Sport

Dagskráin í dag: Undanúrslit Olís-deildar kvenna, Besta-deildin, NBA og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
ÍBV getur komist í vænlega stöðu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna.
ÍBV getur komist í vænlega stöðu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Vísir/Diego

Verkalýðsdagurinn býður upp á nóg af íþróttum og í dag verða sex beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2.

Við hefjum leik í handboltanum þar sem leikið verður í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Haukar taka á móti ÍBV klukkan 14:50 og Stjarnan tekur á móti Val klukkan 16:30. Leikirnir verða sýndir á Stöð 2 Sport, en ÍBV og Stjarnan eru með forystu í einvígunum fyrir leiki dagsins.

Að leik Stjörnunnar og Vals loknum verður Seinni bylgjan svo á sínum stað og gerir upp leiki dagsins.

Þá er einn leikur á dagskrá í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag þegar Þór/KA tekur á móti Keflavík klukkan 15:50 á hliðarrás Bestu-deildarinnar. Selfoss og Þróttur áttu einnig að mætast í dag, en þeim leik hefur verið frestað fram á miðvikudag.

Að lokum verða vikulegir þættir á sínum stað á sportrásum Stöðvar 2, en Lögmál leiksins hefst klukkan 18:55 á Stöð 2 Sport 2 og GameTíví á Stöð 2 eSport klukkan 20:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×