Aftur um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 29. apríl 2023 08:30 Fyrir sléttri viku skrifaði borgarfulltrúi í Reykjavík pistil um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. Þar viðraði hann áhyggjur sínar af tjáningarfrelsinu í tengslum við málaflokkinn og dró í efa að eftirfarandi fullyrðing mín og meðhöfundar í grein í Morgunblaðinu 18. apríl sl. ætti við rök að styðjast: „Mörg trans börn sem komin eru á kynþroskaaldur kjósa, í samráði við lækna og foreldra, að nota hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska. Áhrif þeirra eru afturkræf.“ Í næstu efnisgrein útskýrðum við þetta reyndar nánar: „Ástæðan fyrir því að haldið er aftur af kynþroska trans barna er að hann veldur breytingum á líkamanum sem mjög erfitt er að lagfæra eftir á. Hins vegar, ef barn kýs að hætta notkun hormónabælandi lyfja, hefst kynþroski af fullum krafti. Lyf af þessu tagi hafa verið notuð til þess að stöðva ótímabæran kynþroska hjá ungum börnum um áratugaskeið.“ Í nýjustu útgáfu Standards of Care 8 sem Alheimssamtök sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu trans fólks (World Professional Association of Transgender Health, eða WPATH) sendu frá sér 15. september 2022, segir orðrétt á bls. S112 (feitletrun mín): „In general, the goal of GnRHa administration in [transgender and gender diverse] adolescents is to prevent further development of the endogenous secondary sex characteristics corresponding to the sex designated at birth. Since this treatment is fully reversible, it is regarded as an extended time for adolescents to explore their gender identity by means of an early social transition.“ Fullyrðing okkar var sum sé ekki úr lausu lofti gripin, en vissulega geta verið aukaverkanir af hormónabælandi lyfjum eins og öllum öðrum lyfjum. Eins og fram kom í grein okkar, þá fá börn og foreldrar þeirra upplýsingar um allar þekktar aukaverkanir. Ákvarðanir um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna eru alltaf teknar í samráði þeirra og fjölskyldna þeirra við lækna og samkvæmt bestu mögulegu þekkingu hverju sinni. Þannig er það og þannig á það að vera. Kynstaðfestandi meðferð er ekki tilraunameðferð og langtímarannsóknum á sviðinu fjölgar stöðugt. Ég bendi í því samhengi á yfirlýsingu WPATH vegna fordómafullrar lagasetningar í Bandaríkjunum, þar sem reyndar er fjallað um skýrslu Socialstyrelsen í Svíþjóð líka. Hvað varðar þróunina í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi, þá hafa þessi lönd sannarlega rýnt þjónustu við trans börn og ungmenni undanfarið, hafa gert þátttöku í rannsóknum hærra undir höfði og vilja gæta ítrustu varkárni með öryggi barna að leiðarljósi. Hvers vegna Norðmenn ganga, með sínum skilgreiningum á meðferðinni sem tilraunameðferð, gegn staðhæfingum helstu sérfræðinga heims í þessum málaflokki veit ég ekki. Það sem við vitum hins vegar er að meðferð við kynama er ennþá veitt í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Meðferðin er mikilvæg fyrir velferð trans barna og ungmenna, annars væri hún ekki veitt. Hér á landi er ekkert sem bendir til annars en að ítrustu varkárni sé gætt í málaflokknum. Gagnrýnin umræða er jafnan af hinu góða. Hins vegar verður að teljast forvitnilegt að trans málefni séu sá málaflokkur innan heilbrigðisþjónustu sem fólk, sem hvorki hefur tengsl við málaflokkinn né sérfræðiþekkingu á honum, hefur skyndilega mikla skoðun á. Ég velti því til dæmis fyrir mér hvort borgarfulltrúinn hafi haft áhyggjur af kynhormónabælandi lyfjum í alla þá áratugi sem þau hafa verið notuð fyrir börn sem ekki eru trans. Heilbrigðisstarfsfólk og trans skjólstæðingar þeirra hafa bestu forsendurnar til þess að meta, út frá hverju tilviki og út frá rannsóknum, hvaða meðferð er við hæfi og hvenær. Opinber umræða um flókið úrræði bætir engu þar við. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Fyrir sléttri viku skrifaði borgarfulltrúi í Reykjavík pistil um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. Þar viðraði hann áhyggjur sínar af tjáningarfrelsinu í tengslum við málaflokkinn og dró í efa að eftirfarandi fullyrðing mín og meðhöfundar í grein í Morgunblaðinu 18. apríl sl. ætti við rök að styðjast: „Mörg trans börn sem komin eru á kynþroskaaldur kjósa, í samráði við lækna og foreldra, að nota hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska. Áhrif þeirra eru afturkræf.“ Í næstu efnisgrein útskýrðum við þetta reyndar nánar: „Ástæðan fyrir því að haldið er aftur af kynþroska trans barna er að hann veldur breytingum á líkamanum sem mjög erfitt er að lagfæra eftir á. Hins vegar, ef barn kýs að hætta notkun hormónabælandi lyfja, hefst kynþroski af fullum krafti. Lyf af þessu tagi hafa verið notuð til þess að stöðva ótímabæran kynþroska hjá ungum börnum um áratugaskeið.“ Í nýjustu útgáfu Standards of Care 8 sem Alheimssamtök sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu trans fólks (World Professional Association of Transgender Health, eða WPATH) sendu frá sér 15. september 2022, segir orðrétt á bls. S112 (feitletrun mín): „In general, the goal of GnRHa administration in [transgender and gender diverse] adolescents is to prevent further development of the endogenous secondary sex characteristics corresponding to the sex designated at birth. Since this treatment is fully reversible, it is regarded as an extended time for adolescents to explore their gender identity by means of an early social transition.“ Fullyrðing okkar var sum sé ekki úr lausu lofti gripin, en vissulega geta verið aukaverkanir af hormónabælandi lyfjum eins og öllum öðrum lyfjum. Eins og fram kom í grein okkar, þá fá börn og foreldrar þeirra upplýsingar um allar þekktar aukaverkanir. Ákvarðanir um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna eru alltaf teknar í samráði þeirra og fjölskyldna þeirra við lækna og samkvæmt bestu mögulegu þekkingu hverju sinni. Þannig er það og þannig á það að vera. Kynstaðfestandi meðferð er ekki tilraunameðferð og langtímarannsóknum á sviðinu fjölgar stöðugt. Ég bendi í því samhengi á yfirlýsingu WPATH vegna fordómafullrar lagasetningar í Bandaríkjunum, þar sem reyndar er fjallað um skýrslu Socialstyrelsen í Svíþjóð líka. Hvað varðar þróunina í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi, þá hafa þessi lönd sannarlega rýnt þjónustu við trans börn og ungmenni undanfarið, hafa gert þátttöku í rannsóknum hærra undir höfði og vilja gæta ítrustu varkárni með öryggi barna að leiðarljósi. Hvers vegna Norðmenn ganga, með sínum skilgreiningum á meðferðinni sem tilraunameðferð, gegn staðhæfingum helstu sérfræðinga heims í þessum málaflokki veit ég ekki. Það sem við vitum hins vegar er að meðferð við kynama er ennþá veitt í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Meðferðin er mikilvæg fyrir velferð trans barna og ungmenna, annars væri hún ekki veitt. Hér á landi er ekkert sem bendir til annars en að ítrustu varkárni sé gætt í málaflokknum. Gagnrýnin umræða er jafnan af hinu góða. Hins vegar verður að teljast forvitnilegt að trans málefni séu sá málaflokkur innan heilbrigðisþjónustu sem fólk, sem hvorki hefur tengsl við málaflokkinn né sérfræðiþekkingu á honum, hefur skyndilega mikla skoðun á. Ég velti því til dæmis fyrir mér hvort borgarfulltrúinn hafi haft áhyggjur af kynhormónabælandi lyfjum í alla þá áratugi sem þau hafa verið notuð fyrir börn sem ekki eru trans. Heilbrigðisstarfsfólk og trans skjólstæðingar þeirra hafa bestu forsendurnar til þess að meta, út frá hverju tilviki og út frá rannsóknum, hvaða meðferð er við hæfi og hvenær. Opinber umræða um flókið úrræði bætir engu þar við. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun