Mikilvægt að upplýsa íbúa Bragi Bjarnason skrifar 25. apríl 2023 12:01 Ég vil byrja á að þakka íbúum í Árborg fyrir áhuga þeirra á íbúafundinum 12.apríl sl. þegar bæjarstjórn Árborgar ásamt ráðgjafafyrirtækinu KPMG fóru yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og markmið næstu ára. Það er nú eitt meginmarkmiða bæjarstjórnar að íbúar séu reglulega upplýstir um málefni sveitarfélagsins okkar og vil ég fylgja því eftir með þessum stutta pistli. Leysum úr vandanum Fulltrúar KPMG lýstu í einföldu máli hvernig fjárhagsstaða sveitarfélagsins hafi tekið skarpa dýfu á fáeinum árum. Þar kom helst fram að aukin skuldsetning og útgjöld í örum íbúavexti hafa sett sveitafélagið í stöðu sem mikilvægt er að bregðast við strax. Verkefnið er erfitt en vel viðráðanlegt enda er Sveitarfélagið Árborg hvorki fyrsta né síðasta sveitarfélagið sem takast þarf á við fjárhagslega endurskipulagningu. Reynsla frá sambærilegum verkefnum og ráðgjöf KPMG nýtist okkur í bæjarstjórn vel. Þá er gott að finna stuðning og skilning íbúa á nauðsyn þess að grípa til ýmissa erfiðra úrræða. Vil ég þakka þeim fjölmörgu sem ég hef átt samtöl við eða fengið skilaboð frá í kjölfar kynningarfundarins. Það er okkur mikilvægt að heyra að íbúar séu umfram allt bjartsýnir og geri sér grein fyrir því að núverandi bæjarstjórn hafi ekki stofnað til þessarar stöðu heldur sé einhuga að leysa úr henni. Raunhæf markmið Sé miðað útfrá forsendum sem við búum við í dag er raunhæft að Árborg verði undir skuldaviðmiði sveitarfélaga strax árið 2028. Öll vinna bæjarstjórnar markast þó af því að ná settum fjárhagslegum markmiðum fyrr. Ég hef fulla trú á að með samstilltu átaki muni það takast enda tækifærin á svæðinu mikil og mörg spennandi verkefni í farvatninu. Við erum að taka saman svör við þeim rúmlega hundrað spurningum sem upp komu á fundinum. Ætlunin er að þau liggi fyrir á heimasíðu Svf. Árborgar fljótlega. Vor í loftinu Það er alltaf ákveðin vorboði þegar bæjarhátíðirnar byrja hver af annarri og nú er „Vori í Árborg“ nýlokið. Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt að vanda, hófst með hátíðardagskrá skátafélagsins Fossbúa á sumardaginn fyrsta og hélt svo áfram yfir helgina þar sem henni lauk með 10 ára afmælisveislu Konubókastofu á Eyrarbakka. Vel var staðið að hátíðinni og vil ég þakka öllum sem komu að. Annar vorboði eru úrslitakeppnir í íþróttum, Grýlupottahlaup og vormót hér og þar. Leyfi ég mér að nefna sérstaklega kvennalið Umf. Selfoss í handbolta sem er í úrslitaumspili um úrvalsdeildarsæti en umspilið hefst miðvikudaginn 26.apríl í Set-höllinni á Selfossi. Hvet ég fólk til að mæta og styðja okkar frábæra lið í þeirri keppni. Þá minni ég á stóra plokkdaginn sem verður haldinn 30. apríl nk. Þá geta íbúar fengið glæra plastpoka, gengið um sitt nánasta umhverfi og gert það snyrtilegra. Sveitarfélagið leggur til sérstakar tunnur þar sem íbúar geta losað sig við plastpokana. Nánari upplýsingar má finna á www.arborg.is. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á að þakka íbúum í Árborg fyrir áhuga þeirra á íbúafundinum 12.apríl sl. þegar bæjarstjórn Árborgar ásamt ráðgjafafyrirtækinu KPMG fóru yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og markmið næstu ára. Það er nú eitt meginmarkmiða bæjarstjórnar að íbúar séu reglulega upplýstir um málefni sveitarfélagsins okkar og vil ég fylgja því eftir með þessum stutta pistli. Leysum úr vandanum Fulltrúar KPMG lýstu í einföldu máli hvernig fjárhagsstaða sveitarfélagsins hafi tekið skarpa dýfu á fáeinum árum. Þar kom helst fram að aukin skuldsetning og útgjöld í örum íbúavexti hafa sett sveitafélagið í stöðu sem mikilvægt er að bregðast við strax. Verkefnið er erfitt en vel viðráðanlegt enda er Sveitarfélagið Árborg hvorki fyrsta né síðasta sveitarfélagið sem takast þarf á við fjárhagslega endurskipulagningu. Reynsla frá sambærilegum verkefnum og ráðgjöf KPMG nýtist okkur í bæjarstjórn vel. Þá er gott að finna stuðning og skilning íbúa á nauðsyn þess að grípa til ýmissa erfiðra úrræða. Vil ég þakka þeim fjölmörgu sem ég hef átt samtöl við eða fengið skilaboð frá í kjölfar kynningarfundarins. Það er okkur mikilvægt að heyra að íbúar séu umfram allt bjartsýnir og geri sér grein fyrir því að núverandi bæjarstjórn hafi ekki stofnað til þessarar stöðu heldur sé einhuga að leysa úr henni. Raunhæf markmið Sé miðað útfrá forsendum sem við búum við í dag er raunhæft að Árborg verði undir skuldaviðmiði sveitarfélaga strax árið 2028. Öll vinna bæjarstjórnar markast þó af því að ná settum fjárhagslegum markmiðum fyrr. Ég hef fulla trú á að með samstilltu átaki muni það takast enda tækifærin á svæðinu mikil og mörg spennandi verkefni í farvatninu. Við erum að taka saman svör við þeim rúmlega hundrað spurningum sem upp komu á fundinum. Ætlunin er að þau liggi fyrir á heimasíðu Svf. Árborgar fljótlega. Vor í loftinu Það er alltaf ákveðin vorboði þegar bæjarhátíðirnar byrja hver af annarri og nú er „Vori í Árborg“ nýlokið. Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt að vanda, hófst með hátíðardagskrá skátafélagsins Fossbúa á sumardaginn fyrsta og hélt svo áfram yfir helgina þar sem henni lauk með 10 ára afmælisveislu Konubókastofu á Eyrarbakka. Vel var staðið að hátíðinni og vil ég þakka öllum sem komu að. Annar vorboði eru úrslitakeppnir í íþróttum, Grýlupottahlaup og vormót hér og þar. Leyfi ég mér að nefna sérstaklega kvennalið Umf. Selfoss í handbolta sem er í úrslitaumspili um úrvalsdeildarsæti en umspilið hefst miðvikudaginn 26.apríl í Set-höllinni á Selfossi. Hvet ég fólk til að mæta og styðja okkar frábæra lið í þeirri keppni. Þá minni ég á stóra plokkdaginn sem verður haldinn 30. apríl nk. Þá geta íbúar fengið glæra plastpoka, gengið um sitt nánasta umhverfi og gert það snyrtilegra. Sveitarfélagið leggur til sérstakar tunnur þar sem íbúar geta losað sig við plastpokana. Nánari upplýsingar má finna á www.arborg.is. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun