„Þurfti bara að taka til í hausnum“ Atli Arason skrifar 26. apríl 2023 22:16 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur. Vísir/Vilhelm Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, hefur átt erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum í úrslitakeppninni Subway-deild karla í körfubolta. Haukur hitti þó heldur betur á sinn leik í kvöld er Njarðvík vann 31 stiga sigur á Tindastól, 109-78. Haukur endaði leikinn stigahæstur með 20 stig. „Ég þurfti bara að sjá boltann fara ofan í fyrsta skipti,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik en hann hefur markvisst unnið í sjálfum sér fyrir leikinn í kvöld. „Ég átti gott samtal við íþróttasálfræðinginn okkar, að reyna að fá þetta slor úr hausnum á manni að hugsa of mikið og fara bara að spila körfubolta,“ bætti Haukur við en hann hefur einungis skorað 10 stig samanlagt í fyrri tveimur viðureignum Njarðvíkur og Tindastóls. „Hausinn er 90% af þessu. Líkaminn er í góðu standi en maður þurfti bara að taka til í hausnum,“ sagði Haukur sem taldi að leikplan Njarðvíkur hefði gengið fullkomlega upp í kvöld. „Leikplanið var að leyfa þeim ekki að hlaupa eins og þeir vilja. Þeir vilja bara hlaupa og troða, skjóta þristum og dansa. Það þurfti bara að kæfa það strax. Leikplanið var að spila fast, hlaupa til baka og láta þá alltaf spila fimm á fimm á okkur.“ „Þeir eru rosalegt sveiflulið. Þetta sást líka hjá þeim á móti Keflavík þar sem þeir vinna með 30 og tapa svo með 30. Ef þeir eru rétt stilltir, þá eru þeir rétt stilltir og óviðráðanlegir,“ svaraði Haukur aðspurður um stóru sveiflurnar í stigaskori á milli liðanna í leikjunum þremur til þessa. Með sigrinum sóttu Njarðvíkingar líflínu í einvíginu en Tindastóll leiðir einvígið nú með tveimur sigrum gegn einum. Til þess að forðast sumarfrí þá þurfa þeir grænklæddu að gera eitthvað sem ekkert lið hefur tekist að gera síðan í maí 2021, að sækja sigur á Sauðárkróki í úrslitakeppnisleik. „Við höfum unnið þarna áður og tapað þarna áður. Við þurfum bara að mæta með sjálfstraust og baráttuglaðir þrátt fyrir þennan heimavöll. Þetta er samt svakalegt vígi og það munu eflaust vera fimmfalt fleiri á næsta leik en á síðasta leik. Þetta á bara eftir að vera gaman en einnig mjög krefjandi,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu. Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 109-78 Tindastóll | Njarðvíkingar grípa í líflínu Njarðvíkingar halda sér á lífi í úrslitakeppninni Subway-deildar karla í körfubolta eftir 31 stiga stórsigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í kvöld, 109-78. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu frá upphafi til enda. 26. apríl 2023 21:00 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
„Ég þurfti bara að sjá boltann fara ofan í fyrsta skipti,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik en hann hefur markvisst unnið í sjálfum sér fyrir leikinn í kvöld. „Ég átti gott samtal við íþróttasálfræðinginn okkar, að reyna að fá þetta slor úr hausnum á manni að hugsa of mikið og fara bara að spila körfubolta,“ bætti Haukur við en hann hefur einungis skorað 10 stig samanlagt í fyrri tveimur viðureignum Njarðvíkur og Tindastóls. „Hausinn er 90% af þessu. Líkaminn er í góðu standi en maður þurfti bara að taka til í hausnum,“ sagði Haukur sem taldi að leikplan Njarðvíkur hefði gengið fullkomlega upp í kvöld. „Leikplanið var að leyfa þeim ekki að hlaupa eins og þeir vilja. Þeir vilja bara hlaupa og troða, skjóta þristum og dansa. Það þurfti bara að kæfa það strax. Leikplanið var að spila fast, hlaupa til baka og láta þá alltaf spila fimm á fimm á okkur.“ „Þeir eru rosalegt sveiflulið. Þetta sást líka hjá þeim á móti Keflavík þar sem þeir vinna með 30 og tapa svo með 30. Ef þeir eru rétt stilltir, þá eru þeir rétt stilltir og óviðráðanlegir,“ svaraði Haukur aðspurður um stóru sveiflurnar í stigaskori á milli liðanna í leikjunum þremur til þessa. Með sigrinum sóttu Njarðvíkingar líflínu í einvíginu en Tindastóll leiðir einvígið nú með tveimur sigrum gegn einum. Til þess að forðast sumarfrí þá þurfa þeir grænklæddu að gera eitthvað sem ekkert lið hefur tekist að gera síðan í maí 2021, að sækja sigur á Sauðárkróki í úrslitakeppnisleik. „Við höfum unnið þarna áður og tapað þarna áður. Við þurfum bara að mæta með sjálfstraust og baráttuglaðir þrátt fyrir þennan heimavöll. Þetta er samt svakalegt vígi og það munu eflaust vera fimmfalt fleiri á næsta leik en á síðasta leik. Þetta á bara eftir að vera gaman en einnig mjög krefjandi,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 109-78 Tindastóll | Njarðvíkingar grípa í líflínu Njarðvíkingar halda sér á lífi í úrslitakeppninni Subway-deildar karla í körfubolta eftir 31 stiga stórsigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í kvöld, 109-78. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu frá upphafi til enda. 26. apríl 2023 21:00 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík 109-78 Tindastóll | Njarðvíkingar grípa í líflínu Njarðvíkingar halda sér á lífi í úrslitakeppninni Subway-deildar karla í körfubolta eftir 31 stiga stórsigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í kvöld, 109-78. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu frá upphafi til enda. 26. apríl 2023 21:00
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum