Olíusjóðurinn vill ekki gera olíufélag loftslagsvænna Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2023 11:05 Breska olíufélagið BP dró nýlega verulega úr loftslagsmarkmiðum sínum. Það ætlaði að minnka framleiðslu á olíu og gasi um 40% en stefnir nú aðeins á 25% samdrátt. Vísir/EPA Norski olíusjóðurinn ætlar að greiða atkvæði gegn ályktun um að breska olíufélagið BP setji sér metnaðarfyllri loftslagsmarkmið á hluthafafundi í næstu viku. Hópurinn sem stendur að ályktuninni segir sjóðinn ekki framfylgja eigin fjárfestingastefnu. Hluthafafundur BP fer fram fimmtudaginn 27. apríl. Norski olíusjóðurinn, einn umsvifamesti fjárfestir heims, á 2,73 prósenta hlut í olíurisanum sem var metinn á 2,8 milljarða dollara við árslok 2022, jafnvirði meira en 384 milljarða íslenskra króna. Hópur aðgerðasinnaðra hluthafa sem kallar sig Follow This lagði fram ályktunartillögu fyrir fundinn sem felur í sér að BP setji sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem séu í samræmi Parísarsamkomulagið. Það kveður á um að hnattrænni hlýnun verði haldið vel fyrir innan tvær gráður og helst eina og hálfa gráðu fyrir lok aldarinnar. BP dró verulega í land með loftslagsmarkmið sín í febrúar. Fyrirtækið stefndi upphaflega á að draga úr olíu- og gasframleiðslu sinni um fjörutíu prósent á milli 2019 og 2030. Nú er stefna þess að draga úr framleiðslu um fjórðung. Stjórn BP hvetur hluthafa til þess að fella tillöguna á þeim forsendum að hún sé ekki skýr um hvað fyrirtækið eigi að gera. Reuters-fréttastofan segir að norski olíusjóðurinn ætli að greiða atkvæði gegn tillögunni en hann hafi ekki gefið skýringar á hvers vegna. Hann hefur áður sagst styðja tillögur um umhverfis-, samfélags- og stjórnunarmál af þessu tagi í sumum tilfellum en það sé metið í hvert skipti fyrir sig. Félag norska seðlabankans (NBIM) sem stýrir olíusjóðnum hefur sagst ætla að vera aðgangsharðara við fyrirtæki sem setja sér ekki trúverðug loftslagsmarkmið. Follow This sakar NBIM um að falla á fyrsta prófinu varðandi loftslagsstefnu þess. Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Bretland Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hluthafafundur BP fer fram fimmtudaginn 27. apríl. Norski olíusjóðurinn, einn umsvifamesti fjárfestir heims, á 2,73 prósenta hlut í olíurisanum sem var metinn á 2,8 milljarða dollara við árslok 2022, jafnvirði meira en 384 milljarða íslenskra króna. Hópur aðgerðasinnaðra hluthafa sem kallar sig Follow This lagði fram ályktunartillögu fyrir fundinn sem felur í sér að BP setji sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem séu í samræmi Parísarsamkomulagið. Það kveður á um að hnattrænni hlýnun verði haldið vel fyrir innan tvær gráður og helst eina og hálfa gráðu fyrir lok aldarinnar. BP dró verulega í land með loftslagsmarkmið sín í febrúar. Fyrirtækið stefndi upphaflega á að draga úr olíu- og gasframleiðslu sinni um fjörutíu prósent á milli 2019 og 2030. Nú er stefna þess að draga úr framleiðslu um fjórðung. Stjórn BP hvetur hluthafa til þess að fella tillöguna á þeim forsendum að hún sé ekki skýr um hvað fyrirtækið eigi að gera. Reuters-fréttastofan segir að norski olíusjóðurinn ætli að greiða atkvæði gegn tillögunni en hann hafi ekki gefið skýringar á hvers vegna. Hann hefur áður sagst styðja tillögur um umhverfis-, samfélags- og stjórnunarmál af þessu tagi í sumum tilfellum en það sé metið í hvert skipti fyrir sig. Félag norska seðlabankans (NBIM) sem stýrir olíusjóðnum hefur sagst ætla að vera aðgangsharðara við fyrirtæki sem setja sér ekki trúverðug loftslagsmarkmið. Follow This sakar NBIM um að falla á fyrsta prófinu varðandi loftslagsstefnu þess.
Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Bretland Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira