Pökkuðu Grizzlies saman og sendu í sumarfrí | Kóngarnir knúðu fram oddaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. apríl 2023 09:30 Los Angeles Lakers er komið í undanúrslit Vesturdeildar. Ronald Martinez/Getty Images Los Angeles Lakers pakkaði Memphis Grizzlies ofan í ferðatösku og sendi á leið í sumarfrí með 40 stiga sigri í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Sacramento Kings tryggðu sér oddaleik gegn ríkjandi meisturum Golden State Warriors með öruggum sigri. Grizzlies unnu leik fimm í Memphis en segja má að það hafi aðeins frestað aftökunni. Það var aldrei spurning hvort liðið væri að fara með sigur af hólmi í Los Angeles í nótt. Lakers byrjaði leikinn af krafti og var 17 stigum yfir í hálfleik. Svo má með sanni segja að leikurinn hafi einfaldlega klárast í þriðja leikhluta þar sem Lakers skoraði 41 stig gegn 25 hjá gestunum. Fjórði leikhluti var í raun tilgangslaus og þegar honum var loks lokið var staðan 125-85. Hreint út sagt ótrúlegur sigur Lakers sem er nú komið í undanúrslit Vesturdeildar. D‘Angelo Russell var stigahæstur í liði Lakers með 31 stig, fjórar stoðsendingar og tvö fráköst. Þar á eftir kom LeBron James með 22 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst. Anthony Davis skoraði 16 stig, tók 14 fráköst og varði 5 skot. ICE IN HIS VEINS D Angelo Russell comes up huge to lead the Lakers to Round 2!31 PTS | 5-9 3PM pic.twitter.com/fEuOxjjKaN— NBA (@NBA) April 29, 2023 LeBron James (22 PTS, 6 AST) and Anthony Davis (16 PTS, 14 REB, 5 BLK) get it done in the Game 6 win!The Lakers advance to Round 2 pic.twitter.com/bkF4FhKD3b— NBA (@NBA) April 29, 2023 Hjá Memphis var Santi Aldama með 16 stig og 5 fráköst. Desmond Bane skoraði 15 stig, tók einnig 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Dillon Brooks lét sig enn á ný hverfa áður en fjölmiðlar náðu tali af Grizzlies eftir leik. Leikur Golden State Warriors og Sacramento Kings var öllu jafnari, allavega í fyrsta leikhluta. Að honum loknum tóku Kings völdin og unnu á endanum nokkuð öruggan 19 stiga sigur, lokatölur 118-99. Það þýðir að liðin mætast í oddaleik á heimavelli Kings um hvort þeirra fer áfram í undanúrslit. Malik Monk var stigahæstur hjá Kings með 28 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Þar á eftir kom De‘Aaron Fox með 26 stig, 11 stoðsendingar og 4 fráköst. Hjá Warriors var Stephen Curry með 29 stig, 5 stoðsendingar og 4 fráköst. Klay Thompson kom þar á eftir með 22 stig. 28 points on 14 shots.Malik Monk was SPECIAL off the bench to force GAME 7! Sunday at 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/xmPrQ4vntC— NBA (@NBA) April 29, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Grizzlies unnu leik fimm í Memphis en segja má að það hafi aðeins frestað aftökunni. Það var aldrei spurning hvort liðið væri að fara með sigur af hólmi í Los Angeles í nótt. Lakers byrjaði leikinn af krafti og var 17 stigum yfir í hálfleik. Svo má með sanni segja að leikurinn hafi einfaldlega klárast í þriðja leikhluta þar sem Lakers skoraði 41 stig gegn 25 hjá gestunum. Fjórði leikhluti var í raun tilgangslaus og þegar honum var loks lokið var staðan 125-85. Hreint út sagt ótrúlegur sigur Lakers sem er nú komið í undanúrslit Vesturdeildar. D‘Angelo Russell var stigahæstur í liði Lakers með 31 stig, fjórar stoðsendingar og tvö fráköst. Þar á eftir kom LeBron James með 22 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst. Anthony Davis skoraði 16 stig, tók 14 fráköst og varði 5 skot. ICE IN HIS VEINS D Angelo Russell comes up huge to lead the Lakers to Round 2!31 PTS | 5-9 3PM pic.twitter.com/fEuOxjjKaN— NBA (@NBA) April 29, 2023 LeBron James (22 PTS, 6 AST) and Anthony Davis (16 PTS, 14 REB, 5 BLK) get it done in the Game 6 win!The Lakers advance to Round 2 pic.twitter.com/bkF4FhKD3b— NBA (@NBA) April 29, 2023 Hjá Memphis var Santi Aldama með 16 stig og 5 fráköst. Desmond Bane skoraði 15 stig, tók einnig 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Dillon Brooks lét sig enn á ný hverfa áður en fjölmiðlar náðu tali af Grizzlies eftir leik. Leikur Golden State Warriors og Sacramento Kings var öllu jafnari, allavega í fyrsta leikhluta. Að honum loknum tóku Kings völdin og unnu á endanum nokkuð öruggan 19 stiga sigur, lokatölur 118-99. Það þýðir að liðin mætast í oddaleik á heimavelli Kings um hvort þeirra fer áfram í undanúrslit. Malik Monk var stigahæstur hjá Kings með 28 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Þar á eftir kom De‘Aaron Fox með 26 stig, 11 stoðsendingar og 4 fráköst. Hjá Warriors var Stephen Curry með 29 stig, 5 stoðsendingar og 4 fráköst. Klay Thompson kom þar á eftir með 22 stig. 28 points on 14 shots.Malik Monk was SPECIAL off the bench to force GAME 7! Sunday at 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/xmPrQ4vntC— NBA (@NBA) April 29, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira