúlegt að nú eigi að ráðast í þessa miklu framkvæmd hér á landi án þess að geta staðhæft að villtir stofnar og lífríki muni ekki skaðast. Laxastofninn í Þjórsá er stærsti villti laxastofn landins og gríðalega mikivægur partur í lífríki Þjórsár. Ef að laxinn hverfur úr Þjórsá mun það hafa áhrif á allt annað lífríki, því að þetta helst jú allt í hendur. Líffræðilegur fjölbreytileiki mun skaðast og Þjórsá verður aldrei söm. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun