Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt Viðar Eggertsson skrifar 25. apríl 2023 16:00 Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra. Þar kemur skýrt fram að það er alvarleg húsnæðiskreppa á Íslandi og kjör leigjenda eru hrikaleg sem bitnar skelfilega á veikum hópum: þeim sem eru á lægstu laununum, fjölskyldufólki, örorkulífeyristökum og ellilífeyristökum. Og ástandið fer hríðversnandi. Því þessir hópar eru í raun fastir í óðaverðbólgu sem hækkar leigu á íbúðarhúsnæði í hverjum einasta mánuði. Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt. Það er nánast ómögulegt að fólk komist af leigumarkaði eftir því sem það verður eldra, því fer þeim sífjölgandi sem eru í þeirri stöðu. En einungis innan við 1 af hverjum 10 leigjendum vilja vera á leigumarkaði – skiljanlega! Æ meiri skortur á leiguhúsnæði neyðir fólk til að taka sér bólfestu í óleyfishúsnæði og skorturinn skrúfar upp leiguverðið í hverjum einasta mánuði. Því leigjendum gefst ekki annað en að beygja sig undir óásættanlega samninga sem eru í raun einhliða ákvörðun leigusalans. Því lög um vísitölutengingu á húsaleigu voru afnumin árið 1999. Það eru fyrirtæki sem gera grimmilega út á húsnæðismarkaðinn og hafa rakað að sér æ stærri hluta hans og bjóða leigjendum afarkosti – afarkosti á að eiga sér heimili; grunnþörf hvers manns. 2/3 allra íbúða frá árinu 2005 hafa verið keyptar af fjárfestum – í þeim eina tilgangi að hagnast á þeim. Það er full ástæða til að Alþingi hætti að draga lappirnar í neyð leigjenda. Því ber að taka vafningalaust fyrir mál leigjenda og stöðu þeirra á Íslandi af fullri alvöru og þunga. Leigjendur geta ekki beðið lengur eftir réttlæti. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Leigumarkaður Börn og uppeldi Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra. Þar kemur skýrt fram að það er alvarleg húsnæðiskreppa á Íslandi og kjör leigjenda eru hrikaleg sem bitnar skelfilega á veikum hópum: þeim sem eru á lægstu laununum, fjölskyldufólki, örorkulífeyristökum og ellilífeyristökum. Og ástandið fer hríðversnandi. Því þessir hópar eru í raun fastir í óðaverðbólgu sem hækkar leigu á íbúðarhúsnæði í hverjum einasta mánuði. Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt. Það er nánast ómögulegt að fólk komist af leigumarkaði eftir því sem það verður eldra, því fer þeim sífjölgandi sem eru í þeirri stöðu. En einungis innan við 1 af hverjum 10 leigjendum vilja vera á leigumarkaði – skiljanlega! Æ meiri skortur á leiguhúsnæði neyðir fólk til að taka sér bólfestu í óleyfishúsnæði og skorturinn skrúfar upp leiguverðið í hverjum einasta mánuði. Því leigjendum gefst ekki annað en að beygja sig undir óásættanlega samninga sem eru í raun einhliða ákvörðun leigusalans. Því lög um vísitölutengingu á húsaleigu voru afnumin árið 1999. Það eru fyrirtæki sem gera grimmilega út á húsnæðismarkaðinn og hafa rakað að sér æ stærri hluta hans og bjóða leigjendum afarkosti – afarkosti á að eiga sér heimili; grunnþörf hvers manns. 2/3 allra íbúða frá árinu 2005 hafa verið keyptar af fjárfestum – í þeim eina tilgangi að hagnast á þeim. Það er full ástæða til að Alþingi hætti að draga lappirnar í neyð leigjenda. Því ber að taka vafningalaust fyrir mál leigjenda og stöðu þeirra á Íslandi af fullri alvöru og þunga. Leigjendur geta ekki beðið lengur eftir réttlæti. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar