„Skeggið“ óx með ólíkindum þegar mest lá við Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 07:28 James Harden átti stórkostlegan leik gegn Boston Celtics í gærkvöld en þarf að vera fljótur að gera sig kláran í næsta slag sem er annað kvöld. AP/Charles Krupa Sundin virtust hálflokuð fyrir Philadelphia 76ers, vegna meiðsla Joel Embiid, en hinn fúlskeggjaði James Harden var ósammála og sýndi sínar gömlu, bestu hliðar í nótt í 119-115 sigri gegn Boston Celtics. Harden var allt í öllu í þessum fyrsta leik liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar. Hann skoraði alls 45 stig í leiknum en upp úr stóð þó þristurinn sem hann setti yfir Al Horford þegar aðeins 8,7 sekúndur voru eftir af leiknum, sem kom Philadelphia yfir. JAMES HARDEN ARE YOU KIDDING ME?!He has a playoff career-high 45 PTS pic.twitter.com/QHOJviHtEt— Bleacher Report (@BleacherReport) May 2, 2023 Jayson Tatum skoraði 39 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 23 stig en Harden skoraði meira en þeir báðir til samans í fjórða leikhlutanum, eða 15 stig gegn 10. Staðan fyrir þann leikhluta var jöfn, 87-87, og Tatum kom Boston í 115-114 af vítalínunni þegar 26 sekúndur voru eftir. Þristurinn frá Harden, eða „Skegginu“ eins og hann er kallaður, gerði útslagið en Tatum tapaði boltanum til Paul Reed í næstu sókn Boston og Reed setti svo niður síðustu stig leiksins af vítalínunni. Harden hafði ekki skorað 45 stig í úrslitakeppninni síðan hann gerði það fyrir Houston Rockets í úrslitaseríu vesturdeildarinnar fyrir átta árum, í sigri á Golden State Warriors, og hefur raunar aldrei skorað fleiri stig í úrslitakeppni á löngum ferli. JAMES HARDEN TONIGHT: 45 POINTS 6 ASSISTS 2 STEALS7/14 3PT17/30 FGBEST PLAYOFF GAME OF HIS CAREER pic.twitter.com/MKlzxUL4bE— NBACentral (@TheNBACentral) May 2, 2023 „Við komum ekki hingað og bjuggumst við að tapa. Við komum til að vinna,“ sagði Harden eftir sigurinn en hann skipaði sínum liðsfélögum svo að fara fljótt til búningsklefa eftir leik enda einvígið rétt að byrja. „Hvort sem að Jo snýr aftur eða ekki þá verðum við tilbúnir í slaginn,“ sagði Harden en Joel Embiid meiddist í hné í þriðja leik gegn Brooklyn Nets á dögunum og varð að fylgjast með leiknum í Boston í gær af bekknum. Óvissa ríkir um þátttöku hans í næsta leik sem er einnig í Garðinum í Boston á morgun. Jokic frábær kvöldið fyrir verðlaunaafhendingu Í undanúrslitum vesturdeildarinnar eru deildarmeistarar Denver Nuggets komnir í góð mál gegn Phoenix Suns, 2-0, eftir 97-87 sigur í nótt. Nikola Jokic var að vanda áberandi í liði Denver en hann skoraði 39 stig og tók 16 fráköst. Hann er einn þriggja sem tilnefndir eru sem verðmætasti leikmaður deildarinnar. Tilkynnt verður um valið í kvöld og gæti Jokic hlotið verðlaunin þriðja árið í röð. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira
Harden var allt í öllu í þessum fyrsta leik liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar. Hann skoraði alls 45 stig í leiknum en upp úr stóð þó þristurinn sem hann setti yfir Al Horford þegar aðeins 8,7 sekúndur voru eftir af leiknum, sem kom Philadelphia yfir. JAMES HARDEN ARE YOU KIDDING ME?!He has a playoff career-high 45 PTS pic.twitter.com/QHOJviHtEt— Bleacher Report (@BleacherReport) May 2, 2023 Jayson Tatum skoraði 39 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 23 stig en Harden skoraði meira en þeir báðir til samans í fjórða leikhlutanum, eða 15 stig gegn 10. Staðan fyrir þann leikhluta var jöfn, 87-87, og Tatum kom Boston í 115-114 af vítalínunni þegar 26 sekúndur voru eftir. Þristurinn frá Harden, eða „Skegginu“ eins og hann er kallaður, gerði útslagið en Tatum tapaði boltanum til Paul Reed í næstu sókn Boston og Reed setti svo niður síðustu stig leiksins af vítalínunni. Harden hafði ekki skorað 45 stig í úrslitakeppninni síðan hann gerði það fyrir Houston Rockets í úrslitaseríu vesturdeildarinnar fyrir átta árum, í sigri á Golden State Warriors, og hefur raunar aldrei skorað fleiri stig í úrslitakeppni á löngum ferli. JAMES HARDEN TONIGHT: 45 POINTS 6 ASSISTS 2 STEALS7/14 3PT17/30 FGBEST PLAYOFF GAME OF HIS CAREER pic.twitter.com/MKlzxUL4bE— NBACentral (@TheNBACentral) May 2, 2023 „Við komum ekki hingað og bjuggumst við að tapa. Við komum til að vinna,“ sagði Harden eftir sigurinn en hann skipaði sínum liðsfélögum svo að fara fljótt til búningsklefa eftir leik enda einvígið rétt að byrja. „Hvort sem að Jo snýr aftur eða ekki þá verðum við tilbúnir í slaginn,“ sagði Harden en Joel Embiid meiddist í hné í þriðja leik gegn Brooklyn Nets á dögunum og varð að fylgjast með leiknum í Boston í gær af bekknum. Óvissa ríkir um þátttöku hans í næsta leik sem er einnig í Garðinum í Boston á morgun. Jokic frábær kvöldið fyrir verðlaunaafhendingu Í undanúrslitum vesturdeildarinnar eru deildarmeistarar Denver Nuggets komnir í góð mál gegn Phoenix Suns, 2-0, eftir 97-87 sigur í nótt. Nikola Jokic var að vanda áberandi í liði Denver en hann skoraði 39 stig og tók 16 fráköst. Hann er einn þriggja sem tilnefndir eru sem verðmætasti leikmaður deildarinnar. Tilkynnt verður um valið í kvöld og gæti Jokic hlotið verðlaunin þriðja árið í röð. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira