Stoltur Pavel um stóru breytinguna | „Ég hef enga tilfinningu fyrir leiknum“ Aron Guðmundsson skrifar 23. apríl 2023 23:02 Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta, var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld er liðið bar sigurorðið gegn Njarðvík í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi í úrslitakeppni Subway deildar karla. Tindastóll er nú komið 2-0 yfir í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina og getur, með sigri í þriðja leik liðanna á miðvikudaginn, sópað Njarðvíkingum út úr úrslitakeppninni. „Þeir (Njarðvík) spiluðu bara vel í kvöld myndi ég segja. Hvað okkur varðar þá held ég að þetta hafi bara verið framhald af síðasta leik,“ sagði Pavel eftir leik tvö í kvöld en Njarðvíkingar mættu mun sterkari til leiks í kvöld miðað við fyrsta leik liðanna. „Mér fannst við hvorki gera hlutina verr né öðruvísi, það var kannski bara mótherjinn sem var líkari sjálfum sér í dag heldur en hann á að vera. Njarðvíkingarnir eiga gott körfuboltalið sem spilaði betur í kvöld. Ég held að þessir góðu leikmenn þeirra hafi bara spilað eðlilega í kvöld. Ég veit ekki alveg hvað annað ég get sagt við strákana mína fyrir næsta leik en bara áfram, ég veit ekki alveg hvað ég get lagað.“ Upplifir ekki það sama sem þjálfari Svali Björgvinsson tók viðtalið við Pavel en hann vildi fá að vita hvort Pavel, sem á sínum leikmannaferli vann fjöldann allan af Íslandsmeistaratitlum, fyndi mun á því að vera þjálfari frekar en leikmaður í þessum aðstæðum. „Ég hef enga tilfinningu fyrir leiknum, það er aðal breytingin,” svaraði Pavel. ,,Þegar að maður er ekki inn á vellinum, þá hefur maður ekki tilfinningu. Ég upplifi ekki það sama og strákarnir. Við vorum yfir með 30 stigum í síðasta leik og nokkrar mínútur eftir en mér leið ekki eins og við værum með þá. Ef ég hefði verið inn á vellinum þá hefði ég fundið þessa tilfinningu, að við værum með þá. Það er aðal vandamálið með að vera þjálfari og ég reyni oft að hlera strákana með það hvernig þeim líður, ekki hvað þeim finnst við eiga vera að gera.“ En á annað borð viðurkenndi Pavel að hann sé að finna fyrir miklu stolti vegna spilamennsku sinna manna. „Ég ætla ekki að eigna mér neitt í þessum sigri en maður upplifir stolt og það er gaman að sjá strákana sína vera upplifa það sem ég hef áður upplifað. Ég veit hvaða tilfinningu þeir eru að upplifa og það gleður mig rosalega að vita hvernig þeim líður núna.“ Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Tindastóll er nú komið 2-0 yfir í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina og getur, með sigri í þriðja leik liðanna á miðvikudaginn, sópað Njarðvíkingum út úr úrslitakeppninni. „Þeir (Njarðvík) spiluðu bara vel í kvöld myndi ég segja. Hvað okkur varðar þá held ég að þetta hafi bara verið framhald af síðasta leik,“ sagði Pavel eftir leik tvö í kvöld en Njarðvíkingar mættu mun sterkari til leiks í kvöld miðað við fyrsta leik liðanna. „Mér fannst við hvorki gera hlutina verr né öðruvísi, það var kannski bara mótherjinn sem var líkari sjálfum sér í dag heldur en hann á að vera. Njarðvíkingarnir eiga gott körfuboltalið sem spilaði betur í kvöld. Ég held að þessir góðu leikmenn þeirra hafi bara spilað eðlilega í kvöld. Ég veit ekki alveg hvað annað ég get sagt við strákana mína fyrir næsta leik en bara áfram, ég veit ekki alveg hvað ég get lagað.“ Upplifir ekki það sama sem þjálfari Svali Björgvinsson tók viðtalið við Pavel en hann vildi fá að vita hvort Pavel, sem á sínum leikmannaferli vann fjöldann allan af Íslandsmeistaratitlum, fyndi mun á því að vera þjálfari frekar en leikmaður í þessum aðstæðum. „Ég hef enga tilfinningu fyrir leiknum, það er aðal breytingin,” svaraði Pavel. ,,Þegar að maður er ekki inn á vellinum, þá hefur maður ekki tilfinningu. Ég upplifi ekki það sama og strákarnir. Við vorum yfir með 30 stigum í síðasta leik og nokkrar mínútur eftir en mér leið ekki eins og við værum með þá. Ef ég hefði verið inn á vellinum þá hefði ég fundið þessa tilfinningu, að við værum með þá. Það er aðal vandamálið með að vera þjálfari og ég reyni oft að hlera strákana með það hvernig þeim líður, ekki hvað þeim finnst við eiga vera að gera.“ En á annað borð viðurkenndi Pavel að hann sé að finna fyrir miklu stolti vegna spilamennsku sinna manna. „Ég ætla ekki að eigna mér neitt í þessum sigri en maður upplifir stolt og það er gaman að sjá strákana sína vera upplifa það sem ég hef áður upplifað. Ég veit hvaða tilfinningu þeir eru að upplifa og það gleður mig rosalega að vita hvernig þeim líður núna.“
Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira