Nik: Við gerðum nóg Stefán Snær Ágústsson skrifar 26. apríl 2023 22:45 Nik, þjálfari Þróttar. Vísir/Hulda Margrét Nik Chamberlain, Þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna, var að vonum sáttur eftir að hafa stýrt liði sínu til sigurs gegn FH í fyrsta deildarleik tímabilsins í sumarsnjóveðri í Laugardalnum á miðvikudagskvöldið. Eftir jafna byrjun fengu Þróttarar tvö víti sem var of hár tindur fyrir nýliðana FH að klífa og Þróttur sigldi heim sannfærandi sigri, lokatölur 4-1. „Leikurinn var smá sóðalegur (e. sloppy). Maður þekkir FH, þær munu koma með kraft og reyna skapa mistök sem gerðist á kafla í seinni hálfleik. Við gerðum nóg, þetta var ekki okkar besti leikur en það er mikilvægt að ná í þrjú stig, sérstaklega á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins.” Táningurinn Katla Tryggvadóttir, efnilegasti leikmaður deildarinnar í fyrra, hóf nýja tímabilið með tvö örugg mörk frá vítapunktinum og glæsilega utanfótastoðsendingu til að gera endanlega út um leikinn í seinni hálfleik. „Hún getur bæði skapað og skorað, það er það besta við hana að hún hefur báða þessa hæfileika. Framtíðin hennar er mjög, mjög björt. Hún er góð að gera marga hluti með boltann og nú þarf bara að vinna í hvernig hún spilar án boltans. Hún er að læra en það sést hversu mikilvæg sköpunarkarftur og markaskorun hennar er.“ Annar unglingur, Freyja Karín Þorvarðardóttir, kom inn af bekknum í seinni hálfleik og lét svo sannarlega til sín taka, skoraði tvö og var nálægt þrennu. Þessi 19 ára famherji setti samtals tíu mörk í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum í vetur og hefur nú opnað markareikninginn í Bestu fyrir sumarið. „Freyja er frábær (e. fantastic). Hún kemur inn á og maður veit að hún gefur alltaf hundrað og tíu prósent. Hún er alltaf á fullu og ef ég er hreinskilinn þá þurftum við það inn í leikinn, smá breytingu og hraða þarna frammi eftir smá meiðsli hjá Tanya.“ “Freyja kom inn á og tók tækifærin vel. Hún hefði kannski átt að skora eitt í viðbót en það góða er að hún komst í sambærilega stöðu seinna og var yfirvegaðri, en það er eitt sem hún hefur verið að vinna í að bæta í vetur svo hún átti skilið þessi tvö mörk.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - FH 4-1 | Þægilegt hjá Þrótti Þróttur Reykjavík vann 4-1 sigur á nýliðum FH í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. apríl 2023 21:10 Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Eftir jafna byrjun fengu Þróttarar tvö víti sem var of hár tindur fyrir nýliðana FH að klífa og Þróttur sigldi heim sannfærandi sigri, lokatölur 4-1. „Leikurinn var smá sóðalegur (e. sloppy). Maður þekkir FH, þær munu koma með kraft og reyna skapa mistök sem gerðist á kafla í seinni hálfleik. Við gerðum nóg, þetta var ekki okkar besti leikur en það er mikilvægt að ná í þrjú stig, sérstaklega á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins.” Táningurinn Katla Tryggvadóttir, efnilegasti leikmaður deildarinnar í fyrra, hóf nýja tímabilið með tvö örugg mörk frá vítapunktinum og glæsilega utanfótastoðsendingu til að gera endanlega út um leikinn í seinni hálfleik. „Hún getur bæði skapað og skorað, það er það besta við hana að hún hefur báða þessa hæfileika. Framtíðin hennar er mjög, mjög björt. Hún er góð að gera marga hluti með boltann og nú þarf bara að vinna í hvernig hún spilar án boltans. Hún er að læra en það sést hversu mikilvæg sköpunarkarftur og markaskorun hennar er.“ Annar unglingur, Freyja Karín Þorvarðardóttir, kom inn af bekknum í seinni hálfleik og lét svo sannarlega til sín taka, skoraði tvö og var nálægt þrennu. Þessi 19 ára famherji setti samtals tíu mörk í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum í vetur og hefur nú opnað markareikninginn í Bestu fyrir sumarið. „Freyja er frábær (e. fantastic). Hún kemur inn á og maður veit að hún gefur alltaf hundrað og tíu prósent. Hún er alltaf á fullu og ef ég er hreinskilinn þá þurftum við það inn í leikinn, smá breytingu og hraða þarna frammi eftir smá meiðsli hjá Tanya.“ “Freyja kom inn á og tók tækifærin vel. Hún hefði kannski átt að skora eitt í viðbót en það góða er að hún komst í sambærilega stöðu seinna og var yfirvegaðri, en það er eitt sem hún hefur verið að vinna í að bæta í vetur svo hún átti skilið þessi tvö mörk.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - FH 4-1 | Þægilegt hjá Þrótti Þróttur Reykjavík vann 4-1 sigur á nýliðum FH í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. apríl 2023 21:10 Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Leik lokið: Þróttur - FH 4-1 | Þægilegt hjá Þrótti Þróttur Reykjavík vann 4-1 sigur á nýliðum FH í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. apríl 2023 21:10