Banvænir biðlistar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 26. apríl 2023 07:01 Í aðsendri grein á Vísi skrifar Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur, um vímuefnavanda og faraldurinn sem geisar nú. Eins og hún bendir á eru sjúklingarnir flestir ungt fólk og þeim mun sorglegra er það hversu lítið samfélagið lætur sig þennan hóp varða. Kristín bendir á hversu „áþreifanlegur og hversdagslegur dauðinn er“ meðal þessa hóps. Andlát og jarðarfarir verða daglegt brauð, en ég hef líkt þessu við við Squid Game þættina þar sem enginn veit hver verður næstur. Lýsingar Kristínar á aðkomu og hlutverki móður drengs sem lét nýlega lífið vegna vímuefnavanda eru okkur aðstandendur vel kunnar. Fólk með vímuefnavanda fær ekki sama stuðning og þjónustu í félags- og heilbrigðiskerfinu og annað langveikt fólk. Hvað þá aðstandendur þess. Við þekkjum það að koma alls staðar að lokuðum dyrum og að sjúklingarnir séu flokkaðir sem annars flokks í kerfinu okkar. Hvaða skýring gæti verið önnur á sinnuleysinu gagnvart því að ungt fólk deyi unnvörpum úr vímuefnasjúkdómi? Heilbrigðisráðherra hefur talað fyrir því að við tökum á vímuefnavandanum innan heilbrigðiskerfisins. Sagt að við þurfum að skera upp herör gegn þróuninni í málaflokknum. Þar hafa undanfarið verið tekin fjölmörg jákvæð skref þegar kemur að skaðaminnkandi úrræðum. Aukin áhersla hefur verið lögð á viðhaldsmeðferðir, auknir fjármunir farið í rekstur neyslurýma og átak verið gert varðandi dreifingu nefúða sem getur verið vörn gegn ofskömmtun. Þarna er þó alltaf rými til að gera betur. Ég lagði m.a. fram fyrirspurn til ráðherrans um heimild lækna til að ávísa ópíóðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda, og fyrirspurn um aðgengi þessara einstaklinga að vímuefnagreiningu (e. drug checking) t.d. í neyslurýmum. Ég tek undir með Kristínu þegar hún segir að við sem samfélag getum gert miklu betur. Við eigum ekki að sætta okkur við að missa einstakling í hverri einustu viku úr fíknisjúkdómi. Þá er auðvitað algjört lykilatriði að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Það er enda besta leiðin til að draga úr vímuefnavandanum. Það er algjört lágmark að fólk með lífshættulegan sjúkdóm komi ekki að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu – deyi ekki á banvænum biðlistum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Í aðsendri grein á Vísi skrifar Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur, um vímuefnavanda og faraldurinn sem geisar nú. Eins og hún bendir á eru sjúklingarnir flestir ungt fólk og þeim mun sorglegra er það hversu lítið samfélagið lætur sig þennan hóp varða. Kristín bendir á hversu „áþreifanlegur og hversdagslegur dauðinn er“ meðal þessa hóps. Andlát og jarðarfarir verða daglegt brauð, en ég hef líkt þessu við við Squid Game þættina þar sem enginn veit hver verður næstur. Lýsingar Kristínar á aðkomu og hlutverki móður drengs sem lét nýlega lífið vegna vímuefnavanda eru okkur aðstandendur vel kunnar. Fólk með vímuefnavanda fær ekki sama stuðning og þjónustu í félags- og heilbrigðiskerfinu og annað langveikt fólk. Hvað þá aðstandendur þess. Við þekkjum það að koma alls staðar að lokuðum dyrum og að sjúklingarnir séu flokkaðir sem annars flokks í kerfinu okkar. Hvaða skýring gæti verið önnur á sinnuleysinu gagnvart því að ungt fólk deyi unnvörpum úr vímuefnasjúkdómi? Heilbrigðisráðherra hefur talað fyrir því að við tökum á vímuefnavandanum innan heilbrigðiskerfisins. Sagt að við þurfum að skera upp herör gegn þróuninni í málaflokknum. Þar hafa undanfarið verið tekin fjölmörg jákvæð skref þegar kemur að skaðaminnkandi úrræðum. Aukin áhersla hefur verið lögð á viðhaldsmeðferðir, auknir fjármunir farið í rekstur neyslurýma og átak verið gert varðandi dreifingu nefúða sem getur verið vörn gegn ofskömmtun. Þarna er þó alltaf rými til að gera betur. Ég lagði m.a. fram fyrirspurn til ráðherrans um heimild lækna til að ávísa ópíóðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda, og fyrirspurn um aðgengi þessara einstaklinga að vímuefnagreiningu (e. drug checking) t.d. í neyslurýmum. Ég tek undir með Kristínu þegar hún segir að við sem samfélag getum gert miklu betur. Við eigum ekki að sætta okkur við að missa einstakling í hverri einustu viku úr fíknisjúkdómi. Þá er auðvitað algjört lykilatriði að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Það er enda besta leiðin til að draga úr vímuefnavandanum. Það er algjört lágmark að fólk með lífshættulegan sjúkdóm komi ekki að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu – deyi ekki á banvænum biðlistum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun